Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 6

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 6
6 R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L Hamast gegn strandveiðum Í því mikla umróti sem nú á sér stað í þjóðfélaginu þarf að hafa sig all- an við til að fylgjast með hvað í raun snýr upp eða niður í mörgum mik- ilvægum málefnum. Verðtryggingin í fyrradag, lífeyrissjóðirnir í gær, vantraust í dag, fréttir af nýjum stjórnmálaflokki á morgun, eldhús- dagsumræða næsta dag og ósætti um strandveiðar dregið fram á fimmtudaginn. Að undanskildu því síðastnefnda fylgir fjöldi blaða- greina, þétt umfjöllun á öldum ljósvakans í fréttum og dægurþáttum, ég tala nú ekki um allar þær ræður sem fluttar eru um málefnin á Alþingi. Allt eiga málefnin þó sameiginlegt þegar þau koma til umfjöll- unar - ósætti. Strandveiðar hafa verið stundaðar sl. fjögur ár eða frá júní 2009. Reynslan af þeim hefur verið afar góð. Fjölmörg sjávarpláss sem voru að deyja drottni sínum yfir sumarið öðluðust líf aftur. Fiskvinnslan fór aftur í gang og skólafólkið fékk vinnu aftur. Ungt fólk var ráðið sem sjómenn á strandveiðibátana undir leiðsögn aðila sem komnir voru af léttasta skeiði, en kunna vel til verka. Þannig gerði vart við sig vísir að nýliðun. Brá fólks í áður lífvana sjávarþorpum tók kipp upp á við, höfn- in öðlaðist líf fyrir forvitnum ferðamönnum sem áttu leið hjá. Enda- laust rifrildi um kvótakerfið nær týndist, þegar fjöldi óánægðra fékk kröfu sína um frjálsar handfæraveiðar samþykkta. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, í grein á heimasíðu LS. Spírallinn vísar að óbreyttu niður á við Álögurnar sem á okkur eru lagðar og sú óvissa sem okkar atvinnu- grein þarf að búa við skapar okkur einfaldlega umhverfi þar sem áherslan er vörn og á niðurskurð í starfsmannahaldi og fjárfestingum. Ég vildi óska að ég gæti staðið hérna og sagt að allt væri í lagi og við værum á fullu að horfa á spennandi framtíð, en fyrir okkur, rétt eins og fyrir svo mörg önnur fyrirtæki í þessari grein vísar spírallinn að óbreyttu niður á við en ekki upp á við. Ég spyr einfaldlega; er þetta það sem við viljum, að lunginn úr heilli atvinnugrein vinni í óvissu, eingöngu fyrir sköttum og gjöldum en ekk- ert standi eftir til að mæta viðhaldi, vöru- og markaðsþróun eða óvæntum áföllum. Hvernig í ósköpunum á að vera drifkraftur til fram- fara ef tengsl milli áhættu og hagnaðar eru ekki til staðar. Ég er kannski svo barnalegur að ég trúi því að við sem störfum í sjávarútvegi séum ekki óvinir ríkisins. Ég trúi því að íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki og stjórnvöld geti snúið bökum saman. Stjórnvöld og sjávarútvegurinn eiga að geta komið saman og spurt sig: Hvernig get- um við tryggt samkeppnisforskot íslensks sjávarútvegs á sama tíma og greinin leggur meira til þjóðarbúsins? Georg Andersen, framkvæmdastjóri Valafells í Ólafsvík, á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins 2013. U M M Æ L I Öllum atvinnugreinum er nauðsynlegt að endurnýja sín tæki og tól, framleiðsluaðstöðu, stuðla að nýsköpun - með öðrum orðum að þróast. Það þarf að minnsta kosti að halda í horfinu en í sam- keppnisheimi er slíkt að sjálfsögðu ekki nægjanlegt. Byggja verður upp og sækja fram. Ella dragast menn aftur úr og ekki viljum við það. Að sönnu eru þess dæmi að heilar atvinnugreinar hafi farið allt- of geyst í fjárfestingum; offjárfest og hafi þurft að súpa seyðið af því. Fjárfestingar þurfa oftar en ekki að byggjast á markmiðum og áætlunum um framtíðina og í því vandasama verkefni getur mönn- um orðið hált á svellinu. Væntingar eru óraunhæfar og fjárfesting- ar eftir því úr takti við raunveruleikann. Þessi vegur er vandratað- ur. Nærtækt er að nefna ferðaþjónustuna sem dæmi um grein sem hefur fjárfest verulega en mörg merki eru um að kunni að ráðast í gríðarlegar fjárfestingar í nánustu framtíð, byggðum á miklum væntingum og að hluta mikilli uppsveiflu nú um stundir í fjölda ferðamanna. Í sjávarútvegi varð mikil fjárfestingarhrina á sínum tíma með skuttogaravæðingunni og tilkomu hraðfrystihúsanna í byggðarlög- unum hringinn í kringum landið. Miðað við þá þjóðfélagsumræðu sem við búum við í dag er fyrirséð að umbylting af þessari stærð- argráðu og tilheyrandi fjárfesting færi hreint ekki þegjandi og hljóðalaust í gegn. En varla dytti nokkum heilvita manni í hug að halda öðru fram í dag en þetta skref hafi á sínum tíma verið mikið heillaspor fyrir þjóðarbúskapinn. Illu heilli er með skipulögðum hætti sáð tortryggni þegar kemur að umræðunni um fjárfestingar. Engu er líkara en ákveðinn hávær hópur í þjóðfélaginu telji þær allar af hinu illa - skuldir hljóti í öllum tilvikum að vera merki um óráðssíu og að atvinnurekendur séu fyrst og fremst að maka eigin krók. Þróun þarf að verða til að hægt sé að fjölga störfum, bæta þau og að fyrirtæki geti staðið undir verðmætasköpun sem gerir þeim kleift að greiða hærri laun fyrir störfin. Allt er þetta í samhengi og verður að mæta því af fullri hörku þegar reynt er að slíta alla þessa þætti í sundur í umræðunni. Sjávarútvegurinn hefur, líkt og flestar aðrar atvinnugreinar, ver- ið í fjárfestingarlegu frostmarki síðustu ár. Áðurnefndum hópi sennilegast til nokkurrar gleði en þeim sem fylgjast með greininni til lítillar ánægju. Lítil sem engin fjárfesting boðar einfaldlega ekki einu sinni viðhald greinarinnar heldur afturför. Við erum með mikla og uppsafnaða endurnýjunarþörf í skipastólnum, líkt og Bjarni Ásmundsson, skipatæknifræðingur, lýsir í viðtali hér í blaðinu. Það er fjarri því ásættanlegt hversu fá ný skip hafa verið smíðuð á undanförnum árum, sér í lagi togarar og línubátar. Stöð- ugt hækkandi meðalaldur skipaflotans boðar ekki að hagkvæm- ara verði að gera flotann út frá ári til árs, að vinnuaðstaða sjó- manna fari batnandi, að nýjustu tækni verði við komið né að auð- velt sé að mæta kröfum um minni mengun af útblæstri fiskiskipa. Bara svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þjóðarbúið hlýtur að vera betri kostur að fjárfesting sé jöfn en safnist ekki upp í stíflur sem bresta með tilheyrandi titringi. Nýj- ustu kannanir benda til að grunnur hafi ekki enn skapast til þess að stíflan bresti því spáð er áframhaldandi samdrætti í fjárfestingu í útgerð. Á þessu þarf að verða breyting. Því fyrr, því betra. Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar Of lítil fjárfesting boðar afturför

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.