Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 8

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 8
8 F I S K E L D I Nýr súrefnisframleiðslu- búnaður settur upp hjá Silfurstjörnunni - sparar umtalsverðar fjárhæðir árlega vegna flutnings á fljótandi súrefni „Súrefni er grundvallaratriði í starfsemi fiskeldisstöðva og hingað til höfum við þurft að flytja til okkar fljótandi súr- efni frá Reykjavík með tilheyr- andi flutningskostnaði. Með þessum nýja búnaði spörum við okkur mikinn flutnings- kostnað og framleiðum súr- efnið hér á staðnum,“ segir Benedikt Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Silfurstjörnunn- ar í Öxarfirði. Fyrirtækið var fyrst íslenskra fiskveldis- stöðva til að kaupa Gazcon búnað frá umhverfislausnafyr- irtækinu Gaia ehf. en það sér- hæfir sig í sölu og uppsetn- ingu á súrefnisframleiðslu- búnaði fyrir fyrirtæki í sjávar- útvegi og öðrum matvælaiðn- aði. Fiskeldisfyrirtækið Silfur- stjarnan framleiðir um 1100 tonn af fiski á ári, bæði lax og bleikju. Yfir 90% fram- leiðslunnar er eldislax en aðal afurðamarkaður Silfur- stjörnunnar er í Bandaríkjun- um. Í framleiðsluferli fyrirtækis- ins er súrefni blandað í vatn- ið sem dælt er í eldiskerin og til þess gerður búnaður hefur fram að þessu verið tengdur við forðatank með fljótandi súrefni. „Súrefnið hefur þurft að flytja til okkar alla leið frá Reykjavík með sérútbúnum bílum og því hefur fylgt mik- ill kostnaður enda um langan veg að fara,“ segir Benedikt en nýi búnaðurinn hefur ver- ið í notkun í nokkrar vikur hjá Silfurstjörnunni. Benedikt segir búnaðinn lofa góðu miðað við þá reynslu sem komin er. Við gangsetningu hans voru viðstaddir fulltrúar framleiðandans, Gazcon A/S í Danmörku. Fjárfesting sem skilar sér hratt til baka Kristján Pétur Hilmarsson, sölustjóri Gaia ehf., segir kerfið í Silfurstjörnunni geta framleitt rösklega 140 rúm- metra af 95% hreinu súrefni á klukkustund. Við kerfið er fullkominn stjórn- og eftirlits- búnaður með flæðimæli, daggarmæli, þrýstingsmæli, hreinleikamæli og fleiru. „Við höfum lagt mikið upp úr að kerfin okkar séu við- haldslítil og skili kaupendum fjárfestingu þeirra til baka á skömmum tíma. Sú hefur líka verið raunin og við erum nokkuð vissir um að það eigi einnig við hjá fiskeldisstöðv- Fulltrúar Gaia ehf. og Gazcon A/S við súrefnisframleiðslubúnaðinn í Silfurstjörn- unni. Frá vinstri; Kristján Pétur Hilmarsson, sölustjóri Gaia ehf., Peter Buchwald, sölustjóri Gazcon A/S, Þórður Ívarsson, þjónustustjóri Gaia ehf., Rögnvaldur Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Gaia ehf. og Bjarne Fogh framkvæmdastjóri Gazcon A/S. www.isfell.is Handfæravörur Ísfell býður fjölbreytt úrval gæðavöru fyrir handfæraveiðarnar: Demparar, girni, gúmmí, nælur með sigurnagla, krókar, sigurnaglar, sökkur og statíf Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.