Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 13

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 13
13 F I S K I Ð N A Ð U R Ár og dagar eru síðan frysti- hús, hannað og byggt frá upp- hafi sem slíkt, hefur risið hér á landi. Því urðu nokkur tíma- mót þegar nýtt fyrirtæki, Mar- meti ehf. í Sandgerði, hóf framleiðslu á ferskum og frosnum fiskafurðum þann 20. febrúar síðastliðinn í nýju há- tæknivæddu vinnsluhúsi sínu. Hér er á ferðinni tæknivædd fiskvinnsla í fremstu röð þar sem markvisst er lagt upp með að halda ferskleika hrá- efnisins í gegnum alla vinnsl- una, tryggja mestu mögulega kælingu og opna þannig með gæðum framleiðslunnar að- gang að vel borgandi afurða- mörkuðum erlendis. „Við getum unnið úr um 8000 tonnum af fiski á ári og miðum vinnsluna fyrst og fremst úr frá vinnslu á þorski, ýsu og kola en við getum í raun tekið flestar afurðir í vinnslu. Afurðirnar eru bæði fersk og fryst flök og hnakkar sem við seljum til að byrja með til Bandaríkjanna og Evr- ópu. Tæknibúnaður okkar við kælingu skapar líka tækifæri á að horfa til enn fjarlægari markaða og það munum við gera. Í þessu verkefni höfum við frá upphafi hugsað út fyrir kassann, ef svo má segja og ætlum okkur að vera í fremstu röð í hráefnismeð- ferð, vinnslutækni og mark- aðsmálum,“ segir Rúnar Sigur- vinsson, framkvæmdastjóri Marmetis. Framkvæmdir við vinnslu- hús Marmetis í Sandgerði hóf- ust þann 13. apríl á síðasta ári þegar barnabarn og alnafni eigandans, Örn Erlingsson, tók fyrstu skóflustunguna. Í aðdraganda verkefnsins var gerður var gerður svokallaður ívilnunarsamningur við at- vinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið en tilgangur slíkra samninga er að liðka fyrir ný- sköpun og uppbyggingu í at- vinnulífinu. Marmeti er í eigu sömu aðila og gera út bátinn Örn KE en allur afli hans verður unninn hjá fyrirtækinu. Annað hráefni verður fengið af fiskmörkuðum eða í bein- um samningum við útgerðir. „Markmiðið er að vinna sem mest í ferskar afurðir en hér erum við staðsettir rétt við höfnina í Sandgerði, skammt frá lönunaraðstöðu og fisk- markaðnum. Stutt er á Kefla- víkurflugvöll og við erum því í kjöraðstöðu bæði gagnvart hráefnisöflun og afsetningu afurða á erlenda markaði,“ segir Rúnar. Við hönnun vinnslunnar í Marmeti og val á tæknibúnaði var sérstaklega horft til mögu- leika til kælingar á hráefninu Marmeti í Sandgerði tekur í notkun nýtt fiskvinnsluhús Mynd: Axel Jón Fjeldsted

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.