Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 32

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 32
32 V E I Ð A R F Æ R A R A N N S Ó K N I R Útgefnum veiðileyf- um fjölgar á ný Fiskistofa gaf í fyrra út 1253 veiðileyfi og fjölgaði því út- gefnum veiðileyfum annað ár- ið í röð eftir fækkun árin þar á undan. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflum úr starfs- skýrslu fiskistofu fyrir árið 2012 varð bæði fjölgun leyfa í aflamarksskipum og flokki krókaflamarksbáta. „Grásleppuveiðileyfum fækkaði á síðasta ári eftir fjölgun leyfa undangengin fjögur ár, en það helgast að öllum líkindum af markaðs- aðstæðum. Nú voru heimilað- ar veiðar á innfjarðarrækju í Ísafjarðardjúpi eftir átta ára hlé og þess vegna fjölgaði leyfum til veiða á innfjarðar- rækju. Útgefnum leyfum til strandveiða og leyfum til síld- veiða í vörpu fjölgaði mjög en fjölgun síldarvörpuleyfa stafar líklega af því að slíkt leyfi jók möguleika til að veiða makríl á svæðum sem eru lokuð öðrum veiðarfær- um,“ segir í starfsskýrslu Fiskistofu. S J Ó S Ó K N stjórntæki til að sporna við veiðum á smáum fiski. Ólafur segist þeirrar skoðunar að þær þjóni ekki tilgangi sín- um. „Með því er ég ekki að segja að reglugerðir um möskvastærðir séu tilgangs- lausar en að mínu mati þarf að horfa til möskvastærðar í samhengi við marga aðra þætti. Sverleiki á garninu skiptir máli, breiddin á pok- anum, hönnun vörpunnar virðist líka skipta máli. Með öðrum orðum eru það margir þættir sem hafa áhrif á kjör- hæfni veiðarfæra og þess vegna er að mínu mati til- gangslítið að ætla að ná tök- um á þessum þætti eingöngu með reglugerðum um möskva stærð. Að mínu mati þurfum við að ná lengra og þekkja betur hvað hefur áhrif á kjörhæfni veiðarfæra.“ Stærri beita gefur stærri fisk Eins og áður segir eru rann- sóknir á kjörhæfni í línuveið- um einnig verið á borði Ólafs Arnars og samstarfsfélaga hans hjá Hafrannsóknastofn- uninni. Meðal þess sem hefur verið skoðað er hver áhrif eru af mismunandi stórri beitu og krókum. „Okkar skoðun á þessu at- riði leiddi í ljós að yfirleitt var fylgni á milli stærri beitu og meiri afla af stærri fiski, sér- staklega á veiðislóð þar sem var blandaður fiskur. Hin hliðin á þessu er sú að veru- legt veiðist af undirmálsfiski með smárri beitu. Þetta kem- ur fæstum sjómönnum á óvart en við erum með þessu að slá máli á gömul sannindi. Í þessari rannsókn gerðum við líka tilraun í Faxaflóa þar sem var hærra hlutfall af stórum fiski og þar reyndist þorskurinn taka jafnt minni og stærri beituna. Þetta er því ekki algilt, frekar en svo margt annað sem snýr að veiðarfærum og fiskveiðum en samt er niðurstaðan sú að stærri beita virðist almennt gefa stærri fisk og meiri afla á línuveiðunum.“ segir Ólafur og telur miklu skipta að áhersla verði á veiðarfæra- rannsóknir hér á landi. „Veiðarfærarannsóknir eru mikilsverður hluti af þróun fiskveiðanna hér á landi og þáttur í aukinni þekkingar- uppbyggingu í íslenskum sjávarútvegi.“ Brugðið á leik á togdekkinu á togaranum Örfirisey. Ólafur Arnar telur að reglu- gerðir um möskvastæðir þjóni ekki tilgangi sínum sem aðal stjórntæki gagnvart veiðum á smáum fiski. Taka verði mun fleiri þætti inn í þá mynd.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.