Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 17

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 17
17 M A K R Í L V E I Ð A R stöðvar og smíðaðar voru festingar í hann og tilheyr- andi búnaður. Búnaðurinn sem slíkur kom ágætlega út í fyrra en við vorum reyndar ekki komnir á þann stað þá að vera farnir að selja eða markaðssetja hann. Þetta var áfangi í þróun búnaðarins og í framhaldinu sniðum við af honum ýmsa smærri van- kanta. En nú hefst sala á kerf- inu í vor og við teljum það vera orðið tilbúið til notkun- ar.“ DNG mun einnig fram- leiða nýjar gerðir slítara sem er aukabúnaður við makríl- veiðikerfið. Ekki mikil framleiðsla á þessu ári „Við munum ekki framleiða mörg kerfi á þessu ári heldur tökum við mið af fyrirspurn- um við gerð framleiðsluáætl- unar. Það er hins vegar ljóst að það verður mikill viðbún- aður fyrir makrílveiðarnar næsta sumar. Sumir eru ákveðnari en aðrir í því að taka kerfið frá okkur og við tökum mið af því við áætlanir um framleiðslu,“ segir Krist- ján. Heyrst hefur að yfir 100 bátar fari á makrílveiðar næsta sumar. Ljóst er því að markaður fyrir makrílveiði- kerfi DNG er stór þegar litið er til þess að 5 stöðvar eru að jafnaði í hverjum bát. Kristján segir að makríl- veiðar fari fram með svipuð- um hætti í nágrannalöndun- um og telur hann möguleika á markaðssetningu á nýja búnaðinum erlendis. Írar, Skotar og Norðmenn séu stórir í makrílveiðum og DNG selur töluvert af handfærarúll- um til þessara landa. Einnig eru stundaðar makrílveiðar í Kanada. Makrílkerfið frá DNG er sniðið að litlu bátunum og er mikill hugur í smábátasjó- mönnum fyrir komandi vertíð. Kælismiðjan Frost ehf. | Fjölnisgata 4b Akureyri | Lyngás 20 Garðabær | Sími: 464 9400 | frost@frost.is Kældar kveðjur til Marmetis í Sandgerði! Starfsmenn Kælismiðjunnar Frosts óska Marmeti í Sandgerði til lukku með glæsilegt frystihús þar sem lögð er áhersla á að halda ferskleika hráefnisins í gegnum alla vinnsluna. Kælismiðjan Frost veitir fjölbreytta þjónustu í öllu sem viðkemur kæli- og frystikerfum og hefur hannað og sett upp slík kerfi fyrir flestar stærri fiskvinnslur landsins svo og fyrir fjölda fiskiskipa.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.