Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 23

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 23
23 „Útlitið er ekki björgulegt og engin merki um að ástandið lagist í bráð. En við vonum það besta og ég er þokkalega bjartsýnn og hef enga ástæðu til annars,“ segir Jón Guð- bjartsson stjórnarformaður í rækjuverksmiðjunni Kampa á Ísafirði. Jón segir að veiði hafi ver- ið léleg á miðunum við Ís- land og almennt líka í Norðu- Íshafinu undanfarið og að auki hafi illa gengið að fá keypta iðnaðarrækju. Verk- smiðjur séu því í hægagangi sem stendur og eða jafnvel stopp. Aukin þorskveiði í Barentshafi geri að verkum að margir togarar hafi snúið sér að veiðum þar. „Maður er auðvitað smeykur og veit ekki hvernig mál þróast. Á meðan sýna menn varkárni,“ segir Jón. Hann nefnir að rækjuverk- smiðjum hafi fækkað á Ís- landi á liðnum árum og það hafi bjargað því sem bjargað verður fyrir þær sem eftir eru. Færri séu þá um það hráefni sem til boða standi. „Verk- smiðjurnar eru sveltar, hrá- efnið er ekki nægilegt þannig að það er rólegt yfir þessu.“ Jón segir að verksmiðjan á Ísafirði hafi afkastagetu til að vinna úr öllu því hráefni sem til ráðstöfunar er. Markaðir hafa styrkst að undanförun og afurðaverð verið á uppleið. Sem Jón seg- ir vissulega ánægjulegt. Þá hafa nýlega borist pantanir bæði frá Spáni og Frakklandi og segir hann að greinilega hafi aðrir markaðir brugðist fyrir leitað sé úr þeirri áttinni til Íslands. „En við brosum bara við því,“ segir hann. Í Arnarfirði var úthlutað 450 tonna kvóta og hafa fjórir bátar stundað veiðar þar. Rann- sóknarleiðangrar voru farnir bæði í des- ember og svo aftur í febrúar til að kanna ástand rækjustofnsins í innanverðu Djúpinu og er beðið eftir niðurstöðum Hafrann- sóknastofnunar um hvort veiðar verði leyfðar í öllu Ísafjarðardjúpi. Niðurstöður munu liggja fyrir fljótlega. Hráefnisöflun í íslenskum rækjuiðnaði er orðin mjög erfið. R Æ K J U V I N N S L A Jón Guðbjartsson stjórnarformaður Kampa á Ísafirði: Ótryggt ástand og á meðan sýna menn varkárni Veiðar leyfðar öllu í Ísafjarðardjúpi?

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.