Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 22

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 22
soðna rækju í skel hafa verið sterkir og því leitt af sér minna magn af rækju frá frystitogurum sem kemur til endurvinnslu í landi, auk þess sem færri skip stunda nú rækjuveiðar en áður var.“ Neikvæð áhrif á sókn á heimamiðum Hann bætir við að því miður sé einnig mikil hætta á að álagning veiðigjalds muni hafa verulega neikvæð áhrif á sókn á heimamiðum og það geri rækjuveiðar enn erfiðari en nú. „Ég sé ekki að vinnsl- urnar geti tekið við þessum viðbótarkostnaði með hækk- un á hráefnisverði auk þess sem há álagning veiðigjalds á grálúðu mun gera útgerðum enn erfiðara fyrir með nýt- ingu á grálúðu sem meðafla, en hún hefur á undanförnum árum í raun skapað forsendur fyrir rækjuveiðum. „Álagning veiðigjalds gerir veiðarnar ekki eins vænlegar og annars myndi verða og gæti haft nei- kvæð áhrif á sókn á heima- miðum,“ segir hann. Blikur á lofti Ástand á afurðamörkuðum hefur verið þokkalegt undan- farin misseri en þó heldur versnað að undanförnu. Lítið hráefnisframboð hefur leitt til þess að hráefnisverð hefur verið hátt, en afurðaverð aft- ur á móti heldur verið hnign- andi að sögn Gunnlaugs. „Það eru blikur á lofti,“ segir hann og nefnir að aukin sam- keppni sé inn á Evrópumark- að frá vinnslum á austur- strönd Kanada og þá hafi á liðnum árum gætt samdráttar í smásölu á Bretalandsmark- aði sem lengst af hafi verið mikilvægasti markaður Ís- lendinga fyrir rækjuafurðir. „Og það er auðvitað verulegt áhyggjuefni,“ segir Gunnlaug- ur. „Áhugi hér innanlands á veiðum er í augnablikinu heldur aukinn vegna hins háa hráefnisverðs og lækkandi verðs á bolfiski, en undirliggj- andi þrýstingur er samt á hrá- efnisverð rækju vegna versn- andi stöðu á afurðamarkaði.“ Meginuppistaðan í hráefnisöflun íslenskra rækjuverksmiðja er innflutt sjófryst iðn- aðarrækja, en verulega dró úr innflutningi á milli áranna 2011 og 2012. R Æ K J U V I N N S L A 22

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.