Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 28

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 28
28 „Ásókn í nám hefur verið að aukast að undanförnu sem er að sjálfsögðu mjög jákvætt fyrir greinina. Það er mjög mikilvægt fyrir viðhald þekk- ingar í greininni að fleiri leggi netagerðarnám fyrir sig,“ seg- ir Lárus Þór Pálmason, fag- stjóri netagerðar hjá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja en nú um stundir eru 7 fjarnemar í netagerðarnámi, þar af einn starfandi hjá dótturfyrirtæki Hampiðjunnar í Litháen. Hluta af netagerðarnámi geta nemendur tekið í fram- haldsskólum í sinni heima- byggð en síðan eru fagbók- legar greinar kenndar með fjarkennslu frá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Hluti af netagerðarnámi er kominn inn í Fisktækniskóla Íslands í Grindavík og í framtíðinni er ætlunin að kennsla í greinum fagsins flytjist þangað yfir að fullu. „Þrír af þeim sem nú eru í náminu eru stýrimenn útskrif- aðir frá Skipstjórnarskólanum og þeir eru bæði að auka við sinn þekkingargrunn í starfi en væntanlega að horfa til þess í leiðinni að geta átt möguleika á þessu starfi ef þeir kjósa að hætta á sjónum og fara að vinna í landi. Allt eru þetta nemendur sem eru í fullu starfi samhliða námi en hafa lokið grunnfögunum í sínu skipstjórnarnámi. Síðan eru líka hjá okkur nemendur sem eru starfandi á netagerð- arverkstæðunum og eru þá að búa sig undir að fara í sveins- próf í faginu,“ segir Lárus Þór. Námskrá í netagerð í endurskoðun Reynsla af sjómennsku segir Lárus Þór að sé mikils virði í starfi netagerðarmannsins og nú er einmitt unnið að endur- skoðun námskrár netagerðar þar sem hugmyndir eru um Reglubundið eru haldnar veiðarfæraráðstefnur á vegum Hampiðjunnar í Hirtshals í Danmörku þar sem íslenskir fulltrúar eru meðal þátttakenda, auk annarra víða að úr heiminum. Á þessum viðburðum bera menn saman bækur um veiðarfæri og skoða nýjungar í þar til gerðum prófunartönkum, líkt og hér má sjá. Framtíðartækifæri fyrir ungt fólk í netagerð -­segir­Lárus­Þór­Pálmason,­fagstjóri­netagerðar­hjá­Fjölbrautaskóla­Suðurnesja N E T A G E R Ð Nú eru um 140 starfsmenn í netagerð hér á landi. Með breyttu útgerðarformi á síðustu árum og hagræðingu í rekstri neta- gerða hefur störfum í netagerð fækkað frá því þau voru flest.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.