Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 15
15
F I S K I Ð N A Ð U R
alla leið í gegnum ferilinn.
Þannig er til að mynda notað
kælt vatn á flökunarvélum og
vinnslulínum og nýjasta gerð
af frysti sem kemur frá Frigor
Scandia er bæði búinn frysti-
línu og í kælihluta eru afurð-
irnar yfirborðsfrystar sem gef-
ur þeim aukinn „líftíma“ á
leið til neytenda. „Þessi tækni
gefur okkur færi á að sækja á
nýja og fjarlægari markaði
með fersku afurðirnar eða
nýta skipaflutninga í meira
mæli í útflutningnum. En um-
fram allt er markmið okkar að
tryggja stöðu fyrirtækisins
með hágæða afurðum, byggð-
um á hátæknivinnslu,“ segir
Rúnar.
Aðal verktaki við byggingu
vinnsluhúss Marmetis var
Bragi Guðmundsson ehf. í
Garði en húsið er steypt með
límtrésþaki frá Límtré hf. Fyr-
irtækið SI raflagnir í Reykja-
nesbæ annaðist raflagnir og
OSN ehf. í Reykjanesbæ hafði
með pípulagnir að gera.
Flæðilína, flokkari, handflök-
unarkerfi og Innova hugbún-
aður eru frá Marel hf., flökun-
arvélar frá Gullmolum ehf. í
Hafnarfirði og frystikerfi frá
Kælismiðjunni Frosti hf. Frá
fyrirtækinu DIS var keypt
sjálfvirkt sótthreinsikerfi fyrir
vinnslusalinn. Hönnun húss-
ins og verkeftirlit var í hönd-
um verkfræðistofunnar Verk-
máttar í Garði.
Marmeti mun bæði nýta sér flug og skip til flutnings afurða á erlenda markaði. Mynd: Axel Jón Fjeldsted
Lausnin
er hjá okkur
Frá veiðum til neytanda
marel.is
Til hamingju
Marmeti og Sandgerði
Við óskum Marmeti og Sandgerði til hamingju með nýtt hátæknifrystihús
og vinnslukerfi samsett af m.a flæðilínu, flokkurum og Innova
framleiðsluhugbúnaði frá Marel.
Við hönnun vinnslukerfisins var hagkvæmni og skilvirkni í vinnslu á
sjávarafurðum höfð að leiðarljósi – með það að markmiði að skila auknum
verðmætum til neytenda og samfélagsins.