Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 19

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 19
S K I P A S M Í Ð A R „Við hjá Navis skynjum að innan innan útgerðarinnar velta menn því fyrir sér hvað hagkvæmast sé að gera. Þess vegna erum við núna langt komnir með hönnun að eigin frumkvæði á 55 metra löngum ísfisktogara og erum einnig farnir að huga að teikningu á línuskipi. Stíflan í þessu mun bresta fyrr eða síðar.“ Mesti ávinningurinn með nýsmíði Af langri reynslu á þessu sviði þekkir hann að útgerð gamalla skipa er óhagkvæm, viðhaldskostnaður hár, olíu- eyðsla mikil og fyrirkomulag ekki eins og nútíminn krefst. „Íslendingar urðu frægir fyrir það á sínum tíma að taka gömul skip og endur- byggja þau og reyna þannig að gera þau samtímalegri. Hugmyndaauðgi manna var mikil á þessu breytingaskeiði og breyttu menn skipum m.a. í annað útgerðarform en það form sem skipið átti upphaf- lega að gegna því það var hagkvæmara. Þannig voru margir ísfisktogarar teknir og þeim breytt í vinnsluskip, en nú erum við að byrja að upp- lifa að menn eru að fara til baka þ.e. breyta þessum gömlu vinnsluskipum aftur í ferskfiskskip. Þetta er ekki já- kvæð þróun, það er augljóst,“ segir Bjarni og bendir á að í ískfisktogaranum sem Navis er nú með á teikniborðinu sé útfærslan samkvæmt útgerð- arforminu í dag. Áhersla er lögð á meðferð aflans allt frá því hann kemur um borð og þar til honum er landað til vinnslu enda aðaláherslan í dag að fiskurinn komi sem ferskastur að landi. „Útgerð- arform er nú þannig að skip- in fara út og sækja það sem hentar vinnslunni. Þetta er ekki eins og var þegar skipin fóru á miðin og kapphlaupið var að ná í fullfermi á innan við 14 dögum. Það sem vinnst við það að byggja nýtt er að útfærsla skipanna verð- ur eftir þeim verkefnum sem þeim er ætlað að sinna og aflinn skilar sér til vinnslunn- ar í landi í hámarksgæðum.“ Aðspurður hvort uppgangs sé að vænta í skipasmíðum hér á landi á allra næstu ár- um í tengslum við endurnýj- un skipastólsins segir Bjarni ljóst að öll nýsmíði stærri skipa verði erlendis. „Mögu- lega verður eitthvað af minni stálskipum smíðuð hér heima en þau stærri verða smíðuð erlendis. Sjávarútvegur hefur um árabil verið einn mikil- vægasta atvinnugreinin á Ís- landi og hefur ástand innan hans mjög víða áhrif út í þjóðfélagið. Áhrifin af þess- um stöðnunartíma má til að mynda sjá í minni faggrein þar sem nánast engin endur- nýjun á sér stað og ekki langt bíða þess að engin eða mjög fáir verði til hér á landi til að vinna þá vinnu sem við hjá Navís erum að vinna í dag. Þá þarf útgerðin að leita út fyrir landsteinana til að fá þessa þjónustu. Navis hefur styrk og þekkingu til að tak- ast á við stærri hönnunar- verkefni og því ekki þörf að flytja slíka vinnu til útlanda - ennþá. Fyrir íslenskan sjávar- útveg skiptir mjög miklu máli að endurnýjun skipanna hefj- ist og það sem allra fyrst.“ segir Bjarni Ásmundsson, skipatæknifræðingur. „Við höfum einfaldlega dregist verulega aftur úr í fjárfestingum innan sjávarútvegsins og þá ekki síst hvað skipastólinn varðar. Nýsmíði íslenskra skipa hefur verið sáralítil á undanförnum árum og ástandið er í raun orðið mjög slæmt, nánast sama til hvaða útgerðarflokks er litið, að smábátum undanskildum.“ Bjarni Ásmundsson, skipatæknifræð- ingur hjá Navis. 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.