Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 29

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 29
29 N E T A G E R Ð að gera starfsreynslu á sjó að hluta námsins. „Að okkar mati er gott að menn fari til sjós og kynnist því í nærmynd, ef svo má segja, hvernig unnið er með veiðarfæri úti á sjó og hvernig þau virka,“ segir Lár- us Þór sem á sæti í fagráði netagerðar og kemur sem slíkur að vinnu við endur- skoðun námskrár. „Námið kemur til með að verða á ýmsa vegu aðlagað almennri þróun í samfélaginu. Til að mynda eru hugmyndir um að taka upp kennslu á Cad-teikniforrit á kostnað hluta áfanga í grunnteikningu en þetta er í takti við það sem víða er notað í iðngreinum,“ segir Lárus Þór en einnig er nú í smíðum ný bók um efni til netagerðar sem á að endur- spegla allt það hráefni sem stendur netagerðarmönnum til boða í dag. „Síðan erum við líka að endurskoða verkfæra- og tækjafræði en síðari ár hafa komið fram mörg ný hjálpar- tæki í netagerð sem ætlað er að létta störfin á netaverk- stæðunum. Við höfum hugsað okkur að taka þennan þátt líka inn í námsgagnavinnuna en hliðstæðan kafla er t.d. að finna í námskrá trésmiða þar sem fjallað er um helstu vélar og verkfæri sem smiðir í dag geta nýtt sér í faginu.“ Tæknin hefur létt störfin Aðspurður segir Lárus Þór að tæknivæðing hafi aukist nokkuð í netagerð. „Sú bylt- ing sem mér finnst vera mest um verð er vélmenni sem fyll- ir á netanálarnar. Veiðarfæra- þjónustan í Grindavík hefur verið með slíka vél í nokkur ár með mjög góðum árangri. Þessi vélbúnaður eykur tals- vert framleiðni hvers starfs- manns enda er áætlað að um 20% vinnutíma netagerðar- manns fari í að fylla á nálar.“ Lárus Þór segir ákveðnar tegundir atvinnusjúkdóma þekktar hjá netagerðarmönn- um t.d. vöðvabólgu í herðum og eymsli í stoðkerfinu. „Í starfinu eru miklar stöður og á mörgum vinnustöðum hafa menn gert tilraunir með stóla. Þær hafa leitt í ljós að svo virðist sem afköstin séu al- mennt svipuð hvort heldur menn sitja eða standa við netagerðina. Það er því verið að huga að ýmsum þáttum sem bæta vinnuaðstöðuna og létta mönnum dagleg störf.“ Meðalaldurinn of hár Síðastliðið sumar var gerð könnun meðal netagerðar- manna á vegum fagráðs í netagerð sem meðal annars leiddi í ljós að meðalaldur í greininni er 52 ár. Lárus Þór segir það nokkuð háan með- alaldur og samkvæmt þessari tölu séu nokkuð margir að nálgast eftirlaunaaldurinn. Æskilegt væri að meðalaldur sé vel undir fimmtugu. „Við höfum verið að benda atvinnurekendum í netagerð á að leggja áherslu á ráðningar á yngra fólki sem líklegt sé til að hafa áhuga á námi í neta- gerð. Það er ein leið að því æskilega marki að bæði lækka meðalaldurinn og auka um leið hlutfall faglærðra netagerðarmanna. Eitt af því sem mun gerast er að það fer að vanta fagmenntaða yfir- menn á verkstæðin þannig að tækifærin fyrir ungt fólk eru talsverð í netagerð í dag. Sjáv- arútvegurinn á mikið undir að netagerðin endurnýi sig því ella flyst þessi starfsgrein meira og minna úr landi og það væri slæmur kostur. Við viljum gjarnan sjá mun fleiri koma inn í netagerðarnám og að mínu mati væri æskilegt að fagfélögin í greininni kæmu inn í þá kynningar- vinnu með okkur,“ segir Lár- us Þór. Í dag eru um 140 starfs- menn í netagerð á Íslandi og hefur fækkað nokkuð frá því sem var á árum áður. Að stórum hluta segir Lárus Þór fækkunina að stærstum hluta til komna vegna sameiningar fyrirtækja í greininni, hagræð- ingar og breytinga í útgerðar- formi. „Skipum hefur fækkað og þau stækkað og þannig er netagerðin sem slík ekki að þjónusta eins marga aðila og á árum áður. Það á sinn þátt í þróuninni í greininni,“ segir Lárus Þór. Áhugasömum um veiði- tækni og veiðarfæragerð má benda á að á Facebook er að finna síðu með titlinum „Veiðitækni og veiðarfæri“ þar sem finna má ýmsan fróð- leik um fagið. Mikils er um vert að fá ungt fólk inn í netagerðina og lækka meðalaldur í greininni. Aukin ásókn í nám er því jákvæð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.