Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 20

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 20
R Æ K J U V I N N S L A Gunnlaugur Sighvatsson framkvæmdastjóri Hólmadrangs um horfur í rækjuiðnaði: Samdráttur blasir við nema ástand úthafs- og innfjarðarstofna batni Gunnlaugur Sighvatsson, framkvæmdastjóri Hólmadrangs, segir að horfur í rækjuiðnaði séu ekki sérlega góðar, síst betri en verið hefur undanfarin ár. Íslenskur rækjuiðnaður hafi þurft að reiða sig að uppistöðu til á innflutt hráefni á undanförnum 15 árum og á þeim tíma hafi miklar breytingar orðið í þessum iðnaði. „Ef ekki kemur til verulega bætt ástand bæði úthafs- og innfjarðarstofna hér við land á komandi vertíðum er ljóst að samdráttur og rekstrarerfiðleikar blasa við rækjuverksmiðjum hérlendis,“ segir hann. Fimm rækjuverksmiðjur hafa verið í fullum rekstri hér á landi, í Grundarfirði, Ísafirði, Hólmavík, Sauðárkróki og Siglufirði og þá er í undir- búningi að vinnsla á Hvammstanga hefjist á ný. 20

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.