Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 31

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 31
31 V E I Ð A R F Æ R A R A N N S Ó K N I R „Þungamiðjan í þessum rannsóknum er svokölluð kjörhæfni veiðarfæranna, þ.e. veiðihæfni þeirra og stærðar- val á fiski. Áhrifaþættir á þetta eru t.d. möskvastæðir, skiljur og aðrar leiðir til að skilja út smáfisk. Við höfum líka skoðað hversu mikið fer af fiski undir botnvörpuna, höfum líka gert tilraunir til að skilja tegundir í vörpunni í tvo poka og ýmislegt fleira. Fyrst og fremst eru þetta rannsóknir á virkni veiðar- færa fremur en nýsköpun en vissulega byggist öll þróun og nýsköpun á vitneskju um hvar menn standa hverju sinni,“ segir Ólafur. Kjörhæfnina þarf að bæta Veiðarfæri hafa í grunninn ekki mikið breyst í áranna rás en Ólafur bendir þó á tals- verða þróun í efnum til veið- arfæragerðar. Hann segir mikilvægt fyrir sjávarútveginn að byggja upp meiri þekk- ingu á virkni veiðarfæra á veiðislóð til að hægt sé að hafa áhrif kjörhæfni þeirra til fiskveiða. „Það hefur komið æ betur í ljós í mælingum hjá okkur að bæta þarf kjörhæfnina. Viðmiðun hjá okkur er að beitt er skyndilokunum veiði- svæða ef hlutfall þorsks undir 55 cm fer yfir 25%. Nýlegar mælingar okkar um borð í stórum togara benda hins vegar til að hærra hlutfall veiðist af þeim smáfiski sem fer inn í botnvörpuna en við höfum mælt á okkar rann- sóknarskipum. Þar af leiðandi kann að vera að samhliða stærri veiðarfærum og breyttri hönnun hafi þetta hlutfall breyst. Að mínu mati er nauðsynlegt að skoða þenn- an þátt betur með rannsókn- um og tilraunum á veiðislóð,“ segir Ólafur og leggur áherslu á að í raun séu aðrir þættir veiðarfærisins sem geti verið áhrifavaldar. Ólafur segir mjög misjafnt eftir tegundum hversu hátt hlutfall af fiski rati inn í vörp- una þegar hún er dregin. „Í leiðangri þar sem við rann- sökuðum þennan þátt sáum við að um helmingur af 55 cm fiski fór undir vörpuna, um 30% af 60-80 cm fiski og um 20% af fiski yfir þessari stærð. Meirihluti af smáþorski fer hins vegar undir en kúrf- an er svolítið öðruvísi í ýs- unni.“ Kostir og gallar við smáfiskaskiljuna Í námi á sínum tíma fékkst Ólafur Arnar við rannsóknir á stærðarvali veiðarfæra og lífs- líkur fisks sem sleppur í gegnum veiðarfæri. Hann segir ríka ástæðu til að beina kastljósinu að þessum þátt- um. „Verndun smáfisks er ekki að ástæðulausu, við viljum að hann komist á legg, auki kyn sitt og viðhaldi veiðistofnin- um á hverjum tíma. Þetta er því grundvallaratriði í heil- brigði fiskveiðanna,“ segir Ólafur. Meðal nýjunga sem komu fram á sínum tíma og beinlínis var ætlað að vernda smáfiskinn var smáfiskaskilj- an. Ólafur segir misjafnar skoðanir á henni. „Smáfiskaskiljan á vissu- lega sínar dökku hliðar en einn af kostum hennar er að það er hærra hlutfall sem fer út úr vörpunni niður við botn. Á skiljusvæðum hafa menn val um skilju eða poka með 155 mm möskvastærð. Með pokanum hafa menn séð t.d. karfa fljótandi um all- an sjó sem hefur sloppið út við yfirborð. Ég óttast að sambærilegt geti verið að ger- ast með aðrar fisktegundir þó það sé ekki sýnilegt. En við sjáum líka ákveðin vandamál við skiljuna, sérstaklega að aflanemar virka illa eða ekki. Þetta getur gert að verkum að menn eru að fá meiri afla í veiðarfærið en þeir óska eftir. Annað atriði sem við heyrum um skiljuna er að sumir telja sig fá verri fisk með henni en þar er komið að öðru sviði en við erum að fást við. En vissulega atriði sem vert er að skoða nánar,“ segir Ólafur. Möskvastærðin ekki stjórntæki ein og sér Reglugerðir um möskvastærð- ir hafa lengi verið helsta „Togveiðarfæri sem notuð eru hér á landi hafa tekið litlum breytingum í eðli sínu í langan tíma. Efnin hafa þó vissulega breyst og batnað en í grunninn eru vörpurnar byggðar upp á sama hátt og verið hefur. Veiðarfærarannsóknir eru mjög mikil- vægur hluti af sjávarútveginum og þó við sinnum þeim á margan hátt ágætlega þá vitum við engu að síður ekki nógu mikið um þætti eins og kjörhæfni veiðarfæranna. Það er margt sem bendir til þess í okkar mælingum að hlutfall af smáum fiski hafi farið hækkandi samhliða þróuninni í stærri togveiðarfæri og væri æskilegt að skoða það atriði nánar með prófunum á veiðislóð,“ segir Ólafur Arnar Ingólfsson hjá Hafrannsóknastofnuninni á Ísafirði. Veiðarfærarannsóknir eru aðalverkefnið í hans starfi og segir hann þá fyrst og fremst um að ræða rannsóknir á botnvörpu og línu. Besta leiðin til að treysta þekkingargrunn í veiðarfærarannsóknum er með prófunum á veiðarfærum á veiðislóð. Hér er Ólafur Arnar ásamt samstarfsfólki að mæla aflann.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.