Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 18
S K I P A S M Í Ð A R
„Þetta er í fyrsta skipti sem
starfsmaður frá Navis starfar
utan höfuðstöðvanna og hefur
tekist vel til,“ segir Bjarni Ás-
mundsson, skipatæknifræð-
ingur á Akureyri og starfsmað-
ur ráðgjafarfyrirtækisins Navis
í Hafnarfirði. Bjarni hóf störf
fyrir Navis í maí á síðasta ári
en hann á að baki langan
starfsferil í skipahönnun og
ráðgjöf, bæði hér á landi og
erlendis. „Ég er staðsettur
hér á Akureyri og vinn að
verkefnum sem fyrirtækið sem
heild hefur með höndum hér á
landi og erlendis en því til við-
bótar hefur fallið til talsvert
af verkefnum fyrir aðila hér á
Norður- og Austurlandi. Þar er
bæði um að ræða hefðbundin
verkefni en auk þess ýmis
önnur verkefni s.s. tjónaskoð-
anir og fleira.“
Tilbúnir með nýja hönnun
Stærstur hluti verkefna að
undanförnu hefur verið fyrir
erlenda aðila og hefur Bjarni
meðal annars unnið við skip
sem er verið að smíða í
Taiwan, Rússlandi og í
Króatíu eftir norskri hönnun.
Auk þess er verið að smíða
togara í Japan eftir hönnun
frá Navis en mikil þörf er fyr-
ir smíði fiskiskipa í Japan og
verður áfram næstu árin en
fjöldi fiskiskipa eyðilagðist
eða hvarf þar í landi í jarð-
skjálftum og flóðbylgju árið
2011. Bjarni segir verkefni
Navis í Japan og víðar út um
heim til marks um hvernig
fyrirtækinu hefur tekist að
brúa bilið á meðan samdrátt-
arskeið varir hér heima. Hann
segir það grafalvarlegt að
nánast engin endurnýjun hafi
orðið í skipastólnum hér á
landi í langan tíma. Staðan sé
farin að minna óþægilega
mikið á tímabilið í kringum
1970 þegar segja má að land-
ið hafi verið skuttogaravætt á
skömmum tíma.
„Við höfum einfaldlega
dregist verulega aftur úr í fjár-
festingum innan sjávarútvegs-
ins og þá ekki síst hvað
skipastólinn varðar. Nýsmíði
íslenskra skipa hefur verið
sáralítil á undanförnum árum
og ástandið er í raun orðið
mjög slæmt, nánast sama til
hvaða útgerðarflokks er litið,
að smábátum undanskildum.
Af stærri útgerðarflokkum er
staðan skárst í uppsjávar-
veiðiskipunum en í þeim
flokki eru samt sem áður
nokkur mjög gömul og í raun
úreld skip. Ef við lítum til ná-
grannaþjóðanna er allt annað
uppi á teningnum, mikil end-
urnýjun hefur átt sér stað og
til að mynda í Noregi er í
gangi gífurleg endurnýjun
fiskiskipastólsins,“ segir
Bjarni en að hans mati er
greinilegt að stöðug óvissa
um fyrirkomulag og framtíð
fiskveiðikerfisins sem útgerð-
in starfar eftir hér á landi er
stærsta skýringin á stöðnun-
arskeiði fjárfestinga í sjávarút-
veginum og þar með í ný-
smíði skipa. Hann segir að
útgerðarmenn sjálfir geri sér
fulla grein fyrir þörfinni á að
smíða ný skip en þeir bíða
því óvissan er algjör.
Bjarni Ásmundsson er skipatæknifræðingur og starfsmaður Navis á Akureyri:
Sjaldan verið jafn
mikil þörf fyrir
ný fiskiskip
Tveir stórir togarar eru nú í smíðum eftir teikningum Navis í Japan.
18