Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 27

Ægir - 01.07.2013, Blaðsíða 27
27 F R É T T I RK V Ó T I N N 2 0 1 3 - 2 0 1 4 HB-Grandi og Samherji með 18% af heildinni Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 86% af því aflamarki sem úthlutað er og vex hlutur þeirra um 0,8% á milli ára. Alls fá 488 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða einum fleiri en í fyrra. Sé litið til þeirra sem eru með mesta út- hlutun fær HB Grandi, líkt og í fyrra, mestu úthlutað til sinna skipa eða 11,2% af heildinni, næst kemur Samherji með 6,8% og þá Þorbjörn hf. með 5,5%. Þetta er sama röð efstu fyrirtækja og undanfarin ár, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Vinnslu- stöðin hefur hins vegar færst upp listann frá fyrra ári og er nú í sjötta sæti með 4,2% af heildinni í en var í áttunda sæti í fyrra með 3,81%. Að sama skapi hefur Rammi hf. færst niður um eitt sæti og Skinney Þinganes upp um eitt sæti frá fyrra ári. Úthlutun tíu kvótahæstu fyrirtækjanna er þannig: Þorskígildi Hlutfall HB Grandi hf. 42.657.166 11,2% Samherji hf. 25.843.863 6,8% Þorbjörn hf. 20.830.527 5,5% FISK-Seafood hf. 18.215.212 4,8% Brim hf. 16.866.790 4,4% Vinnslustöðin hf. 16.056.214 4,2% Vísir hf. 15.586.468 4,1% Rammi hf. 14.577.944 3,8% Skinney-Þinganes hf. 14.521.057 3,8% Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. 11.320.167 3,0% Vestmannaeyingar sækja í sig veðrið Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip sem þeim tilheyra fá töluvert mikið meira úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík eða 13,3% af heildinni sam- anborið við 14,2% í fyrra. Næstmest fer til Vestmannaeyja eða 11,2% (0,6% aukning frá í fyrra) og þá til skipa með heimahöfn í Grindavík, eða 8,4% af heildinni (1,1% samdráttur frá fyrra ári). Hlutfall sem fer til skipa hjá hverri höfn fyrir sig breytist í flest- um tilvikum eitthvað, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu og má rekja það til breytinga á þorskígildisstuðlum sem og til- færslu aflahlutdeilda á milli skipa með ólíka heimahöfn. Á eftirtöldum tíu höfnum eru vistuð rösklega 60% aflaheim- ildanna og litlar breytingar hafa orðið á listanum milli ára. Akranes hefur færst upp fyrir Akureyri og Hornafjörður einnig færst upp listann, enda aukið hlutfall sitt úr 3,3% í 4,39%. Þorskígildi Hlutfall Reykjavík 50.664.858 13,28% Vestmannaeyjar 42.770.295 11,21% Grindavík 32.158.977 8,43% Akranes 20.335.921 5,33% Akureyri 19.491.445 5,11% Hornafjörður 16.756.862 4,39% Dalvík 13.450.556 3,53% Rif 11.699.746 3,07% Sauðárkrókur 11.581.745 3,04% Grenivík 11.311.029 2,97% 60,36% Brimnes RE fær toppsætið Eins og áður segir fá 627 skip úthlutað aflamarki í upphafi fisk- veiðiársins. Fyrsta sætið á lista togaranna tekur nú togarinn Kvótinn 2013-2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.