Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2013, Síða 27

Ægir - 01.07.2013, Síða 27
27 F R É T T I RK V Ó T I N N 2 0 1 3 - 2 0 1 4 HB-Grandi og Samherji með 18% af heildinni Fimmtíu stærstu fyrirtækin fá úthlutað sem nemur um 86% af því aflamarki sem úthlutað er og vex hlutur þeirra um 0,8% á milli ára. Alls fá 488 fyrirtæki eða lögaðilar úthlutað nú eða einum fleiri en í fyrra. Sé litið til þeirra sem eru með mesta út- hlutun fær HB Grandi, líkt og í fyrra, mestu úthlutað til sinna skipa eða 11,2% af heildinni, næst kemur Samherji með 6,8% og þá Þorbjörn hf. með 5,5%. Þetta er sama röð efstu fyrirtækja og undanfarin ár, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Vinnslu- stöðin hefur hins vegar færst upp listann frá fyrra ári og er nú í sjötta sæti með 4,2% af heildinni í en var í áttunda sæti í fyrra með 3,81%. Að sama skapi hefur Rammi hf. færst niður um eitt sæti og Skinney Þinganes upp um eitt sæti frá fyrra ári. Úthlutun tíu kvótahæstu fyrirtækjanna er þannig: Þorskígildi Hlutfall HB Grandi hf. 42.657.166 11,2% Samherji hf. 25.843.863 6,8% Þorbjörn hf. 20.830.527 5,5% FISK-Seafood hf. 18.215.212 4,8% Brim hf. 16.866.790 4,4% Vinnslustöðin hf. 16.056.214 4,2% Vísir hf. 15.586.468 4,1% Rammi hf. 14.577.944 3,8% Skinney-Þinganes hf. 14.521.057 3,8% Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf. 11.320.167 3,0% Vestmannaeyingar sækja í sig veðrið Þrjár heimahafnir skera sig úr eins og undanfarin ár með að skip sem þeim tilheyra fá töluvert mikið meira úthlutað í þorskígildum talið en þær hafnir sem á eftir koma. Mest fer til skipa með heimahöfn í Reykjavík eða 13,3% af heildinni sam- anborið við 14,2% í fyrra. Næstmest fer til Vestmannaeyja eða 11,2% (0,6% aukning frá í fyrra) og þá til skipa með heimahöfn í Grindavík, eða 8,4% af heildinni (1,1% samdráttur frá fyrra ári). Hlutfall sem fer til skipa hjá hverri höfn fyrir sig breytist í flest- um tilvikum eitthvað, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu og má rekja það til breytinga á þorskígildisstuðlum sem og til- færslu aflahlutdeilda á milli skipa með ólíka heimahöfn. Á eftirtöldum tíu höfnum eru vistuð rösklega 60% aflaheim- ildanna og litlar breytingar hafa orðið á listanum milli ára. Akranes hefur færst upp fyrir Akureyri og Hornafjörður einnig færst upp listann, enda aukið hlutfall sitt úr 3,3% í 4,39%. Þorskígildi Hlutfall Reykjavík 50.664.858 13,28% Vestmannaeyjar 42.770.295 11,21% Grindavík 32.158.977 8,43% Akranes 20.335.921 5,33% Akureyri 19.491.445 5,11% Hornafjörður 16.756.862 4,39% Dalvík 13.450.556 3,53% Rif 11.699.746 3,07% Sauðárkrókur 11.581.745 3,04% Grenivík 11.311.029 2,97% 60,36% Brimnes RE fær toppsætið Eins og áður segir fá 627 skip úthlutað aflamarki í upphafi fisk- veiðiársins. Fyrsta sætið á lista togaranna tekur nú togarinn Kvótinn 2013-2014

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.