Ægir - 01.01.2012, Qupperneq 11
en miðlægu röðina vantar. Náskata getur orðið 120 cm löng.
Hún veiðist einkum undan sunnanverðu landinu og hefur
fengist á 30-1465 m dýpi sennilega heldur hún sig mest á um
100-500 m.
Vogmær, Trachipterus arcticus
Minna fréttist af vogmeyjum reknum á fjörur en síðustu ár,
kann að vera að það þyki ekki fréttnæmt lengur. Þó fréttist af
vogmeyjum á Ströndum og þær komu í þorskanet við Tjörnes
og í Þistilfirði. Í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar veiddist
vogmær aðallega á djúpslóð fyrir Suðvestur- og Vesturlandi.
Sníkir, Echiodon drummondii
Einn sníkir veiddist í leiðangri í mars á 150 m dýpi suðvest-
ur úr Surtsey. Sníkir er mjósleginn botnfiskur sem verður mest
um 30 cm langur. Hann lifir á 120-300 m dýpi og hér við land
hefur hann eingöngu veiðst í hlýja sjónum undan Suðurlandi.
Talið er að sníkir, einkum ungviðið, noti sæbjúgu sem dvalar-
stað á daginn en yfirgefi þau og leiti sér fæðu á nóttunni.
Svartskoltur, Brotulotaenia crassa
Þrír fiskar af þessari tegund bárust Hafrannsóknastofnun ár-
ið 2010. Tveir þeirra veiddust í flotvörpu á úthafskarfaslóð,
Þerney RE veiddi einn í lok maí (61°46’ N - 29°11’ V) og Helga
María AK annan í byrjun júní (61°55’ N - 29°17´V). Þann þriðja
fékk Höfrungur III í botnvörpu í lok maí á grálúðuslóðinni
vestur af Víkurál (65°40’ N - 28°16’ V). Það vantaði aftan á einn
fiskinn, en hinir tveir voru 76 og 89 cm langir.
Drumbur, Thalassobathia pelagica
Þerney RE veiddi 31 cm langan drumb á úthafskarfaslóðinni
suðvestur af Reykjanesi í lok maí. Í mars veiddist annar í Fax-
adjúpi í leiðangri Hafrannsóknastofnunar, hann var 21 cm á
lengd.
Fjólumóri, Antimora rostrata
Þorleifur EA fékk 63 cm langan fjólumóra í þorskanet við
Grímsey (66°32.1’ N; 17°47.5´V). Fjólumóri veiðist öðru hvoru
undan suður og vesturströnd Íslands, en er sjaldgæfur fyrir
norðan og austan land. Hann er miðsævis-, botn- og djúpfiskur
sem veiðst hefur á 350-3000 m dýpi.
Litla brosma, Phycis blennoides
Siggi Gísla EA fékk 65 cm langa litlu brosmu á línu á Kol-
beinseyjarhrygg (66°48’ N; 18°30´V) í janúar og Þorleifur EA
veiddi aðra í þorskanet við Grímsey (66°28’ N; 17°46´V) í
febrúar. Hún var 68 cm löng. Litla brosma er nokkuð algeng á
djúpmiðum suðaustan-, sunnan- og suðvestanlands. Hún hefur
veiðst áður við Grímsey, en er sjaldséð undan Norðurlandi og
einnig Austfjörðum.
Lýr, Pollachius pollachius
Sigurfari GK fékk um 100 cm langan lý í dragnót út af Hafn-
arbergi í febrúar. Fleiri hafa þó veiðst, því alls var landað um
500 kg af þessari tegund árið 2010.
Kjáni, Chaunax suttkusi
Í mars veiddi Arnar HU kjána í botnvörpu á 538-544 m dýpi
á suðvestur af Eldey (Melsekkur, 63°13’ N; 25°24’ V). Alls er
vitað um 10 kjána sem veiðst hafa á Íslandsmiðum, á svæðinu
frá Sneiðinni suður af Vestmannaeyjum vestur á svæðið djúpt
suðvestan Eldeyjar og norður á karfaslóð djúpt undan Snæfells-
nesi. Þessir fiskar veiddust á 300-900 m, flestir á 400-600 m
dýpi.
Rauðgreifi, Gyrinomimus sp. n. R
Í júlí 2010 fékk Guðmundur í Nesi RE 45 cm langan rauð-
greifa í botnvörpu á 1100-1200 m dýpi grálúðuslóðinni (65°29’
N: 28°46’ V). Rauðgreifinn er af ætt sægreifa, en þetta er mjög
sjaldgæf tegund í heimshöfunum og fá eintök til á söfnum.
Þetta er fjórði sægreifinn sem sjómenn hafa komið með á Haf-
rannsóknastofnun og er afar merkilegur fengur. Allir hafa þess-
ir rauðgreifar veiðst á 1000-1300 m dýpi á grálúðuslóðinni vest-
ur af Víkurál.
Rauðskinni, Barbourisia rufa
Brimnes RE fékk rauðskinna í botnvörpu á Hampiðjutorginu
(65°40’ N; 28°18’ V) í mars. Rauðskinni er ættingi rauðgreifans,
en er nokkuð algengari tegund. Hér við land hefur hann fyrst
og fremst veiðst í flotvörpu á úthafskarfaslóðinni, en þetta er
sjötti fiskurinn sem vitað er um að hafi fengist í botntroll á grá-
lúðumiðum vestur af landinu.
Dökksilfri, Diretmichthys parini
Í maí veiddi Höfrungur III AK einn dökksilfra í botnvörpu á
970 m dýpi á Hampiðjutorgi (65°40’ N - 28°16’ V).
Rauðserkur, Beryx decadactylus
Bergey VE fékk í október 53 cm langan rauðserk í botn-
vörpu á Sneiðinni suðvestur af Surtsey (63°15’ N; 20°10’ V).
Fagurserkur, Beryx splendens
Arnar HU veiddi fagurserk í botnvörpu á 538-544 m dýpi
suðvestur af Eldey (Melsekkur, 63°13’ N; 25°24’ V) í mars. Hér
við land hefur fagurserkur einkum veiðst á svæðinu frá Litla-
djúpi undan Suðausturlandi, suður og vestur á grálúðuslóð
vestan Víkuráls. Fagurserkur er botn- og djúpfiskur sem veiðst
hefur á 128-816 dýpi á Íslandsmiðum en er sennilega algeng-
astur á 400-800 m dýpi. Hann hefur veiðst allt niður á 1300 m
dýpi.
Brynstirtla, Trachurus trachurus
Frá júlí og fram í nóvember varð brynstirtlu vart á Íslands-
miðum, einkum á Íslands-Færeyjahrygg, en einnig fyrir sunnan
og vestan land.
Stóri bramafiskur, Brama brama
Líkt og undanfarin ár fréttist nokkuð af stóra bramafiski við
Ísland. Einkum veiddist hann við sunnanvert landið, frá Skerja-
djúpi og austur á Íslands-Færeyjahrygg, en einnig veiddist einn
í Húnaflóa. Alls var landað um 50 kg af þessari tegund á árinu.
Jeffreys kýtlingur, Buena jeffreysii
Við rannsóknir í svonefndu togararalli í mars 2010 komu
sex jeffreys kýtlingar úr maga þorsks á Eldeyjarbanka. Þessir
fiskar voru 3-4 cm á lengd, en stærst verður tegundin einungis
um 6 cm löng. Hér við land höfðu seiði jeffreys kýtlings fund-
Svartskoltur sem Þerney RE veiddi á úthafskarfaslóð árið 2010.
Jeffreys kýtlingur sem kom úr þorskmaga á Eldeyjarbanka.
Rauðgreifi sem Guðmundur í Nesi RE fékk í botnvörpu á grálúðuslóðinni.
S J A L D G Æ F I R F I S K A R
11