Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2012, Side 12

Ægir - 01.01.2012, Side 12
12 ist frá Eystrahorni suður um til Breiðafjarðar, en fullorðnir fisk- ar höfðu ekki fundist fyrr en nú. Þessi smávaxni kýtlingur er botnfiskur sem heldur sig mest á 25-125 m dýpi. Svarthveðnir, Centrolophus niger Svarthveðnis varð vart við landið, líkt og undanfarin ár. Mest varð vart við hann undan Suðvesturlandi, en einnig und- an Suðausturlandi þar sem Börkur NK veiddi einn 41 cm lang- an í flotvörpu. Bretahveðnir, Schedophilus medusophagus All nokkrir bretahveðnar veiddust á árinu, einkum undan suðausturströnd landsins, en einnig á Reykjaneshrygg. Dílakjafta, Lepidorhombus boschii Þessi tegund hefur nýlega tekið sér búfestu við Ísland, en fyrstu fiskarnir sem vitað er um hér við land veiddust árið 2008. Til þessa hefur einungis fréttst af dílakjöftu í humarleið- angri Hafrannsóknastofnunar, en í þeim leiðangri hefur hún veiðst á 136-279 m dýpi á Reykjanesgrunni, Selvogsbanka, suð- ur af Surtsey, í Háfadjúpi og Skeiðarárdjúpi. Alls hafa veiðst 15 fiskar, 21-39 cm á lengd. Gera má ráð fyrir að dílakjafta slæðist með í afla humarbáta og væri fróðlegt ef þeir létu vita ef þeir rekast á “skrýtna” stórkjöftu. Dílakjafta er með mun styttri trjónu og með fjóra áberandi svarta bletti aftarlega á bak- og raufarugga. Tunglfiskur, Mola mola Það fréttist af þremur tunglfiskum á árinu. Í lok júní fékk Kap VE um eins metra langann tunglfisk í flottroll suðvestur af Reykjanesi og í lok júlí fannst annar álíka stór rekinn á fjörur í Mýrdal. Með þann þriðja var komið með til Hafrannsóknastofn- unar, en þeir sem tóku á móti honum láðist að taka niður nafn þess sem kom með gripinn og upplýsingar um veiðistað. Er hér með auglýst eftir þeim góða manni og hann beðinn að hafa samband við greinarhöfund. Ýmsar forvitnilegar tegundir veiddust í leiðöngrum Hafrann- sóknastofnunar. Í haustralli, sem farið er umhverfis land bæði djúpt og grunnt, voru þessar helstar: Digurnefur (Hydrolagus mirabilis), langnefur (Harriotta raleighana), hvítnefur (Hy- drolagus pallidus), grænlandsnaggur (Nansenia groenlandica), kryppuangi (Platytroctes apus), kjálkastirnir (Gonostoma elon- gatum), broddatanni (Borostomias antarcticus), marsnákur (Stomias boa ferox), kolskeggur (Trigonolampa miriceps), kol- bíldur (Malacosteus niger), uggi (Scopelosaurus lepidus), trjónuhali (Caelorinchus caelorhincus), mjóhali (Coryphaenoi- des brevibarbis), svartdjöfull (Melanocetus johnsonii), svart- hyrna (Oneirodes eschrichtii), bjúgtanni (Anoplogaster cor- nuta), ennisfiskur (Platyberyx opalescens), grænlandsmjóri (Lycodes adolfi), djúpmjóri (Lycodes terraenovae) og gleypir (Chiasmodon harteli). Úr öðrum leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar veiddust t.d. þessar tegundir: Stuttnefur (Hydrolagus affinis), hvítaskata (Raja lintea), drumbur (Thalassobathia pelagica), bletta (Gai- dropsarus vulgaris), ljóskjafta (Ciliata septentrionalis), rósafisk- ur (Rhodichthys regina), brynstirtla (Trachurus trachurus), guli brandáll (Gymnelus retrodorsalis), álbrosma (Lycenchelys mu- raena), aurláki (Lycodonus flagellicauda), kambhríslungur (Chirolophis ascanii), fuðriskill (Icelus bicornis), flekkjaglitnir (Callionymus maculatus), skrautglitnir (Callionymus lyra), og litli flóki (Phrynorhombus norvegicus). Helstu heimildir Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. 2006. Íslenskir fiskar. Edda, Reykjavík. 336 bls. Cohen, D.M., T. Inada, T. Iwamoto & N. Scialabba. 1990. FAO species catalogue. Vol. 10. Gadiform fishes of the world (Order Gadiformes). An annota- ted and illustrated catalogue of cods, hakes, grenadiers and other gadiform fishes known to date. FAO Fisheries Synopsis. No. 125, Vol. 10. Rome, FAO. 1990, 442 bls. S J A L D G Æ F I R F I S K A R Tunglfiskur sem veiddist árið 2010.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.