Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 16
Tímarit Máls og menningar til klassískrar heiðríkju sem og í þeim hugsjónum sem minnst var á hér að ofan og Wilhelm Meister og Fást eru fulltrúar fyrir, en þó er ekki laust við að Werther gangi á vissan hátt aftur í aðalpersónu leikritsins Torquato Tasso, þó innan hæfilegra marka, enda var Tasso og léð, eins og Goethe, sú náðargáfa að geta sagt hug sinn er aðra setur hljóða í kvöl sinni, eins og það heitir í fleygum línum. I lífi sínu má einnig segja að Goethe hafi fjarlægst hinn verkfælna og þjóðfélagslega utangátta Werther heldur betur er hann gerist ráðherra, leikhússtjóri og leyndarráð með meiru hjá Karli Agústi hertoga í Weimar, borðnautur greifa og fursta, og það er engu líkara en honum hafi á fullorðinsárum sínum staðið hálfpartinn stuggur af söguhetju sinni og verið óljúft að lesa eða ræða um þetta æskuverk sitt sem hann líkti við flugelda- sýningu. Þannig atvikaðist það og, að þegar kona nokkur að nafni Frau Charlotte Kestner geborene Buff átti leið til Weimar, rúmum fjórum áratugum eftir að Werther kom út og sótti þar heim Herrn Geheimrat Johann Wolfgang von Goethe, þá hitti hún, að henni fannst, þar fyrir allt annan mann en þann sem hún hafði þekkt í Wetzlar forðum og sýnu leiðinlegri. Þessa skringilegu uppákomu hefur Thomas Mann gert að sögu- efni í bókinni Lotta í Weimar, og hann getur þess á öðrum stað, að hún gefi tilefni til umhugsunar um það, hvaða áhrif aldur hefur á fólk. Þótt Goethe hafi fjarlægst Werther sinn talsvert og hreykt sér á sinn hátt yfir hræringar samtíma síns, sem kenndar hafa verið við rómantík og hann sjálfur gaf einkunnina „sjúklegar", skilur hann eftir sig spor í bókmenntum margra landa og á sér frændur ef ekki bræður í rótlausum persónum eins og Jacopo Ortis Ugos Foscolo á Italíu, René Chateaubriands í Frakklandi, Evgení Onégin Púskíns í Rússlandi og Manfreð Byrons á Englandi, svo nokkrir séu nefndir. Hér á Islandi er það Gísli Brynjúlfsson sem tekur að sér Werthershlutverkið, þegar hann lýsir eigin ástarraunum í öðru bréfi til Gríms Thomsen, með setningum sem gætu verið teknar beint upp úr Werther Goethes: „Ég fór út og þurrkaði tár mín. Tunglið óð í dimmum skýjum, svöl gola blés á austan og veðrið var eins og þegar andarnir í Ossían eru að sveima í skýjum . . . Örvænting og kvíði fylltu mig allan, mér fannst ég vera kominn að djúpu afgrunni, sem ég gæti ei forðast. Ég kveið fyrir að vakna á morgnana og að sofna á kvöldin.“4 Hin rómantíska sveimhygli og tilfinningasemi verður að víkja fyrir öðru hugarfari, hlutlausara og jarðbundnara á seinni hluta nítjándu aldar, og skáld og rithöfundur sjá fremur hlutverk sitt í að skoða þjóðfélagið köldum og rannsakandi augum og dæma það en að bera á borð eigin tilfinningar og drauma. En hinum uppflosnaða og utangátta einstaklingi skýtur einnig upp 414
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.