Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 92
Tímarit Mdls og menningar
Charles snýst öndverð gegn öllu „eðlilegu“ framferði hans og rífur hann
loks að mestu úr tengslum við viktoríanskt samfélag.
Rómantík Fowles á sér og fleiri víddir. Hann er mikill náttúrudýrkandi
og það er fremur óvenjulegt nú á tímum stórborgarmenningar að höfundur
sem hefur samið sig að nýstefnum í skáldskap haldi jafnframt á lofti
lífsmagni náttúrunnar. En í sögum Fowles birtist náttúran manninum oft
sem framandi heimur og ógnar lífsmynstri sem viðgengst í mannfélagi. A
sögusviði náttúrunnar komast persónur Fowles iðulega undan ráðandi
öflum og siðvenjum samfélagsins en þurfa jafnframt að gangast undir annars
konar þolraunir. Þessi náttúruheimur tekur á sig tvær meginmyndir í
fagurfræði Fowles. Stundum birtist hann í líki eyjar, en Fowles hefur
skrifað heila bók um heimspeki eyjalífs,11 sem.hann telur að sé meginstef í
heimsbókmenntunum, slegið fyrst rækilega af Hómer í Ódysseifskviðu, en
ómi í ýmsum tilbrigðum í seinni tíma verkum, svosem Ofviðri Shakespeares
og Robinson Krúsó eftir Daniel Defoe, en framlag Fowles er auðvitað The
Magus (Islendingar geta bætt Grettlu á listann sem einu tilbrigði við stefið,
en raunar hlýtur félagsleg vitund íslendinga þegar í upphafi að hafa mótast
af búsetu þeirra á eyju)..
Fowles hefur skýrt frá því að hann sjái skáldsöguna sem listform gjarnan í
líki afvikins náttúruheims af þessu tagi, þ. e. sem athvarf eða griðastað þar
sem vikist er undan eða afneitað lögmálum ráðandi samfélagsafla, jafnt í
tíma sem rúmi. Þarf ekki að koma á óvart að þessi heimur skuli einnig
myndgervast sem e. k. skógarfylgsni í sögum hans. Sagan af Hróa hetti er
vinsælasta þjóðsögn Englendinga og Fowles telur hana skipa meginsess í
þjóðarvitund þeirra, sem afl er gengið hafi á skjön við þunglamaleg
stjórnkerfi og heimsvaldastefnu Bretaveldis. I skóginum búa þeir sem vísa á
bug lögum og reglu samfélagsins.12 I Astkonunni er það augljóslega Under-
cliff sem gegnir þessu hlutverki. Þessar skógivöxnu klettahlíðar virðast allt að
því ógna mannlífinu í Lyme Regis::', eins og sjá má þegar við upphaf
sögunnar.
I vestri rísa þungbúnir, gráir klettar, sem þarna í nágrenninu ganga
undir nafninu Ware Cleeves, og undir þeim er grýtt fjaran . . . Ofan
og handan við þessa kletta taka við aðrir sem hverfa inn í landið huldir
þéttum skógi. Með þennan bakgrunn ber Cobbinn öll merki þess að
vera síðasta víggirðingin — gegn hömlulaust molnandi ströndinni í
vesturátt.
* Þcss má geta að Fowles býr sjálfur í þessum fallega bæ í Cornwall og hefur skrifað um hann
bók: A Short History of Lyme Regis (1983).
490