Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 97
John Fowles og Astkonan sem einnig kemur dálítið við sögu). Helsta áhugaefni söguhetjunnar er steingervingafræði og þótt hann telji sig darwinista er tekið fram að hann hafi ekki skilið Darwin til fulls. Hann skilur kenningar Darwins sem flokkunarkerfi í anda Carl Linnés (þar er kominn fjórði nafninn!). Hann fellst á að Darwin hafi afsannað kenningu Linnés um „nulla species nova: ný tegund getur ekki birst í veröldinni", „engu að síður sá hann í jarðlaginu stórbrotna og traustvekjandi reglu í tilverunni“ (8. kafli). I ritgerð sem Fowles skrifaði meðan hann var að vinna að skáldsögunni tekur hann fram að þróunarkenningin hafi verið eins konar atómbomba 19. aldarinnar.16 Segja má að heimsmynd Charles sé sprengd í loft upp er hann hlýtur sína lexíu í darwinisma. Hann sér stétt sína, aðalsfólkið, nálgast það að deyja út (og þjónar þess farnir að sýna derring), honum finnst hann vera „fórnarlamb þróunarinnar" (37. kafli), „vesalings lifandi steingervingur“ (38. kafli). meðan aðrar tegundir verða til og þróast, hin sprelllifandi borgarastétt sem er í þann mund að gleypa Charles, en líka þessi undarlega „Nýja kona“, Sara, sem kemur í veg fyrir að hann fylgi þróuninni eins og svefngengill, en hjálpar honum að skynja „allsherjar ringulreið sem trónir bak við brothætt skipulag mannlífsins" (29. kafli). Þannig fær sögusviðið öðru hverju yfir sig „nútímalegan“ blæ sem lesendur ættu að kannast við, og þróun Charles er í samræmi við það; hann breytist í ákaflega móderna söguhetju sem verður sér meðvituð um ægiþunga sögunnar, þessa darwiniska flaums, og fyllist angist við að veltast í því ölduróti. „Skoðið hann í réttu ljósi: hann er maður að berjast við að yfirstíga söguna.“ (38. kafli). Þessi umsögn minnir á ýmsar söguhetjur nútímabókmennta, kallar m. a. fram í hugann fræg orð úr Ulysses eftir Joyce: „History, Stephen said, is a nightmare from which I am trying to awake.“17 I verkinu má finna ýmis umbrot sem sett hafa svip á mannsandann á sl. öld. Of langt mál yrði að kortleggja út í hörgul hvernig Fowles nýtir sér vísvitaða tímaskekkju sögunnar, en vert er að gefa örlítið betri gaum að hlutverki Darwins og skoða það sem dæmi um vinnubrögð Fowles. Darwin er vísindalegur faðir existensíalismans og því skiljanlegt að hann sé Fowles hugleikinn. Með því að varpa úr sessi hinni æðstu og óhagganlegu frum- tegund, Guði sjálfum, gjörbreytti Darwin hugmyndum um hlutskipti manns á jörðinni. Merking og gildi lífsins eru ekki lengur skenkt okkur af Guði og öllum hans lögbundnu lífsformum, og Fowles veitir söguhetju sinni miskunnarlausa skólun í trúlausum existensíalisma: „Öll þessi máluðu leiktjöld sem maðurinn hafði sett upp til að fela fyrir sér veruleikann — sagnfræði, trúarbrögð, skyldurækni, þjóðfélagsstaða, allt voru þetta tál- sýnir, ópíumdraumar.“ (25. kafli) Hið meðvitaða ákvarðanafrelsi er oft kvalafullt. 495
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.