Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 117
Með ugg í brjósti . . . reiti. Það settist að þar sem því þóknaðist, tók m. a. ræktuð tún undir umsvif sín án þess að biðja um leyfi. Hér var þannig bæði um röskun og ógnun að ræða við lifnaðarhætti fólksins sem fyrir bjó, jafnt á hinu andlega og veraldlega sviði. Þar að auki var hér kominn utanaðkomandi aðili, erlendur her í friðsömu bændasamfélagi. Þegar svo mikið óveður skellur á, „hið versta í manna minnum", og hernaðarmannvirki verða fyrir skemmd- um, er það túlkað í samræmi við jarðveginn sem fyrir hendi er. Refsingin fyrir að virða bannhelgina að vettugi komin fram. Þeir sem áður fyrirlitu trú „hinna innfæddu" verða að lokum að beygja sig fyrir duldum öflum íslenskrar náttúru og framkvæmdum er með öllu hætt. Þannig verða Islendingar og íslensk viðhorf ofan á er upp er staðið, en hinn útlendi her bíður lægri hlut. Þessi sögulok eru til þess fallin að styrkja sjálfstraust hópsins og samkennd almennt. I munnmælunum kemur fram andóf gegn hersetunni þótt bannhelgin skipti einnig miklu máli í þessu sambandi. Birtist það í því, að Island (brekkan er tákn landsins) rís upp gegn yfirgangi herliðsins og fer með sigur af hólmi. Þetta sýnir einnig, að menn eru síður en svo bugaðir eða vonlausir þótt baráttan gegn innrásarliðinu fari að vísu fram á vettvangi fantasíunnar eða þjóðsögunnar. Þegar her kom aftur í hreppinn árið 1951 á hann samkvæmt munnmælun- um að hafa hróflað við álaga- eða bannbletti á ný. í þetta skipti á svokölluð- um Grundum fyrir utan Miðsand er þar voru reistar búðir. Afleiðingarnar létu ekki á sér standa frekar en fyrri daginn. Það gerði ofsarok og mikið tjón varð á mannvirkjum hersins. A síðari árum fara jafnvel enn sagnir af álagabrekkunni á Litlasandi. Einn heimildarmanna minna kemst svo að orði um þetta, en hljóðritunin fór fram 21. júlí 1977: „ . . . það gerðist fyrir tveimur árum að Islenskir aðalverktakar, sem reka hluta af olíubirgðastöðinni . . . voru að byggja þarna geysilega mikla leiðslu ofan úr tönkunum, sem eru í Litlasandslandi, og niður að bryggjunni, sem að NATO lét byggja þarna á árunum 1966 til 7, eða 6 til 8. Og þeir fóru með þessa leiðslu neðanvert í svo kallaða Álagabrekku. Það mátti ekki hreyfa við neinu í þessari brekku því þá skyldi mönnum verða verra af . . . En á sama tíma og þeir gera þetta, leggja þessa leiðslu, sem er neðanvert í álagabrekk- unni, þeir lögðu nú ekki að fara í hana, ætluðu að fara í ræturnar á henni, að þá kom fram allverulegur olíuleki í tönkunum og varð af talsverð mengun. Og það varð vart olíu í smálæk, sem að er neðanvert í brekkunni þegar að ekið er niður að Miðsandi, niður Miðsandsbrekkuna. Og þá hafði komið leki í botninn á einhverjum tönkum eða, ég veit nú ekki hvort maður á að hafa það í fleirtölu, en allavega einhverjum tanki, útaf svona miklum þrýstingi, og hafði gefið sig aðeins í botninn. Og þetta kostaði geysilega mikið fjármagn að grafa þetta upp og laga það, en ég vona að það hafi nú 515
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.