Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 67
„I gegnum list að Ijóssins viskusal
æ, lát mig skoða afl og anda þinn,
sem ekki fjötrast má af neinu bandi! (B.G. 1:228)
Maðurinn er hliðstæða við Guð. I honum býr óendanleikinn, bæði í
hugsun og verknaði, hann einn hefur möguleika á að kynnast innsta eðli
hlutanna og birta fullkomna mynd af heiminum.
Það er Ijóst að ríkjandi þekkingarfræði hlýtur ævinlega að setja svipmót
sitt á kenningar manna um list og listsköpun. Þetta kemur vel fram í
skoðunum manna á eðli, uppruna og takmörkum þeirra hugmynda sem
listaverk birta eða geta birt. Þannig eiga kenningar 18. aldar manna um
listina sem beina speglun eða eftirlíkingu áþreifanlegra hluta og fyrirbæra
sér eðlilegar forsendur í því áliti samtímans að reynslan ein sé uppspretta
sannrar þekkingar og að maðurinn skynji einungis með líkamlegum skiln-
ingarvitum. A sama hátt var eðlilegt að listfræðin tæki stakkaskiptum á 19.
öld — köld eftirlíking viki fyrir óheftri tilfinningatjáningu — þegar þeirri
skoðun tók á ný að vaxa fylgi að hugur mannsins sé af guðlegum uppruna
og maðurinn bæði búi yfir mikilsverðri þekkingu við fæðingu og sé þar að
auki sjálfur fær um að mynda þekkingu óháð reynslunni. Merki þessara
viðhorfa sjáum við víða hjá Benedikt Gröndal, en hann leggur bæði mikla
áherslu á andann og hina óskynjanlegu sál mannsins í allri heimsskoðun og
metur list eftir frumleika hennar, þeir einir verðskulda tignarheitið skáld
„sem framleiða sínar eigin hugsanir (Original) í skynjanlegri mynd“ (B.G.
111:30).
Innsæið gegnir ákaflega mikilvægu hlutverki í rómantískri list. Ólíkt fyrri
tíma hugmyndum er það ekki einungis liður í málskrúðs- eða mælskufræði
skáldskapar, þ. e. til að sveipa hugmyndirnar töfrablæju glæsilegra en
viðeigandi orða. Það hefur einnig veigamikið gildi í sjálfri þekkingaröflun
eða þekkingarmyndun mannsins. Með innsæinu uppgötvar maðurinn áður
óþekkta fleti tilverunnar, auk þess sem hann lyftir af þeirri hulu sem
umlykur alla hluti og nálgast þar með kjarna eða innsta eðli þeirra. Innsæið
fjarlægir okkur ekki frá raunveruleikanum, heldur gerir okkur kleift að
kanna hann betur en áður, bæði náttúruna eins og hún birtist okkur og þann
heim sem hún er táknmynd af.
Eins stígum vér af myrkum moldar beð
frá minnsta hlut, sem augað fær ei séð,
í gegnum list að ljóssins vizkusal,
þar lifir sá, er allt í engu fal. (B.G. 1:231)
I þessu tilliti má greina tvær myndir innsæis eftir eðli þess og uppruna.
Annars vegar höfum við innsæi af yfirskilvitlegu eða trúarlegu eðli, sem er
465