Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 89
John Fowles og Astkonan
Skáldveruleiki
Fowles ætlar sér bæði að halda og sleppa: að segja okkur sögu en minna
okkur jafnframt á að það sem við upplifum er ekki bara sagan sjálf heldur
líka tilurð hennar, það skapandi starf sem á sér stað bæði þegar saga er samin
og lesin. Þannig ætlar hann að komast upp með að semja í senn hefðbundið
raunsæisverk og nútímasögu í tilraunastíl. Til að slíkt takist verður lesandi
fyrst að fallast á opinskátt samspil veruleika og skáldskapar sem höfundur
byggir á. Islendingar hafa eignast allmargar vísvitaðar skáldsögur af slíku
tagi á liðnum árum; lengst hafa gengið þeir Thor Vilhjálmsson og Guðberg-
ur Bergsson.7 í verkum þeirra eru iðulega illgreinanleg skil á milli veruleika
umhverfis og mannlífs sem við meðtökum og skáldskapariðkunar sem stýrir
sjálfri tilurð verksins: nýjar sögur spretta í sífellu upp úr sögunni, sögusvið
og mannverur taka hamskiptum, og persónur virðast taka meðvitaðan þátt í
að véla sögur af sjálfum sér. Þó svo Fowles gangi ekki svo langt í
Astkonunni býr þó sama hugmynd að baki: að skáldskapur sé ekki síðri
raunveruleiki en hvað annað og að raunveruleikinn, líf okkar, sé morandi í
skáldlegu samhengi, tilbúnum „textum" sem við lesum inn í lífið til að
botna svolítið í því og eygja í því merkingu.
Hef ég gerst svívirðilegur með því að brjóta niður tálsýnina? Nei.
Persónur mínar eru ekkert síður til og það í veruleika sem er hvorki
meira né minna raunverulegur en sá sem ég var að brjóta niður. Skáld-
skapur er samofinn öllu, eins og Grikki nokkur hafði orð á fyrir hálfu
þriðja þúsundi ára. (13. kafli)
Niðurstaðan er sú að höfundurinn sé „samt sem áður Guð fyrst hann
skapar". Jafnframt er „aðeins til ein góð skilgreining á Guði: frelsið sem
leyfir öðru frelsi að vera til“. Hér talar guðlaus existensíalismi höfundar í
gegnum sögumanninn. Fowles vill að nokkru veita því frelsi og svigrúmi til
að skapa, sem háð er ákvörðunum mannsins en ekki æðri máttarvöldum,
yfir til persóna sinna og lesenda. í því ljósi ber okkur að skoða hin tvöföldu
sögulok sem saga þessi er líklega frægust fyrir (og sem Harold Pinter tókst
svo listilega að koma til skila í handriti kvikmyndarinnar sem gerð var eftir
sögunni).
Að leiða sögur til lykta
Þegar höfundar álíta það vandamál í sjálfu sér að segja sögu, þá verður
vandinn hvað mestur er að sögulokum kemur. Hvergi birtist ljósar „guð-
legt“ forræði höfundar en í því hvernig hann skilur við persónur sínar og
487