Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 44
Tímarit Mdls og menningar
til ég heyrði ekki neitt. Eg fór að gráta og lá við að snúa aftur, en
langaði svo til að sjá eitthvað nýtt, að ég hélt áfram.
Þegar kvölda tók, var ég komin yfir fjöll og fáeina skóga, og leitaði
mér gistingar í þorpi einu. Eg var ofur einurðarlítil, þegar ég kom
inní gestaherbergið; mér var vísað til sængurhúss, ég svaf sæmilega
vært, nema hvað mig dreymdi kellinguna, og þótti hún vera að ógna
mér.
Lítið varð til tíðinda á ferðinni, en því lengur sem ég gekk, þess
hræddari varð ég að hugsa um kellinguna og litla seppann; ég þóttist
vita að hann yrði að deyja úr hungri, fyrst ég hefði yfirgefið hann; í
skógnum hélt ég oft að kellingin mundi mæta mér allt í einu. Svona
fór ég leiðar minnar með gráti og stunum; hvurt sinn sem ég hvíldi
mig og setti búrið niður, söng fuglinn undarlegu vísuna, og þá stóð
vakandi fyrir mér heimkynnið mitt fagra sem verið hafði. Einsog
mannleg náttúra er gleymin þótti mér nú fyrri ferðin mín, þegar ég
var barn, ekki hafa verið eins hryggileg og þessi, og óskaði ég væri
aftur komin í sömu kringumstæður.
Eg var búin að selja nokkuð af gimsteinunum, og kom nú að þorpi
nokkru eftir margra daga göngu. Undireins og ég gekk inn í þorpið
brá mér undarlega við; ég varð hrædd og vissi ekki af hvurju; en rétt á
eftir rankaði ég við mér, því það var sama þorpið sem ég var borin í.
Hvað ég varð frá mér numin! hvurnin tárin runnu niður eftir
kinnunum á mér af ótal undarlegum endurminningum! Margt var
orðið umbreytt; þar voru komin upp ný hús, önnur sem höfðu verið
byggð þegar ég var þar voru nú orðin fornfáleg; líka urðu fyrir mér
brunatóttir; allt var miklu minna og þrengra en ég átti von á. Ovenju
hlakkaði ég til að sjá aftur foreldra mína eftir svo mörg ár. Eg fann
húskofann; þröskuldurinn og hringurinn í hurðinni voru allteins og
verið hafði, það var allt að einu og ég hefði gengið þar um daginn
áður; hjartað í mér barðist hátt, ég lauk upp í skyndi — en öldungis
ókunnugar ásjónur sátu þar á báða bekki og störðu á mig. Eg spurði
eftir Marteini sauðahirði, og var mér sagt að hann og kona hans væru
dauð fyrir þremur árum. — Eg flýtti mér burt og gekk útúr þorpinu
há-grátandi.
Eg hafði svo hlakkað til að gleðja þau með auðæfum mínum; nú
hafði borið svo undarlega til að það var komið fram, sem ég hafði
alltaf verið að dreyma mér í bernsku minni, — og nú var allt um
442