Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 44
Tímarit Mdls og menningar til ég heyrði ekki neitt. Eg fór að gráta og lá við að snúa aftur, en langaði svo til að sjá eitthvað nýtt, að ég hélt áfram. Þegar kvölda tók, var ég komin yfir fjöll og fáeina skóga, og leitaði mér gistingar í þorpi einu. Eg var ofur einurðarlítil, þegar ég kom inní gestaherbergið; mér var vísað til sængurhúss, ég svaf sæmilega vært, nema hvað mig dreymdi kellinguna, og þótti hún vera að ógna mér. Lítið varð til tíðinda á ferðinni, en því lengur sem ég gekk, þess hræddari varð ég að hugsa um kellinguna og litla seppann; ég þóttist vita að hann yrði að deyja úr hungri, fyrst ég hefði yfirgefið hann; í skógnum hélt ég oft að kellingin mundi mæta mér allt í einu. Svona fór ég leiðar minnar með gráti og stunum; hvurt sinn sem ég hvíldi mig og setti búrið niður, söng fuglinn undarlegu vísuna, og þá stóð vakandi fyrir mér heimkynnið mitt fagra sem verið hafði. Einsog mannleg náttúra er gleymin þótti mér nú fyrri ferðin mín, þegar ég var barn, ekki hafa verið eins hryggileg og þessi, og óskaði ég væri aftur komin í sömu kringumstæður. Eg var búin að selja nokkuð af gimsteinunum, og kom nú að þorpi nokkru eftir margra daga göngu. Undireins og ég gekk inn í þorpið brá mér undarlega við; ég varð hrædd og vissi ekki af hvurju; en rétt á eftir rankaði ég við mér, því það var sama þorpið sem ég var borin í. Hvað ég varð frá mér numin! hvurnin tárin runnu niður eftir kinnunum á mér af ótal undarlegum endurminningum! Margt var orðið umbreytt; þar voru komin upp ný hús, önnur sem höfðu verið byggð þegar ég var þar voru nú orðin fornfáleg; líka urðu fyrir mér brunatóttir; allt var miklu minna og þrengra en ég átti von á. Ovenju hlakkaði ég til að sjá aftur foreldra mína eftir svo mörg ár. Eg fann húskofann; þröskuldurinn og hringurinn í hurðinni voru allteins og verið hafði, það var allt að einu og ég hefði gengið þar um daginn áður; hjartað í mér barðist hátt, ég lauk upp í skyndi — en öldungis ókunnugar ásjónur sátu þar á báða bekki og störðu á mig. Eg spurði eftir Marteini sauðahirði, og var mér sagt að hann og kona hans væru dauð fyrir þremur árum. — Eg flýtti mér burt og gekk útúr þorpinu há-grátandi. Eg hafði svo hlakkað til að gleðja þau með auðæfum mínum; nú hafði borið svo undarlega til að það var komið fram, sem ég hafði alltaf verið að dreyma mér í bernsku minni, — og nú var allt um 442
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.