Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 65
„I gegnum list ad Ijóssins viskusal Kvæðið segir frá manni sem er að mörgu leyti dæmigerður fyrir róman- tíska leitandann. Þetta er hinn eilífi og einmana förumaður, gyðingurinn gangandi, sem á sér hvergi athvarf, en er knúinn af einhverri innri hvöt til að reika friðlaus um heiminn í leit að þekkingu og skilningi á veruleikanum og lögmálunum sem stjórna honum. Besta vegarnesti hans, en um leið þyngsti bagginn, er ídealísk lífsskoðun hans. Hún hjálpar honum vissulega við að glöggva sig á samhengi og merkingu tilverunnar, en jafnframt bakar hún honum ómælda erfiðleika, þar sem hann er sífellt rekinn áfram, neyddur til að brjóta allar hömlur og yfirstíga þau takmörk sem hindra hann í að spanna gjörvallan heiminn og gleypa í sig lífsreynslu, skoða allt, reyna og njóta. I þessari umræðu yrði allt of langt mál að gera grein fyrir kvæðabálki Gröndals í heild. Hér varðar mestu skipbrotið sem ferðalangur hans bíður þegar hann reynir að skoða heiminn með augum reynsluvísindanna. Þó skynfærin teygi óaflátanlega í sig öll upplýsingaboðin sem berast utan úr alheiminum og hugurinn leiti aðstoðar allra helstu náttúruvísindamanna samtímans við að lesa merkingu út úr þessum boðum er sannleiksleitandinn engu nær. Honum hjálpar jafnvel ekki ímyndað ferðalag til stjörnunnar Alkýóne sem ýmsir 19. aldar menn töldu þungamiðju alheimsins og bústað guðs. Sjálf heimsmyndin er að vísu klár og öllum sýnileg, en verald- arsmiðurinn er hins vegar með afbrigðum kenjóttur. Ekki aðeins hefur hann skrifað mynd sína óskiljanlegu og óþýðanlegu rúnaletri, hann er einnig í feluleik við þá sem vilja fá upplýsingar um þessa mynd. Og án túlkunar skynjar maðurinn heiminn einungis sem óttalegt völundarhús þar sem hávaðinn af sveiflum hnattanna er óskaplegur og blossar þeirra skera í augun. æ, engin hvíld! Þar augað ljóminn slær, og eyrað lýstur himinbáru sær; og andinn reikar óttalegt um djúp þar eilífð breiðir myrkan veldishjúp og leyndardóma felur helgum höndum hrellingarstunum klædd og logavöndum. (B.G. 1:223) Menn missa yfirsýn yfir hlutina, glata tilfinningunni fyrir heild og samræmi, en upplausn og skipulagsleysi ná undirtökunum. Og í þessum brotakennda heimi á maðurinn ekki neinn griðastað. Hann hlýtur að reika um í rótleysi og óvissu um framtíð sína i veröld sem honum var varpað inn í og hann skilur ekki. Jafnvel flengreið um geiminn er til lítils fyrir þann sem vill aflétta útlegð sinni og öðlast sanna þekkingu og skilning á lífsheildinni. Hún eykur aðeins vanmátt mannsins og vonleysi um að fá nokkru sinni lausn og verða á ný herra jarðarinnar. 463
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.