Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 65
„I gegnum list ad Ijóssins viskusal
Kvæðið segir frá manni sem er að mörgu leyti dæmigerður fyrir róman-
tíska leitandann. Þetta er hinn eilífi og einmana förumaður, gyðingurinn
gangandi, sem á sér hvergi athvarf, en er knúinn af einhverri innri hvöt til að
reika friðlaus um heiminn í leit að þekkingu og skilningi á veruleikanum og
lögmálunum sem stjórna honum. Besta vegarnesti hans, en um leið þyngsti
bagginn, er ídealísk lífsskoðun hans. Hún hjálpar honum vissulega við að
glöggva sig á samhengi og merkingu tilverunnar, en jafnframt bakar hún
honum ómælda erfiðleika, þar sem hann er sífellt rekinn áfram, neyddur til
að brjóta allar hömlur og yfirstíga þau takmörk sem hindra hann í að spanna
gjörvallan heiminn og gleypa í sig lífsreynslu, skoða allt, reyna og njóta.
I þessari umræðu yrði allt of langt mál að gera grein fyrir kvæðabálki
Gröndals í heild. Hér varðar mestu skipbrotið sem ferðalangur hans bíður
þegar hann reynir að skoða heiminn með augum reynsluvísindanna. Þó
skynfærin teygi óaflátanlega í sig öll upplýsingaboðin sem berast utan úr
alheiminum og hugurinn leiti aðstoðar allra helstu náttúruvísindamanna
samtímans við að lesa merkingu út úr þessum boðum er sannleiksleitandinn
engu nær. Honum hjálpar jafnvel ekki ímyndað ferðalag til stjörnunnar
Alkýóne sem ýmsir 19. aldar menn töldu þungamiðju alheimsins og bústað
guðs. Sjálf heimsmyndin er að vísu klár og öllum sýnileg, en verald-
arsmiðurinn er hins vegar með afbrigðum kenjóttur. Ekki aðeins hefur hann
skrifað mynd sína óskiljanlegu og óþýðanlegu rúnaletri, hann er einnig í
feluleik við þá sem vilja fá upplýsingar um þessa mynd. Og án túlkunar
skynjar maðurinn heiminn einungis sem óttalegt völundarhús þar sem
hávaðinn af sveiflum hnattanna er óskaplegur og blossar þeirra skera í
augun.
æ, engin hvíld! Þar augað ljóminn slær,
og eyrað lýstur himinbáru sær;
og andinn reikar óttalegt um djúp
þar eilífð breiðir myrkan veldishjúp
og leyndardóma felur helgum höndum
hrellingarstunum klædd og logavöndum. (B.G. 1:223)
Menn missa yfirsýn yfir hlutina, glata tilfinningunni fyrir heild og
samræmi, en upplausn og skipulagsleysi ná undirtökunum. Og í þessum
brotakennda heimi á maðurinn ekki neinn griðastað. Hann hlýtur að reika
um í rótleysi og óvissu um framtíð sína i veröld sem honum var varpað inn í
og hann skilur ekki. Jafnvel flengreið um geiminn er til lítils fyrir þann sem
vill aflétta útlegð sinni og öðlast sanna þekkingu og skilning á lífsheildinni.
Hún eykur aðeins vanmátt mannsins og vonleysi um að fá nokkru sinni
lausn og verða á ný herra jarðarinnar.
463