Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar guðleg gjöf eða meðfædd náttúrugáfa snillingsins. Þá tengist það náið ídealismanum, þ. e. er ákveðinn hæfileiki hugans til að nálgast eða öðlast vitneskju um einhvern æðri veruleika eða sannleika sem liggur utan við hlutlægan heim almennrar skynjunar og reynslu. Og þó þessi hæfileiki sé í sjálfu sér sammannlegur er það einungis snillingurinn eða guðs útvalinn listamaður sem veit af vísdómi sínum og getur frætt aðra. Hjá Gröndal felst þessi háttur innsæis stundum í grun, oft að meira eða minna leyti óskiljan- legum, sem fæst án þess að skilningarvitunum sé beitt, en oftar í vissunni um fegurðar- og sannleiksheiminn innst í huga mannsins sem er af guðlegum uppruna. Seinni tegund innsæisins er að mörgu leyti jarðbundnari og raunsærri en sú sem áður var nefnd, enda tengist hún náið lærdómi og skynsemi. Þessi háttur innsæis felur í sér hæfileikann til að skyggnast dýpra í hlutina sjálfa en venjulegt fólk megnar, að lesa í og túlka reynslu okkar og tákn náttúr- unnar. Þennan hæfileika má að hluta til þroska og efla með menntun og umgengni við hlutina. Markmiðið er hins vegar að opna nýja sýn til umhverfisins, víkka út reynsluheim manna og birta okkur skáldskapinn í tilverunni. Vegna þessa nýja viðhorfs til listarinnar breyttist hlutverk listamannsins. Hann á ekki lengur að vera hlutlaus áhorfandi heldur virkur gerandi sem uppgötvar hulda merkingu veraldarinnar og miðlar henni öðru fólki. Hann á að vera n. k. uppfinningamaður sem dregur ekki aðeins áður óþekkta hluti fram í dagsljósið, heldur lýsir einnig hversdagslegum hlutum á nýjan og óvæntan hátt. Að dómi Gröndals á listamaðurinn eða skáldið að vera heimspekingur í víðustu merkingu þess orðs og hafa sífellt í huga tengsl allra hluta og orsakasamhengi þeirra, bæði opinbert og hulið. Til að ná þessu markmiði þarf listamaðurinn vissulega að afla sér víðtækrar þekkingar, auk þess sem skilningarvitin þurfa að starfa eðlilega. En hann þarf einnig að gruna eða geta sér til um það sem skynfærin megna ekki að greina. Hann þarf bæði að þekkja mannlega sál og umgerð hennar, sem er náttúran — það er að skilja: Að hann sé kunnugur öllum þeim greinum mannlegrar þekkingar, er taka inn í lífið og verkahring andans; að hann hafi þá gáfu, að sjá eður geta sér til þess sambands, er hlutirnir og viðburðirnir standa í hver við annan; og að hann geti lýst öllu því, er hann velur sér til yrkisefnis, í fagurri mynd og með réttu orðavali. (B.G. III: 35) Gröndal gerir ráð fyrir því að listamaðurinn öðlist þekkingu sína bæði með lærdómi og innsæi. Hann er alfræðingurinn sem í einni sjónhendingu birtir heimsmyndina eins og hún raunverulega er, sýnir tengsl náttúrunnar 466
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.