Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 92

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Qupperneq 92
Tímarit Mdls og menningar Charles snýst öndverð gegn öllu „eðlilegu“ framferði hans og rífur hann loks að mestu úr tengslum við viktoríanskt samfélag. Rómantík Fowles á sér og fleiri víddir. Hann er mikill náttúrudýrkandi og það er fremur óvenjulegt nú á tímum stórborgarmenningar að höfundur sem hefur samið sig að nýstefnum í skáldskap haldi jafnframt á lofti lífsmagni náttúrunnar. En í sögum Fowles birtist náttúran manninum oft sem framandi heimur og ógnar lífsmynstri sem viðgengst í mannfélagi. A sögusviði náttúrunnar komast persónur Fowles iðulega undan ráðandi öflum og siðvenjum samfélagsins en þurfa jafnframt að gangast undir annars konar þolraunir. Þessi náttúruheimur tekur á sig tvær meginmyndir í fagurfræði Fowles. Stundum birtist hann í líki eyjar, en Fowles hefur skrifað heila bók um heimspeki eyjalífs,11 sem.hann telur að sé meginstef í heimsbókmenntunum, slegið fyrst rækilega af Hómer í Ódysseifskviðu, en ómi í ýmsum tilbrigðum í seinni tíma verkum, svosem Ofviðri Shakespeares og Robinson Krúsó eftir Daniel Defoe, en framlag Fowles er auðvitað The Magus (Islendingar geta bætt Grettlu á listann sem einu tilbrigði við stefið, en raunar hlýtur félagsleg vitund íslendinga þegar í upphafi að hafa mótast af búsetu þeirra á eyju).. Fowles hefur skýrt frá því að hann sjái skáldsöguna sem listform gjarnan í líki afvikins náttúruheims af þessu tagi, þ. e. sem athvarf eða griðastað þar sem vikist er undan eða afneitað lögmálum ráðandi samfélagsafla, jafnt í tíma sem rúmi. Þarf ekki að koma á óvart að þessi heimur skuli einnig myndgervast sem e. k. skógarfylgsni í sögum hans. Sagan af Hróa hetti er vinsælasta þjóðsögn Englendinga og Fowles telur hana skipa meginsess í þjóðarvitund þeirra, sem afl er gengið hafi á skjön við þunglamaleg stjórnkerfi og heimsvaldastefnu Bretaveldis. I skóginum búa þeir sem vísa á bug lögum og reglu samfélagsins.12 I Astkonunni er það augljóslega Under- cliff sem gegnir þessu hlutverki. Þessar skógivöxnu klettahlíðar virðast allt að því ógna mannlífinu í Lyme Regis::', eins og sjá má þegar við upphaf sögunnar. I vestri rísa þungbúnir, gráir klettar, sem þarna í nágrenninu ganga undir nafninu Ware Cleeves, og undir þeim er grýtt fjaran . . . Ofan og handan við þessa kletta taka við aðrir sem hverfa inn í landið huldir þéttum skógi. Með þennan bakgrunn ber Cobbinn öll merki þess að vera síðasta víggirðingin — gegn hömlulaust molnandi ströndinni í vesturátt. * Þcss má geta að Fowles býr sjálfur í þessum fallega bæ í Cornwall og hefur skrifað um hann bók: A Short History of Lyme Regis (1983). 490
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.