Morgunblaðið - 08.12.2014, Side 8

Morgunblaðið - 08.12.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 Það er ekkert nýtt að með því aðslengja „ný“ framan við þekkt hugtök má fá fram breytt hughrif, betri og verri eftir atvikum.    Tony Blair er sig-ursælasti leið- togi breska Verka- mannaflokksins, með þeim fyrirvara þó, að Blair taldi flokk sinn hafa end- urskapast með sig í forystu og nafn flokksins tæki mið af því. Nýi- Verkamannaflokk- urinn skyldi hann kallaður. Þetta „svínvirkaði“ hjá Blair.    Hvenær nútíma-væðing flokksins tók enda er óljóst, en nú er Verkamannaflokk- urinn aftur berstrípaður.    Stundum er „ný“ notað sem nei-kvætt forskeyti. Þannig virtist „nýfrjálshyggjan“ vera enn verra fyrirbæri í munni þeirra, sem hat- ast höfðu við frjálshyggjuna. Þetta tal smitaðist með óljósum hætti inn í Sjálfstæðisflokkinn, sem þótti þó veikari fyrir frjálshyggju en aðrir. Kappinn Albert Guðmundsson bauð sig fram gegn Geir Hallgrímssyni í formannssæti þess flokks og sagð- ist gera það m.a. vegna þess að Geir hefði svikið frjálshyggjuna. Albert fór hins vegar síðar úr flokknum m.a. með þeirri yfirlýsingu að Þor- steinn Pálsson hefði gengið ný- frjálshyggjunni á hönd.    Nú síðast tilkynnti Löfven, átta-vikna forsætisráðherra Svía, að þriðji stærsti flokkur landsins, Svíþjóðardemókratar væru „nýfas- istar“. Stjórnmálaskýrendur segja að það orð noti Löfven vegna þess að of langt þætti gengið að kalla þingflokk í Svíþjóð „fasista“. Tony Blair Notað og nýtt STAKSTEINAR Stefan Löfven Veður víða um heim 7.12., kl. 18.00 Reykjavík -5 heiðskírt Bolungarvík -1 skýjað Akureyri -3 snjókoma Nuuk -3 skafrenningur Þórshöfn 1 skúrir Ósló 3 skýjað Kaupmannahöfn 5 skúrir Stokkhólmur 3 skýjað Helsinki 3 skýjað Lúxemborg 2 skúrir Brussel 5 skýjað Dublin 5 léttskýjað Glasgow 3 skýjað London 8 léttskýjað París 3 alskýjað Amsterdam 7 skúrir Hamborg 5 skýjað Berlín 5 skýjað Vín 5 skúrir Moskva -2 alskýjað Algarve 16 heiðskírt Madríd 8 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 12 léttskýjað Róm 11 léttskýjað Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -2 alskýjað Montreal -10 léttskýjað New York 3 heiðskírt Chicago 1 alskýjað Orlando 21 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:04 15:37 ÍSAFJÖRÐUR 11:45 15:06 SIGLUFJÖRÐUR 11:29 14:47 DJÚPIVOGUR 10:41 14:58 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 8. desember kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Þórarinn B. Þorláksson Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Jólauppboð í Gallerí Fold Forsýning í Gallerí Fold mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Byggðaráð Skagafjarðar hefur sam- þykkt að taka allt að 300 milljóna króna lán hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga. Lánið er tekið til að endurfjár- magna annað lán sem sveitarfélagið tók hjá kaupfélaginu. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs, segir það lán hafa verið tekið þegar ráðist var í framkvæmd- ir við Árskóla á Sauðárkróki og auk- ið við kennslurými. Lánið sem um ræðir er vaxtalaust og segir Stefán sveitarstjórnina hafa ákveðið á sínum tíma að taka umrætt lán, enda hafi Kaupfélag Skagfirð- inga boðist til að lána sveitarfélaginu meðan á byggingartímanum stæði og einnig vaxtalaust lán til fimm ára eftir að byggingartímanum lyki. Fyrra lánið hljóðar upp á tæplega 500 milljónir króna og hefur rúmlega helmingurinn af því láni verið greiddur eða um 300 miljónir króna. Stefán Vagn segir því að nú sé komið að endanlegu uppgjöri vegna fyrra lánsins. Vaxtalaust lán frá kaupfélaginu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sauðárkrókur Lánið er tekið til að greiða fyrra lán frá kaupfélaginu.  Skagafjörður tekur 300 milljóna kr. lán Útsvarið í Ásahreppi verður lækk- að niður í 12,44% árið 2015. Það er lágmarksútsvar samkvæmt áætlun frá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga. Þetta var meðal þess sem var samþykkt í fjárhagsáætlun fyrir ár- in 2015-18 í sveitarstjórn Ása- hrepps nýverið. Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða. Þá er stefnt að því að sveitarfé- lagið verði skuldlaust með öllu árið 2017. 90 milljónir í ljósleiðara Sveitarfélagið mun fara í ríflega 90 milljóna króna fjárfestingu í ljósleiðaranum á tveimur árum. Þá voru staðfest fyrri áform um að lækka leikskólagjöld um 50% og að elsti árgangur leikskólans verði gjaldfrjáls. Áætlað er að fasteignaskatt- stekjur árið 2015 verði um 124 milljónir króna. Þar af er áætlun fasteignagjalda vegna Búðarháls- virkjunar 22 milljónir króna. Reiknað er með óbreyttum íbúa- fjölda árin 2015-2017. Ásahreppur skuldlaus 2017  Útsvar lækkað niður í lágmarkið Skuldlaus Ásahreppur stefnir að því að verða skuldlaus árið 2017. Brotist var inn í sölubása í Jóla- þorpinu í Hafn- arfirði um helgina, að öllum líkindum á laug- ardagskvöldið. Tilkynnt var um innbrotið til lög- reglu í gærmorg- un. Spenntir voru upp lásar í 11 básum af 20 á svæðinu. Um er að ræða sölubása með ýmsum sölu- varningi tengdum jólunum. Marín G. Hrafnsdóttir, menning- armálafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir tjónið ekki hafa verið mikið, enda tóku margir mestu verðmætin með sér heim yfir nóttina. Selj- endur létu innbrotið ekki á sig fá og var Jólaþorpið opnað á réttum tíma í gær, eins og ekkert hefði í skorist. Spenntu upp lása á 11 básum í Jóla- þorpinu í Hafnarfirði Hátíð Jólaþorpið í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.