Morgunblaðið - 08.12.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Já, ég tók gömlu spáspilin mín með
mér yfir Atlantshafið og ég ætla að
kíkja í spil fyrir vinkonu mína hér
ytra,“ segir Guðríður Haraldsdóttir
sem greinilega ferðast með ýmislegt
í skjóðunni sinni, en hún sendi ný-
lega frá sér bókina Galdraskjóða
Gurríar, þar sem finna má hvers-
konar leiðbeiningar um galdra, spá-
dóma, liti, steina, draumráðningar
og ótalmargt fleira. Gurrí reynist
vera stödd á öðru tímabelti í henni
Ameríku þegar blaðamaður nær
sambandi við hana. „Vinir mínir
söfnuðu fyrir ferð hingað og gáfu
mér í afmælisgjöf, leynileg söfnun
fór fram á Facebook undir heitinu:
Landhreinsunarátakið Gurrí burt,“
segir hún og hlær. „Þetta kom mér
mjög á óvart, ég er alveg í skýj-
unum, enda hef ég ekki farið til út-
landa í mörg ár.“
Náði í miðlabækur fyrir
ömmu sína á bókasafnið
Þegar Gurrí er spurð að því
hvort hún sé rammgöldrótt og á kafi
í hverskonar kukli og dulrænum
málum, þvertekur hún fyrir það.
„Ég hef fyrst og fremst gaman af
þessu öllu saman. Ég er jarðbundin
manneskja og trúi lítið á svona hluti,
ég lít á þetta sem samkvæmisleik.
Ég vil ekki gera lítið úr þessu, en
fyrir mér er þetta skemmtileg
dægradvöl. Ég ólst vissulega upp
með þessu. Það er svolítið um næm-
leika í föðurfjölskyldu minni, Anna
föðursystir mín sá lengra en nef
hennar náði og pabbi kíkti stundum
í bolla, hjá mér sá hann yfirleitt pen-
inga eða tengdason fyrir sig,“ segir
Ég hef enga dul-
ræna hæfileika
Hún segist vera jarðbundin manneskja og allt það sem leynist í hennar galdra-
skjóðu sé fyrst og fremst skemmtileg dægradvöl. En í föðurfjölskyldu hennar er þó
svolítið um næmleika, frænka sem sá lengra en nef hennar náði og pabbi hennar
kíkti stundum í bolla. Sjálf fór hún til spákvenna þegar hún var unglingur og hún
lumar á gömlum Tarot-spilum sem hún dregur stundum upp úr skjóðu sinni.
Ljósmynd/Hákon Davíð Björnsson
Spilaspá Þegar tvö til fjögur spil með sama gildi liggja saman hefur það
sérstaka merkingu. Þrjár drottningar standa fyrir gesti og samræður.
Ljósmynd/Hákon Davíð Björnsson
Bollaspádómar Að spá í bolla hefur tíðkast um alllangt skeið á Íslandi.
Hin ýmsu tákn og myndir birtast í bollanum eftir að drukkið er úr honum.
Nú þegar dimmasti tíminn er genginn
í garð og hátíðir framundan, er gam-
an að lífga upp á með lifandi ljósi. En
opinn eldur býr yfir hættu og aldrei
er of varlega farið. Á heimasíðu Sjó-
vár eru góð ráð og ábendingar í
tengslum við útikerti. Þar sem úti-
kerti innihalda mikið af vaxi er mikil-
vægt að þeim sé ekki komið þannig
fyrir að snjór eða bleyta geti lekið of-
an í stjakann og orsakað sprengingu.
Setjið aldrei kerti í tröppur eða þrep
við inngang því þeir sem ganga um
geta rekið tána í stjakann og heitt,
bráðið vaxið slettist upp fótleggi við-
komandi með alvarlegum afleið-
ingum. Öruggast er að hafa kertin í
stöðugum stjökum sem ekki velta um
koll þótt fólk rekist í þá. Best er að
staðsetja þá vel frá gönguleiðum og
byggingum. Setjið útikerti ekki á tré-
pall, garðhúsgögn eða annað efni
sem brennur auðveldlega.
Vefsíðan www.sjova.is
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Lifandi ljós Sannarlega fallegt í myrkrinu en nauðsynlegt að huga að öryggi.
Farið varlega með útikertin
Alltaf er nú skemmtilegra að
borða það sem gestgjafinn hefur
búið til sjálfur en ekki keypt í
pakka, til dæmis ísinn á jólunum.
Margir hafa þá hefð í þetta eina
skipti á ári, að búa til jólaísinn. Og
gaman getur verið að skipta um
uppskrift, breyta til, svo heim-
ilisfólkið geti látið sig hlakka til að
gæða sér á alveg nýjum ís sem bú-
inn er til heima. Á netheimum er
hægt að nálgast uppskriftir og
óhætt er að mæla með einni nýrri
á vefsíðunni modernwifestyle.com,
en sú uppskrift inniheldur grasker,
heldur betur frumlegt og skemmti-
legt.
Nú er lag að prófa eitthvað nýtt!
Endilega …
… búið til heimagerðan ís
Graskersís Vafalítið hnossgæti.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is
Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst
YFIR 100 FRÍAR SJÓNVARPSSTÖÐVAR
MEÐ GERVIHNATTABÚNAÐI FRÁ OKKUR
Afnemumvörugjöld
20%
verðlækkun
25ÁRA
1988-2013
Í bókinni hennar Gurríar er vitnað í
tvo draumspekinga sem réðu drauma
árum saman fyrir lesendur Vikunnar.
Þar kemur m.a fram að kettir séu alls
ekki slæm dýr í draumi, það fari allt
eftir hegðun kattarins hver merk-
ingin er. Hestar í draumum eru
tengdir kynorku, svartir hestar eru
ekki mjög gott draumtákn og tákna
holdlegar fýsnir án ástar. Þá er ráð að
skoða kynhegðun sína.
Litir skipta miklu máli. Bleikur litur
táknar alls ekki alltaf dauða, bara í
sumum tilfellum. Hann getur líka
táknað mikla heppni í lífinu. Hvítur
litur getur táknað hreinleika, en líka
sorg, fer alltaf eftir öðrum táknum.
Blár er alltaf fyrir gleði, grænn fyrir
grósku, en líka eitthvað sem er ekki
fullþroskað, getur táknað fólk sem
hefur ekki nægilegan þroska. Fag-
urgrænn litur er bestur og getur m.a.
táknað góðar fréttir. Rauður litur er
mjög oft aðvörun um að passa skap-
ið, hann getur táknað hættu í sumum
tilfellum en líka glaðlyndi og lífskraft.
Hreinn sólargulur litur er tákn um
djúpa visku og kærleika.
Svartur hestur táknar holdlegar fýsnir án ástar
Hvað merkir að dreyma dýr og
hvað merkja litir í draumi?
Morgunblaðið/Eyþór
Hestar Í draumum eru þeir tengdir kynorku, kannski er þessi staddur í draumi?