Morgunblaðið - 08.12.2014, Page 12

Morgunblaðið - 08.12.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 VIÐTAL Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þessi skerðing kemur mun harðar niður á okkur en Þjóðkirkjunni að ég tel. Það er vegna þess að af þessum tekjum þurfum við meðal annars að greiða laun presta,“ segir Jóhann Guðni Reynisson, formaður safn- aðarstjórnar Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði. Lagt er til í fjárlaga- frumvarpi 2015 að sóknargjöld hækki tímabundið um 33,4 milljónir og í heild um 50 milljónir. Á móti er lögð til 29,3 milljóna lækkun á framlagi til sókn- argjalda. Þetta gildir um öll trúfélög. „Án þess að ég sé neitt að ráðast á Þjóðkirkjuna, þá fær hún tekjur sambærilegar okkar auk þess sem hún hefur aðgang að 18,5% í viðbót sem bætast við í gegnum jöfn- unarsjóð sókna. Þar að auki greiðir ríkið laun presta Þjóðkirkjunnar,“ segir hann. Gjöld óháð söfnuðum Fyrirhuguð hækkun sóknargjalda er að margra mati langt frá því að vera í samræmi við tillögur innanrík- isráðherra um leiðréttingu gjald- anna með tilliti til verðlagsþróunar. „Það voru gefin fyrirheit á grund- velli skýrslu sem var unnin fyrir rík- isstjórnina og á henni byggði hún sínar áætlanir um að skila til baka því sem að hefur verið skert. Ef rík- isstjórnin ætlar ekki að standa við það, þá er það mikið áfall. Við erum að sinna þúsundum í þessum litla söfnuði. Við skírum, fermum, giftum og jörðum. Þetta kostar allt,“ segir Jóhann Guðni. „Okkar óskir um þetta snúa þó ekki að Þjóðkirkjunni heldur rík- isvaldinu og hvernig það innheimtir sóknar- og safnaðargjöld. Það ætti að sjálfsögðu vera þannig að allir færu eftir sömu reglum og að trú- félög sætu við sama borð. Við erum ekki að sækjast eftir því að ríkið fari að greiða prestunum okkar laun. Við viljum bara að þessi félagsgjöld séu þau sömu, óháð söfnuðum,“ segir hann ennfremur. Skorar á ríkisstjórnina Jóhann Guðni er að sama skapi gagnrýninn á jöfnunarsjóðinn sem Þjóðkirkjan nýtur góðs af. „Við erum með erindi um þetta hjá innanríkisráðuneytinu. Þetta er í raun bara viðbótarframlag sem að- eins Þjóðkirkjan hefur fengið. Þetta er reglugerð í lögum um sóknargjöld og er sjóðnum ætlað að styðja við kirkjur sem þurfa að standa í við- haldsverkefnum. Við erum söfnuður sem byggðum kirkju 1913 og þurf- um einnig á viðhaldi að halda en fáum engan slíkan stuðning og sitj- um ekki við sama borð að þessu leyti og Þjóðkirkjusöfnuðirnir. Það er bara eðlilegt að þessi 18,5% dreifist niður á söfnuði, sóknir og öll trú- félög,“ segir Jóhann Guðni og skorar að lokum á ríkisstjórnina og fjár- lagavaldið að standa við gefin fyr- irheit. Kemur mishart niður á trúfélögum  Segir ríkisstjórnina ekki standa við gefin fyrirheit  Frí- kirkjan í Hafnarfirði vill að öll trúfélög sitji við sama borð Morgunblaðið/Elva Björk Trúfélög Fermingarbörn á tröppum Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Kirkjan var byggð árið 1913 og í söfnuðinum eru um sjö þúsund manns. Jóhann Guðni Reynisson Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Alhliða þjónusta fyrir vökvadælur og vökvamótora Sala - varahlutir - viðgerðir Fjárveitingar til símenntunarstöðva voru í ár 263,3 milljónir króna, en á næsta ári verða þær 265,9 milljónir. Er þetta meðal þess sem kemur fram í svari mennta- og menningar- málaráðherra við fyrirspurn Sigríð- ar Ingibjargar Ingadóttur, þing- manns Samfylkingar, um fram- haldsfræðslu hér á landi. Þrír staðir með yfir 30 milljónir Þær þrjár stöðvar sem fengu yfir 30 milljónir króna hver í fjárveit- ingu á þessu ári eru Þekkingarnet Austurlands, með 57 milljónir, Þekkingarsetur Þingeyinga, með 38,8 milljónir, og Farskóli Norður- lands vestra með 30,8 milljónir. Verða þessar símenntunarstöðvar jafnframt á toppi listans á næsta ári samkvæmt svari. Þá segir einnig í svari ráðherra til þingmanns að framhaldsfræðsla sé skilgreind í lögum „sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstak- linga með stutta formlega skóla- göngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhalds- skóla eða háskóla. Alþingi veitir fé af fjárlögum til Fræðslusjóðs sem úthlutar framlögum til framhalds- fræðslu og viðfangsefnum er henni tengjast“. Fjárveitingar til símenntunarstöðva 2001–2015 milljónir kr. * Samkv. Fjárlagafrumvarpi 2015 300 250 200 150 100 50 0 20 01 20 06 20 11 20 02 20 07 20 12 20 03 20 08 20 13 20 04 20 09 20 14 20 05 20 10 20 15 * Heimild: Mennta- og menningarmálaráðuneytið Alls 265,9 millj- ónir í símenntun  Fjárveitingar aukast á milli ára Fjöldi fólks sótti miðbæinn á Ak- ureyri á kertakvöldi um helgina. Voru margir komnir langt að til þess að njóta stemningarinnar. Veðrið lék við gesti miðbæjarins og var afar fallegt að sjá hann upp- lýstan með kertum í nýföllnum jóla- snjónum, segir í tilkynningu frá Viðburðastofu Norðurlands. Kvæðamannafélagið Gefjun kvað jólavísur og kvæði í anda liðinna jóla og meðlimir Ungmennaráðs Akureyrar léku einnig fyrir gesti bæjarins. Á laugardeginum var ljósmyndasýning í Minjasafninu og jólasveinar skemmtu gestum mið- bæjarins. Þá buðu miðbæjarmenn upp á ókeypis myndatöku með jóla- sveinunum í Krónunni. Áhuga- ljósmyndarinn Linda Ólafsdóttir tók myndirnar sem má nálgast á fa- cebooksíðu miðbæjarins, www.fa- cebook.com/akmidbaer. Ungmennaráð Akureyrar hefur slegist í för með Viðburðastofu Norðurlands og Miðbæjarsamtök- unum um að skapa stemningu í bænum á aðventunni. Munu ung- menni troða upp víða um bæinn fram að jólum. Akureyri Jólalegt var um að litast í miðbænum á Akureyri um helgina og kaupmenn með fjölbreytta dagskrá fyrir gesti og gangandi á aðventunni. Komu langt að í jóla- stemningu á Akureyri „Ég er auðmjúkur og þakklátur þjóðinni minni og stoltur af því að henni þyki jafnvænt um lagið mitt og mér þykir um hana,“ segir Bjartmar Guðlaugsson en lag hans, Þannig týnist tíminn, var um helgina kjörið óskalag þjóðarinnar í samnefndum sjónvarpsþætti á RÚV. Páll Rósinkranz flutti lagið en það varð fyrst vinsælt í flutningi Lay Low og Ragga Bjarna. Bjart- mar segir Pál hafa sett lagið í aðra vídd. „Fyrir höfund er það einmitt þetta sem skiptir máli, hvernig aðr- ir fara með lögin manns. Það er alltaf gaman að láta heims- klassasöngvara syngja efnið manns,“ sagði Bjartmar. Í öðru sæti í þættinum varð lagið Ást eftir Magnús Þór Sig- mundsson og Sigurð Nordal. Söknuður, eftir Jóhann Helgason og Vilhjálm Vilhjálmsson varð í 3. sæti. Bjartmar með óskalag þjóðarinnar Bjartmar Guðlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.