Morgunblaðið - 08.12.2014, Page 16

Morgunblaðið - 08.12.2014, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hundruðmilljónakróna í er- lendum gjaldeyri hafa streymt úr landi á þessu ári vegna reglna um lágmarkshlutfall endurnýj- anlegs eldsneytis af seldu eldsneyti. Frá þessu var sagt í frétt hér í blaðinu á laugardag og á tímum þegar mikil þörf er á að halda í erlendan gjaldeyri er umhugsunarvert að reglur þvingi landsmenn til að aka um á dýrara erlendu eldsneyti en nauðsyn krefur. Rótin að þessu er tilskipun Evrópusambandsins sem tek- in var upp á grundvelli EES- samningsins á síðasta kjör- tímabili og virðist hafa verið tekin inn í íslensk lög með meira íþyngjandi hætti en nauðsynlegt var og er fjarri því að vera eina dæmið um að þannig hafi verið staðið að málum. Þá verður ekki séð að leitað hafi verið eftir undanþágu frá lágmarkskröfunum um end- urnýjanlega orkugjafa í sam- göngum þó að ekki sé loku fyr- ir það skotið að Ísland hefði getað samið sig frá þeim lág- markskröfum á þeim grund- velli að landið uppfyllir heild- armarkmið Evrópusambandsins um end- urnýjanlega orkunotkun. Ís- land nýtir raunar þegar marg- falt meiri endurnýjanlega orku en ríki Evrópusam- bandsins hafa sett sér mark- mið um að gera árið 2020, þannig að Ísland hefur að þessu leyti algera sérstöðu og á í raun enga samleið með ríkjum sem byggja orkubú- skap sinn í meginatriðum á kolum og olíu. Liechtenstein fékk undan- þágu frá tilskipuninni og af þeim sökum er ekki fráleitt að ætla að Ísland hefði getað staðið fyrir utan hana einnig, einkum á grundvelli hinnar miklu notkunar endurnýjanlegrar orku. Til þess hefði þó þurft pólitískan vilja og getu á þeim tíma þegar tilskipun var tekin upp í EES-samninginn, en lítil viðleitni hefur verið í þá átt, ekki síst eftir að Ísland gerð- ist umsóknarríki og stjórn- kerfið einhenti sér í aðlög- unarvinnuna og þingið tók að líta á sig sem stimpilpúða þeg- ar kemur að tilskipunum ESB. Það er mikil blóðtaka fyrir Ísland að þurfa í ár að missa úr landi jafnvirði um 700 millj- óna króna í erlendum gjald- eyri, svo vísað sé til mats Glúms Björnssonar, fram- kvæmdastjóra rannsóknar- stofunnar Fjölvers, sem sinnir einkum rannsóknum á elds- neyti. Vegna aukinna krafna ár frá ári til ársins 2020 um hlutfall endurnýjanlegs elds- neytis má búast við að þetta óþarfa gjaldeyrisútstreymi þrefaldist á næstu árum og kunni þá að verða orðið jafn- virði um tveggja milljarða króna eftir sex ár. Augljóst er að Ísland þarf að vera betur á verði þegar kemur að innleiðingu reglu- verks ESB og þarf að standa á bremsunni eins og unnt er og reyna að komast undan óþörf- um og íþyngjandi reglum og leitast við að innleiða þær reglur sem settar eru á eins lítið íþyngjandi hátt og frek- ast er unnt. Lítill vilji hefur verið til þess á liðnum árum að standa á bremsunni að þessu leyti og þess verður því miður ekki vart að sá vilji hafi aukist eftir að yfirlýstir aðlög- unarsinnar létu af stjórn- artaumunum. Reglur ESB sem eru innleiddar hér á landi geta verið dýr- ar og óþarfar í senn} Erlendum gjaldeyri dælt úr landi Tölur sem birtarvoru fyrir helgi um lands- framleiðslu á fyrstu níu mán- uðum ársins eru nokkurt áhyggju- efni. Samkvæmt þeim jókst landsframleiðslan aðeins um 0,5% að raungildi frá sama tímabili fyrra árs. Í fyrra var vöxtur landsframleiðslunnar á fyrstu níu mánuðum ársins yf- ir 3%, – og er þróunin vísbend- ing um að nú syrti í álinn. Öllum slíkum tölum ber vita- skuld að taka með fyrirvara en það þýðir ekki að hægt sé að horfa framhjá þeim, enda eru ákveðnar vísbend- ingar í atvinnulíf- inu sem styðja töl- urnar. Vonir standa til að leiðrétting ríkisstjórn- arinnar í skuldamálum muni stuðla að því að fjör færist í leikinn í efnahagslífinu, en meira þarf til. Lækkun skatta og einföldun regluverks er nokkuð sem stjórnvöld þurfa að setja ofar á verkefnalistann til að tryggja viðunandi vöxt efnahagslífsins á komandi ár- um. Tölum um takmark- aðan vöxt ætti að taka sem hvatningu um að gera betur} Áhyggjuefni M ikið sem ég alltaf dáðist að þessum sortum sem amma mín bakaði og útdeildi til fjöl- skyldunnar. Þeir hlaupa á hundruðum pistlarnir sem hafa verið skrifaðir um það hvað fólk þarf að koma miklu í verk fyrir jólin og það sé aldrei hægt að gera allt. Ég vissi samt engan veginn hvað það er sem fólk virðist í alvöru vera að gera fyrir jólin fyrr en ég fór að skoða int- ernetið og annað hvort er internetið lygi eða þetta með að baka sortirnar og gera jóla- hreingerninguna frá húsgrunni til þakloftnets er hreinlega trassaskapur miðað við það sem það er mögulega hægt að vera að gera. Ég var nefnilega að hugsa um að velja mér eitthvað eitt umfram þetta venjulega sem myndi sýna metnað og hafði helst í huga piparkökuhús sem ég hef aldrei prófað að líma saman. Í leit að innblæstri fór ég á stúfana til að skoða hvað fólk með keppnisskap væri samkvæmt internetinu að aðhafast á aðventunni og seríukarlinn í Ártúnsholtinu má hreinlega fara að vara sig því þarna úti er urmull af upprennandi senuþjófum. Meðan við vorum að skera okkur ávexti í skál með kvöldfréttunum rakst ég á par sem útbýr jólatrésturn úr niðurskornum ávöxtum og grænmeti. Til að fá greniútlit á turninn sem samanstendur af jarðarberjum, vínberjum og melónu, lögðu þau ferskar fjallasteinseljugreinar í lögum reglulega á milli ávaxtanna en turninn sjálfur var gulrót og ávextina festu þau í með tannstönglum. Efst var sett niðurskorin stjarna úr melónu. Þá sá ég að það er hægt að útbúa aðventu- krans sem er í laginu eins og hreindýr og er hreinlega hreindýr. Ég get ekki útskýrt hvern- ig þetta var gert en upp úr hornum skepn- unnar stóðu kertin og hreindýrið sjálft, sem annars var fremur hefðbundið í útliti, var í jólarauðu tútúpilsi og á grenigrænum táskóm. Þessu fylgdi ljósmynd sem sannaði þetta. Í öðru húsi voru öll heimilistækin færð í jóla- legan búning ef undan er skilin eldavélin. Ís- skápurinn var færður í búning snjókarls með aðstoð límiða, trefils og gulrótar sem stóð beint fram úr frystihólfshurðinni að ofan og hafði verið límd á. Þvottavélin var jólasveinn og hvítt filt stóð eins og skegg fram af þvotta- vélarhurðinni. Þetta gæti verið flökkusaga en ég hef líka heyrt, reyndar ekki séð, af kattarfjölskyldu sem túberar loðinn heimiliskött sinn á aðventunni og klæðir hann í tötralegar strigaflíkur. Grimmur er hann fyrir á svipinn en svona útlítandi kalla þau hann jólaköttinn enda er hann sérstaklega útbúinn til að vera sú andstyggðarvera á þess- um árstíma. Gott ef það er ekki sama fjölskylda þar sem heimilisfaðirinn klæðir sig í jólasveinabúning á hverju ein- asta kvöldi þá 13 daga sem sveinkar eiga að gefa í skóinn og fer í alvörunni inn um gluggann á 2. hæð til að gera þetta sem raunverulegast. Það er sem sagt engin ástæða fyrir neinn að vera að agnúast úti í þá sem ná að þrífa allt, baka og setja upp úti- seríur á hvern runna. Það fólk er ofureðlilegt. julia@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir Pistill Þeir sem þarf að hafa áhyggjur af STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vonast er til að fram-kvæmdir við kísilverþýska fyrirtækisins PCC áBakka við Húsavík getist hafist snemma á næsta ári. Til stóð að hefja framkvæmdir núna í desem- ber en fjármögnun hefur tafist. Sendinefnd frá PCC var stödd hér á landi fyrir helgi og átti fundi með heimamönnum á Húsavík, verktök- um og hönnuðum. Þar var farið yfir stöðu verkefnisins, hverju væru lok- ið og hvaða enda ætti eftir að leysa. Að sögn Snæbjörns Sigurðssonar, verkefnisstjóra hjá Norðurþingi, var þetta í fyrsta skipti sem allur þessi hópur var saman kominn á einn stað. Aðalverktaki við byggingu verk- smiðjunnar er þýskt fyrirtæki sem síðan mun ráða til sín íslenska und- irverktaka. Verkfræðistofan EFLA hefur til þessa unnið að hönnun verk- efnisins fyrir PCC. Lífeyrissjóðir með 10 milljarða Að sögn Snæbjörns á eftir að ljúka viðræðum við íslenska lífeyrissjóði um aðkomu þeirra. Stærstur hluti verksins er fjármagnaður af þýska sparisjóðabankanum, með baktrygg- ingu frá þýska ríkinu, en íslenskir líf- eyrissjóðir munu að öllum líkindum fjármagna þriðjung. Það gera um 10 milljarða króna af 25-30 sem bygg- ing verksmiðjunnar er talin kosta. Snæbjörn segir fjármögnunina er- lendis frágengna, en hún hafi verið gerð með þeim fyrirvörum að PCC tækist að ljúka fjármögnun hér á landi. Heildarfjárfesting vegna kís- ilversins er 70-80 milljarðar króna, ef með er talin orkuöflun, hafnarmann- virki, vegagerð og fleiri innviðir. PCC BakkiSilicon hf. ráðgerir að reisa verksmiðuna í tveimur áföng- um, með framleiðslugetu upp á 66 þúsund tonn á ári á kísilmálmi. Í fyrri áfanga er miðað við 33 þúsund tonna verksmiðju og orkuþörf upp á 52 MW. Snæbjörn segir orkuöflun frágengna í samningum við Lands- virkjun en orkan á að mestu að koma frá Þeistareykjavirkjun. Mest 700 störf á verktíma Mat á umhverfisáhrifum vegna verksmiðjunnar liggur fyrir. Ráðast þarf í endurbyggingu hafnarmann- virkja á Húsavík og leggja þaðan veg að verksmiðjunni í landi Bakka. Búið er að hanna og gera útboðsgögn fyrir þær framkvæmdir og aðeins beðið eftir því að PCC gangi frá sínum málum. Hefjist framkvæmdir á fyrstu mánuðum nýs árs er búist við að mestur þungi verksins verði á árinu 2016 og að framkvæmdum verði lok- ið um mitt árið 2017. Að sögn Snæ- björns er gert ráð fyrir að kísilverið og tengdar framkvæmdir muni skapa um 700 störf þegar mest læt- ur. Vonast er til að framleiðsla á kís- ilmálmi geti hafist haustið 2017. Áætlað er að verksmiðjan muni skapa um 127 störf til framtíðar. Þetta yrði fyrsta kísilver PCC en fyrirtækið er umsvifamikið í Evrópu í flutningastarfsemi og rekstri virkj- ana og efnaverksmiðja. Heimild ráðherra framlengd Eins og kom fram á mbl.is nýverið þá upplýstu forsvarsmenn PCC ís- lensk stjórnvöld um að fjármögnunin hefði tafist. Lagði meirihluti atvinnu- nefndar fram frumvarp þar sem heimild til handa ráðherra er fram- lengd um eitt ár til að fjármagna uppbyggingu innviða vegna atvinnu- starfsemi á Bakka. Samsett mynd/EFLA-PCC Bakki Kísilverksmiðjan verður skammt norðan Húsavíkur, á lóð Bakka. Beðið er eftir því að fjármögnun ljúki. Enn beðið á Bakka Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sendinefnd Fulltrúar PCC, verktaka, hönnuða og Norðurþings á lóðinni á Bakka við Húsavík, þar sem kísilverksmiðjan á að rísa á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.