Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014
Ökufærni er lykilatriðið
þegar ungmenni hefja akstur.
Hvar fær ungmennið þitt kennslu?
Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi
Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni
Allt kennsluefni innifalið
Ökukennsla www.bilprof.is
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga.
Hringdu
núna
og bóka
ðu
ökuskól
ann
ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD
– yfir 40 ár í fagmennsku.
Þekking og reynsla í fyrrirúmi
HEILSA OG LÍFSTÍLL
SÉRBLAÐ
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, föstudaginn 19.
desember
Í blaðinu verður
kynnt fullt af þeim
möguleikum sem í
boði eru fyrir þá sem
stefna á heilsuátak
og lífstílsbreytingu á
nýju ári.
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið
gefur út
sérblað um
heilsu og lífstíl
föstudaginn
3. janúar.
Mér gremst þegar bíl-
flautan er notuð í öðrum
tilgangi en gert er ráð
fyrir. Hún á að vera
samskiptatæki í umferð-
inni, notuð til að vara við
aðsteðjandi hættu og
þess háttar. Hana á ekki
að nota fyrir framan
íbúðarhús sem merki
um að bíllinn sé mættur
á staðinn og nú sé beðið
eftir því að sá sem flaut-
að var á drífi sig út. Ég
veit ekki hversu oft ég hef vaknað við þennan grófa samskiptamáta, að láta
allt hverfið vita þegar það þarf að ná í einn mann. Nú eru komin fram ný
samskiptatæki sem eiga að geta leyst bílflautuna af hólmi og voru reyndar
orðin almenningseign í lok síðustu aldar.
Vaktmaður í Árbænum.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Bílflautu hafnað
sem vekjaraklukku
Morgunblaðið/Malín Brand
Hefjast verður
handa við að byggja
upp heilbrigðiskerfið
með skjótum úrræð-
um, t.d. með aðkomu
okkar öflugustu lífeyr-
issjóða með láni til rík-
isins upp á 35-40 millj-
arða til að byrja með.
Slík lánveiting ætti
að vera hagkvæm fyrir
sjóðina frekar en að
lána háar upphæðir í ýmsa starf-
semi/rekstur sem ekki er vitað hvort
skilar sér tryggilega til baka.
Að sjálfsögðu yrði slíkt lán að
vera bundið við skýr markmið
stjórnvalda um framtíðar-endur-
uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu á
landsvísu með hátæknisjúkrahúsi í
Reykjavík.
Jafnframt verði lánið háð því að
háar upphæðir fari ekki í nefnd-
arstörf og pappírsvinnu sem litlu
eða engu skilar eins og oft hefur
gerst því miður í verkefnum ríkisins
og víðar.
Einnig má leysa heildarmálið með
fyrirframgreiddum skatti í áföngum
af séreignarsparnaði og/eða með
skattlagningu á vogunarsjóðina.
Byrjað verði á að byggja upp
mannauð á spítölunum og koma nú-
verandi húsnæði þeirra og tækja-
kosti í ásættanlegt horf og hefjast
síðan handa við að byggja nýjan há-
tæknispítala innan eðlilegra stærð-
armarka.
Varðandi byggingu á vænt-
anlegum spítala þá hafa margir talið
að huga hefði átt betur að staðsetn-
ingu hans.
Alla vega á að vera hægt að nýta
Borgarspítalann áfram í þágu
heilsugæslunnar með reglulegu við-
haldi og endurbótum sem hentar
viðkomandi rekstri.
Mér skilst að hátæknibúnaður
þurfi ekki eins mikið pláss og áður
var við hinar ýmsu aðgerðir og eins
munu vera til ný lyf til skjótari bata
við ýmsum sjúkdómum, lyf sem ekki
eru flutt til landsins í dag að mér
skilst.
Úrbætur á þessum þáttum myndu
skapa betri og skjótari bata hjá
sjúklingum og samhliða þá minni
þörf á langtíma leguplássum og
fleiri kostnaðarsömum rekstr-
arliðum í heilsugæslunni.
Ábatinn yrði því
margþættur.
Ég nefndi í pistli fyr-
ir nokkru hvort ekki
væri æskilegt að
byggja glæsilega end-
urhæfingarmiðstöð/
mótel í fallegu um-
hverfi við rætur Öskju-
hlíðar í tengslum við
væntanlegan spítala.
Hugsanlega má nýta
hluta Borgarspítalans
fyrir slíka starfsemi.
Slíkar endurhæfing-
arstöðvar eru taldar nauðsynlegar
víða erlendis til að byggja upp og
endurhæfa sjúklinga eftir erfiðar
aðgerðir/veikindi og draga þar með
verulega úr endurkomum vegna
sömu aðgerða/veikinda til lækna og
innlagna á spítala á ný.
Keyra þarf á að okkar heilbrigð-
iskerfi verði ekki síðra en þau bestu
í Evrópu.
Okkar öflugustu lífeyrissjóðir geri
sem sagt samning við ríkið um fram-
angreinda fjármögnun með ásætt-
anlegri ávöxtun og endurgreiðslu í
áföngum eftir ca. 4-6 ár og næstu 10
árin með möguleika á uppgreiðslu
fyrr ef ríkið telur það hagkvæmt.
Ríkið á að geta verið borg-
unarhæft fyrir slíku láni og vel það
ef rétt er haldið á spilunum í efna-
hagsuppbyggingunni, því tækifærin
eru fjölmörg hér á landi þrátt fyrir
dapurlegt efnahagshrun græðg-
innar 2008.
Nefnd lánveiting frá lífeyrissjóð-
unum yrði góð fjárfesting fyrir báða
aðila, enda ljóst að neðar má heil-
brigðiskerfi okkar landsmanna ekki
fara.
Einnig má leysa málið með fyr-
irframgreiddum skatti af séreign-
arsparnaði eins og fyrr er getið eða
með útgreiðsluskatti á vogunarsjóð-
ina.
Birst hafa viðtöl við og greinar
verið skrifaðar af okkar þekktasta
heilbrigðisfólki í hinum ýmsu grein-
um, þ.e. um kall eftir úrbótum svo
heilbrigðiskerfið hrynji ekki niður í
þau mörk sem erfitt getur reynst að
byggja upp á ný.
Velmenntaðir læknar og sérfræð-
ingar hafa ekki áhuga á að koma til
landsins til starfa í það starfsum-
hverfi sem hér ríkir í heilbrigð-
iskerfinu.
Við því verður að bregðast nú
þegar og til að halda í okkar fjöl-
hæfa og velmenntaða heilbrigðisfólk
sem hér er við störf.
Mikilvæga heimilislækna sem
taka við miklum þunga í heilsugæsl-
unni vantar og mikil aukning verður
þar á næstu ár ef ekki verður úr
bætt.
Það sama á við um hjúkr-
unarfræðinga og sjúkraliða sem
hafa verið að hverfa úr starfi vegna
nefndra aðstæðna.
Vandinn er því margþættur sem
vart verður við unað öllu lengur. Það
gengur ekki að þeir sem hafa nægt
fé geti frekar leitað sér sérhæfðrar
læknisþjónustu innanlands og er-
lendis, heildin verður að hafa greið-
an aðgang að slíkri læknisþjónustu
án tillits til efnahags. Það hlýtur að
vera krafa allra landsmanna.
Verum minnug þess að það veit
enginn hver verður næstur til að
þurfa á okkar hæfustu læknisþjón-
ustu að halda og þá viljum við öll að
hún sé til staðar hvar og hvenær
sem er.
Sækjum fram á þann stall í heil-
brigðiskerfinu þar sem okkar hæf-
ustu læknar og hjúkrunarfólk vill
starfa við og vera stolt af sem og
landsmenn allir. Ég hvet stjórnvöld,
lífeyrissjóðina og fleiri lánastofnanir
og öflug fyrirtæki til að skoða nefnd
úrræði og/eða önnur skjót og raun-
hæf úrræði ef þau eru til staðar. Það
hafa öflugir leiðtogar gjarnan gert
gegnum tíðina við hinar ýmsu að-
stæður og lent málum á farsælan
hátt.
Í lokin, þá þurfa landsmenn að
tryggja áfram veru Reykjavík-
urflugvallar í núverandi mynd, þ.e.
flugöryggisvöll varðandi sjúkraflug
sem og annað flug, alla vega þar til
önnur viðunandi og raunhæf lausn
finnst á málinu.
Heilbrigðiskerfið þarf
skjóta uppbyggingu
Eftir Ómar G.
Jónsson » Sækjum fram á þann
stall í heilbrigð-
iskerfinu þar sem okkar
hæfustu læknar og
hjúkrunarfólk vill starfa
við og vera stolt af sem
og landsmenn allir.
Ómar G. Jónsson
Höfundur er lögreglufulltrúi og
áhugamaður um trausta heilbrigð-
isþjónustu.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
SVANNA – GK Íslandsmeistari
í parasveitakeppni
Sveitin Svanna – GK sigraði á Ís-
landsmótinu í parasveitakeppni sem
fram fór um helgina í húsnæði Brids-
sambands Íslands í Síðumúla. Fjórt-
án sveitir kepptu og voru spilaðar
þrettán umferðir með átta spila
leikjum. Hinir nýkrýndu Íslands-
meistarar eru þau Anna Þóra Jóns-
dóttir, Guðmundur Snorrason, Svala
Kristín Pálsdóttir og Karl Grétar
Karlsson. Helsti keppinauturinn um
tiltilinn var sveit PwC, en hún vann
þessa keppni í fyrra.
Lokastaðan:
Svanna – GK 180,26
PwC 177,17
The Arctic Avengers 154,54
Tryggingamiðstöðin 148,96
Sveit Dennu 145,12
- með morgunkaffinu