Morgunblaðið - 08.12.2014, Qupperneq 19
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014
1. janúar - opnum kl. 19.
Uppselt
2014
Perlunnar er frá 20. nóvember til 30. desem
ber.
föstudaga & laugardagaHádegistilboð kr. 5.900
Föstudaginn 5. des.
Laugardaginn 6. des. - Uppselt
Föstudaginn 12. des.
Laugardaginn 13. des.
Sunnudaginn 14. des.
- Lifandi tónlist, jólasveinar og öll börn fá gjafir
Föstudaginn 19. des.
Laugardaginn 20. des.
Gjafabréf
Perlunnar
Góð gjöf við
öll tækifæri!
Veitingahúsið Perlan - Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 - Netfang: perlan@perlan.is - www.perlan.is
Í hádeginu á Þorláksmessu
Skötu og Jólahladbord
Hádegisti
lboð
5.900.-
Kvöldtilboð mánudag, þriðjudag og miðvikudag 7.500,-
Þrír áratugir eru
liðnir síðan hugmyndir
komu fram um teng-
ingu Eskifjarðar,
Norðfjarðar og Seyð-
isfjarðar með jarð-
göngum til Héraðs upp
úr Mjóafirði, alls um 26
km löng. Vel getur und-
irritaður skilið að Seyð-
firðingar hafi misst þol-
inmæðina og vilji hið
snarasta fá veggöng
sem rjúfa alla einangrun við byggð-
irnar norðan Fagradals hvort sem
talað er um að taka þau undir Fjarð-
arheiði eða Gagnheiði nema hug-
myndir komi fram um tvenn styttri
göng inn í Mjóafjörð. Að öllum lík-
indum gæti það verið fljótlegri og
ódýrari lausn til að Seyðfirðingar
geti brotist út úr þessum vítahring
fari svo að lengd ganganna undir
báðar heiðarnar verði aldrei undir
12-13 km.
Þó að tillaga Arnbjargar Sveins-
dóttur um Fjarðarheiðargöng hafi
verið samþykkt á Alþingi geta 12 km
löng veggöng haft marga ókosti
vegna loftræstivanda. Í þeim geta
orðið mörg dauðaslys ef upp koma
óvænt tilfelli sem enginn sér fyrir.
Allir landsbyggðarþingmenn skulu
svara því strax hvort þeir vilji flytja
þingsályktunartillögu um að eldvarn-
arhurðum sé komið fyrir í íslenskum
jarðgöngum um leið og öruggar
flóttaleiðir yrðu útbúnar beggja
vegna ganganna. Þetta snýst um að
öryggi vegfarenda, lögreglu, slökkvi-
liðs- og sjúkrabíla sé tryggt til að
fljótlegra verði að forðast dauðaslys
þegar hafður er í huga eldsvoðinn
sem kostaði nærri 40 mannslíf í Mont
Blanc-jarðgöngunum árið 1999.
Svo slæmt er ástandið orðið í sam-
göngumálum Seyðisfjarðar að eig-
endur Smyril Line íhuga hvort skárri
kosturinn yfir vetrarmánuðina sé að
sigla ferjunni til Eskifjarðar eða
Reyðarfjarðar vegna illviðris á
Fjarðarheiði sem gerir flutningabíl-
stjórum lífið leitt. Mín skilaboð til
þeirra sem tóku við stjórnartaum-
unum að loknum alþingiskosningum
eru þau að hér skuli menn ekki með
gífuryrðum fela sig á bak við gróða-
sjónarmið sem allir skaðast á. Þau
eru notuð sem vopn til að réttlæta
ósvífnar kröfur um hreppaflutninga.
Síðustu fimm árin hefur verið hert
á kröfunni um jarðgangagerð milli
Seyðisfjarðar og Egilsstaða þegar
fárviðri á Fjarðarheiði hrellir vegfar-
endur þvert á allar veðurspár. Fyrir
Seyðfirðinga lengist leiðin til Héraðs
í gegnum tvenn styttri göng (Mjóa-
fjörð-Slenjudal). Þau gera sama
gagn og 12 km löng veggöng undir
Fjarðarheiði sem marga Seyðfirð-
inga dreymir um. Ekkert annað
kemur til greina en að allar beygj-
urnar í Efri- og Neðri-Stafnum
hverfi endanlega eins og allir flutn-
ingabílstjórar sem keyra fiski yfir
heiðina til Seyðisfjarðar ætlast til.
Hugmyndinni um að leysa þetta
vandamál með 3 km löngum veg-
göngum hefur Vegagerðin alltaf and-
mælt. Beggja vegna Fjarðarheiðar
hafa starfsmenn Vegagerðarinnar
hvað eftir annað þurft að stöðva um-
ferð flutningabíla á leiðinni upp
beygjurnar í brekkunum sem stand-
ast aldrei hertar öryggiskröfur. Með
útúrsnúningi og upphrópunum svar-
aði fráfarandi ríkisstjórn þegar von-
sviknir Seyðfirðingar spurðu hvort
besta lausnin fælist í því að taka á
þessu vandamáli eða sjá þá missa
ferjuna.
Sá sem hefur samgöngumálin á
sinni könnu skal bregðast við þessu
ástandi á Fjarðarheiði og svara því
afdráttarlaust hvort það sé skyn-
samlegra og ódýrara að taka ferjuna
af Seyðfirðingum eða tryggja þeim
greiðari aðgang að innanlands- og
sjúkrafluginu. Vill ráðherra að Seyð-
firðingum verði áfram haldið í sjálf-
heldu ef honum er ekkert um við-
komustað Norrænu gefið? Fullvíst
þykir að undirbúningsrannsóknir á
jarðgangagerð milli Seyðisfjarðar og
Egilsstaða sem Alþingi
samþykkti á síðasta ári
geti orðið tímafrekar
eins og allt bendir til
áður en talað er um
hvort raunhæft sé að
taka göngin undir
Fjarðarheiði, Gagn-
heiði eða tvenn styttri
göng inn í Mjóafjörð.
Ráðherra samgöngu-
mála skal svara því
hvort nú eigi að taka í
taumana áður en
þungaflutningarnir
eyðileggja endanlega
veginn á heiðinni milli Egilsstaða og
Seyðisfjarðar. Það láta áhyggjufullir
Seyðfirðingar aldrei bjóða sér á með-
an engin ákvörðun um veggöng undir
Fjarðarheiði eða inn í Mjóafjörð er í
sjónmáli.
Fárviðri á Fjarðarheiði
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Vill ráðherra að
Seyðfirðingum
verði áfram haldið í
sjálfheldu ef honum er
ekkert um viðkomustað
Norrænu gefið?
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.