Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014
✝ VigdísÁmundadóttir
fæddist 10.10.
1925 í Dalkoti í
Vestur-Húnavatns-
sýslu. Hún lést á
Grund í Reykjavík
27. nóvember
2014.
Foreldrar Vig-
dísar voru Ásta
Sigfúsdóttir, f. 6.5.
1890, og Ámundi
Jónsson, f. 26.5. 1885. Systkini
Vigdísar voru: Rögnvaldur, f.
1906, Sigríður, f. 1907, Arilíus,
f. 1909, Sigurbjörg, f. 1910,
Hulda, f. 1912, Ólafur, f. 1914,
Emil, f. 1915, Böðvar, f. 1917,
Margrét, f. 1919, Jón, f. 1921,
Sigurður, f. 1924 og Auðbjörg,
f. 1928. Þau eru öll látin.
Maki Guðmundur Eysteins-
son, f. 7.6. 1920 á Hrísum í
eiga þau tvær dætur. Val-
gerður Ásta, f. 25.2. 1959, og
Jan Inge Lekve eiga þrjú börn,
þau slitu samvistum. Barna-
börn Vigdísar eru 14, barna-
barnabörnin 25 auk tveggja
langalangömmubarna.
Vigdís ólst upp í Dalkoti,
næstyngst 13 systkina. Þaðan
fluttist hún til Hvammstanga
og hóf þar búskap með Guð-
mundi. Til Reykjavíkur fluttust
þau hjón 1953, bjuggu fyrst í
Fögrubrekku og síðan á Nesj-
um við Suðurlandsveg. Árið
1968 fluttu þau á Skriðustekk
15 og þar bjó Vigdís til ársins
2005. Meðan börnin voru að
vaxa úr grasi var Vigdís
heimavinnandi húsmóðir og ól
upp börnin sex. Árið 1970 hóf
hún störf á Grund við umönn-
un og starfaði þar hátt í 30 ár.
Síðustu átta ár ævinnar bjó
hún sjálf á Grund við Hring-
braut og naut þar góðrar vin-
áttu og umönnunar.
Útför Vigdísar fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 8. desem-
ber 2014, og hefst athöfnin kl.
13.
Víðidal, d. 24.4.
1985. Börn Vigdís-
ar og Guðmundar
eru: Aðalsteinn, f.
12.7. 1945, maki
Ragnheiður H. Jó-
hannsdóttir.
Þeirra börn eru
þrjú. Sævar, f. 4.4.
1947, d. 4.12. 1994.
Maki Hrefna Sig-
urðardóttir. Sig-
urbjörg Dagný, f.
23.1. 1951, maki hennar er
Ingólfur Jónsson og eiga þau
tvö börn. Eysteinn Gunnar, f.
7.2. 1953, hann á tvær dætur
með fyrri konu sinni, Auð-
björgu Kristvinsdóttur. Með
sambýliskonu sinni, Kristínu
Marínu Siggeirsdóttur, á
Gunnar tvo syni. Aðalheiður
Gréta, f. 7.10. 1954, maki
hennar er Friðrik Jónsson og
Móðir okkar yndislega er öll.
Við kveðjustund leita minning-
ar upp í huga okkar systkin-
anna.
Meðan við börnin uxum úr
grasi var mamma heimavinn-
andi húsmóðir. Sem móðir var
hún blíð og góð. Eflaust hefur
hún átt fullt í fangi með hópinn
sinn, en hún skammaði okkur
aldrei. Það sást hins vegar vel
ef henni mislíkaði – þá setti
hún upp „svipinn“ og við viss-
um hvað klukkan sló. Hún var
hreinskilin og lá ekki á skoð-
unum sínum. Þótt hún væri ljúf
lét hún ekki vaða yfir sig, en
tók á móti, en allt með hægð-
inni.
Á æskuárum okkar voru allt-
af allir velkomnir á heimilið í
mat og drykk, þótt húsnæðið
væri ekki stórt. Foreldrar okk-
ar áttu stóran vinahóp sem
brallaði margt og oft var glatt
á hjalla. Hlýja og væntum-
þykja einkenndu heimilislífið
og þar sem er hjartarými, þar
er húsrými. Mamma hafði létta
lund og var afar félagslynd,
eiginleikar sem lituðu allt
hennar líf.
Mamma var einstaklega
óeigingjörn og ósérhlífin kona,
bar hag annarra alltaf ofar sín-
um. Hún fylgdist vel með
hópnum sínum, mundi alla af-
mælisdaga og gladdi og gladd-
ist með öllum. Ekkert þýddi að
reyna að halda neinu leyndu
fyrir mömmu, hún sá alltaf
strax væri eitthvað að angra
okkur. Hún var mikill mann-
þekkjari og nösk á hver hent-
aði hverjum og eins gott að
hlusta ef henni leist ekki á ein-
hvern fylginautinn á þeim ár-
um.
Fjölskyldan var henni allt og
hún lagði mikið upp úr því að
halda okkur saman. Hún var í
essinu sínu á fjölskyldumótum,
var stolt af afkomendunum.
Auka ömmubörn tilheyra hópn-
um og þau voru ekki skilin út-
undan. Það er henni að þakka
að við systkinin, makar og
barnabörn erum samrýnd stór-
fjölskylda. Skriðustekkurinn
var lengi samkomustaður allr-
ar fjölskyldunnar. Læri hjá
mömmu og pabba á sunnudög-
um og það voru helgispjöll að
mæta ekki í jólahangikjötið í
hádeginu á jóladag. Alltaf var
nóg til að borða þótt við mætt-
um óvænt því oftast var eldað
fyrir átta manns þótt við vær-
um öll löngu flutt að heiman.
Árið 1970 hóf hún störf á
Grund við umönnun og starfaði
þar hátt í 30 ár. Hún var
hörkudugleg, hvort sem var á
vinnustað eða heima. Hún hafði
gaman af hannyrðum og lopa-
peysurnar og ullarsokkarnir
hennar hafa vermt mörgum í
gegnum árin. Henni var kapps-
mál að vera sæt og fín og lagði
mikið upp úr því að vera fín um
hárið allt fram á síðustu stund.
Hún hafði gaman af að spá í
bolla og þá var oft mikið hleg-
ið. Mörg börnin urðu til í spá-
bollanum, en spádómarnir
rættust þó misvel, enda gert
meira af gamni en alvöru.
Henni þótti skemmtilegt að
taka í spil og að dansa og var
hrókur alls fagnaðar við slík
tækifæri. Eftir að hún varð
ekkja sótti hún gömlu dansana
og eignaðist þar góða vini, eins
og allsstaðar þar sem hún kom.
Eftir að hún flutti á Grund
árið 2005 þóttu henni í fyrstu
kvöldin heldur löng en fljótlega
var hún farin að taka virkan
þátt í félagsstörfum og flestum
uppákomum. Innlit til mömmu
á Grund þýddi oft leit um allt
hús. Hún var í kórnum, spilaði
félagsvist, botsía, minigolf,
stundaði hannyrðir og eignað-
ist þar marga góða vini.
Við systkinin viljum þakka
starfsfólki Grundar fyrir ein-
staka vináttu, hlýju og frábæra
umönnun.
Elsku mamma mun lifa
áfram í hjarta okkar allra. Við
kveðjum með ást, virðingu og
þakklæti.
Aðalsteinn, Dagný,
Gunnar, Gréta og Ásta.
Ég kynntist Vigdísi
Ámundadóttur fyrir um tutt-
ugu árum, er við Gunnar sonur
hennar rugluðum saman reyt-
um okkar. Dísa tók mér og
elsta syni mínum afskaplega
vel og virtist þokkalega sátt við
þessa viðbót við fjölskylduna.
Betri tengdamóður var vart
hægt að hugsa sér. Dísa var
glaðlynd, bóngóð og einstak-
lega barngóð kona. Urðum við
Doddi fljótlega heimagangar á
Skriðustekk 15 og eftir að
yngri synir mínir tveir fæddust
urðu innlit til ömmu Dísu að
föstum lið í dagsins önn. Báðir
voru þeir skírðir í stofunni á
Skriðustekknum og amma
Dísa, rauður kóngabrjóstsykur
í skál, og garðurinn hennar í
blóma eru partur af bernsku-
minningum þeirra. Hluti af
þessum minningum eru vinir,
nágrannar og ættingjar ömmu
Dísu sem litu reglulega inn til
hennar á öllum tímum dags.
Þetta var fólk á öllum aldri,
Dísa var elskuð af öllum sem
henni kynntust, kynslóðabil
var engin fyrirstaða.
Dísa vann á Grund fram yfir
þann tíma er hún sjálf komst á
ellilaun, og þótti þá fjarlæg
hugmynd að hún sjálf ætti eftir
að flytjast þangað sem vist-
maður, hún sem væri svo ung.
En fáum árum síðar var heils-
an tekin að láta undan og Dísa
treysti sér ekki lengur til þess
að búa ein. Þá varð Grund fyrir
valinu, enda þekkti hún þar
starfsfólk og vistmenn og varð
brátt eins og heima hjá sér.
Eins og verða vill fækkaði
heimsóknum til ömmu Dísu
þegar börnin stækkuðu, en
alltaf mætti ég sömu hlýju um-
hyggjunni hjá tengdamóður
minni í hverri heimsókn. Ein-
lægur áhugi hennar fyrir börn-
um, barnabörnum og tengda-
börnum varð okkur að
óþrjótandi umræðuefni.
Hún mátti ekki vamm sitt
vita, en var þó afar skilningsrík
á mannlegan breyskleika.
Manngæska, mannskilningur
og æðruleysi ásamt óþrjótandi
lífsgleði lituðu lífsviðhorf henn-
ar.
Nú er ættmóðirin og fasti
punkturinn í tilveru stórfjöl-
skyldunnar horfinn en hlýja
faðmlagið hennar og ávallt
góðar kveðjuóskir lifa í minn-
ingunni.
Kristín Marín.
Árið 1969 duttum við bræður
í lukkupottinn. Á rúntinum um
miðbæ Reykjavíkur hittum við
tvær föngulegar systur og þá
varð ekki aftur snúið. Þær
systur, Dagný og Gréta urðu
seinna eiginkonur okkar og þá
um leið eignuðumst við þau
Vigdísi og Guðmund sem
tengdaforeldra. Okkur var vel
tekið af allri fjölskyldunni og
féllum við strax vel inn í hóp-
inn. Fjölskylda þeirra var ein-
staklega samheldin og þótti
okkur bræðrum ekki slæmt að
geta fylgst að inn í sömu
tengdafjölskylduna. Vigdís
Ámundadóttir var afskaplega
góð kona. Hún lét sér annt um
fjölskylduna og nutum við góðs
af því. Það var oft glatt á hjalla
á Skriðustekknum við leik og
störf þar sem mikið var spjall-
að, leikið, spilað og sungið. Þau
voru ófá fjölskylduboðin þar
sem Dísa eldaði mat ofan í hóp-
inn og munaði þá engu þótt
bættust nokkrir munnar við.
Allir voru velkomnir. Dísa var
okkur góð tengdamóðir og
minnumst við hennar því með
mikilli hlýju. Við þökkum fyrir
ánægjulega samfylgd, kæra
Dísa, og mun minning þín lifa
um ókomna tíð.
Ingólfur Jónsson og
Friðrik Jónsson.
Það er svo erfitt að sætta sig
við að kveðja manneskju sem
maður elskar. Þegar ég skrifa
þessa grein og hugsa til baka
um allar þær stundir sem við
áttum saman get ég ekki annað
en brosað í gegnum tárin.
Það er svo margt sem mig
langar að segja, en svo fátt
sem ég get skrifað. Mér eru
minnisstæðastir vikulegu hjó-
latúrarnir mínir sem enduðu í
heimsókn hjá þér og við fórum
saman í búðina og bankann.
Sama hvernig viðraði þá skellt-
um við okkur í göngutúr út í
strætóskýli og tókum strætó í
Mjóddina og keyptum inn og
borguðum reikninga. Eftir
heimkomu gerðum við líka allt-
af svo vel við okkur og þá var
ósjaldan hringt og pöntuð pitsa
og slegið upp góðri veislu hjá
okkur saman.
Þú sem varst alltaf líka svo
ótrúlega góð við mig, alltaf í
gegnum veikindi mín stóðst þú
við bakið á mér, hringdir oft á
dag eða hreinlega komst og
sást um mig. Þú kenndir mér
að vera sterkur, sama hversu
veikur ég var eða hversu illa
mér leið, alltaf fannstu leið til
að láta mig brosa og njóta nú-
verandi stundar.
Ó, elsku amma, ég trúi ekki
að það sé komið að því að ég
kveðji þig í hinsta sinn, þó að
ég viti alltaf að þú sitjir og
horfir á mig og veitir mér
þessa hlýju sem ég fann alltaf
þegar ég var hjá þér. Minning
þín mun alltaf lifa í hjarta
mínu, ekki bara vegna þess
hversu góð amma þú varst
heldur einnig hversu góður og
traustur vinur þú varst. Til þín
ég samdi lítið ljóð.
Aldrei góð er nein kveðjustund
og er mér hrein ráðgáta
hversu gott er að fara í minning-
arstund
hugsa um þig og gráta.
Þinn
Viktor.
Elsku amma. Með þessu
ljóði vil ég kveðja þig
Aldimm nótt,
svaf ég hvorki vært né rótt
því vissi ég það
að elsku amma mín var
horfin úr okkar lífi.
Ég þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gefið mér
og hér með lofa ég þér
að aldrei mun ég þér gleyma,
þó það hafi aldrei hvarlað að mér.
Hvíldu nú vel,
hvíldu í friði og leyfðu þér að
dreyma
gangi þér vel í komandi lífi
og lofaðu mér að reyna
að vera best í nýjum heimi
eins og þú varst í þeim gamla.
Takk fyrir allt, elsku besta
amma mín. Ég mun aldrei
gleyma þér og góðu stundunum
sem við áttum saman.
Ingólfur Lekve.
Nú er hún amma mín farin í
ferðalagið sitt langa. Þær eru
endalausar bernskuminning-
arnar sem leita á hugann. Öll
stórfjölskyldan í risastóra
garðinum á Skriðó í góðu veðri,
við krakkarnir að hreinsa garð-
inn, búðarleikurinn í eldhúsinu,
vá hvað það var gaman! Cocoa
Puffsið inni í skáp sem við
máttum bara fá ef við vorum
dugleg að borða, brúna pullan
hans afa, klukkan í stofunni, já
og að ógleymdri henni Pálínu
með prikið sem bjó á loftinu.
Við vildum ekki hitta hana. Ég
kynntist svo nýrri hlið ömmu
þegar ég vann með henni á
Grund eitt sumar, ég þá 16 ára.
Það sumar breyttist samband
okkar úr því að vera barn og
amma í að vera ung á leið út í
lífið og amma. Ég þakka enn í
dag fyrir þann skóla sem það
var að fá að vinna með ömmu á
Grund. Amma bjó síðustu árin
sín á Litlu Grund og það var
yndislegt að koma til hennar.
Hún vildi alltaf gefa okkur
kaffisopa og kynna okkur fyrir
vinum sínum þar. Stundum
mátti hún varla vera að því að
taka á móti ættingjum þar sem
hún var svo upptekin í fé-
lagsstarfinu á Grund Hvað er
yndislegra en að eldast í gleði?
Hún söng í kórnum, spilaði
vist, spilaði botsía, já, eða var
þátttakandi í gangaslúðrinu á
Grund. Elsku amma, takk fyrir
endalausa hlýju og væntum-
þykju til mín og minnar fjöl-
skyldu. Þangað til næst.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur.
Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem.)
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Anna Jóna Aðalsteinsdóttir.
Elsku amma, að kveðjustund
er komið og minningarnar
streyma um hugann. Það er
svo sárt að missa þig. Það var
alltaf svo gott að koma til þín,
þú tókst á móti mér með þínum
hlýju örmum og umhyggju og
vildir allt fyrir mig gera. Við
vorum svo nánar og við töl-
uðum um allt á milli himins og
jarðar, þú vissir alltaf hvað var
að gerast hjá mér og fylgdist
alltaf svo vel með hvort sem
það var með skólanum,
vinnunni eða félagslífinu. Þú
varst sú sem ég gat leitað til
hvort sem það var til að fá ráð
eða einfaldlega fá eyra sem
hlustar.
Margar af mínum fyrstu
minningum voru með þig í að-
alhlutverki. Þegar ég var lítil
og var lasin þá vildi ég alltaf
vera hjá þér. Þú dekraðir við
mig allan daginn og leið mér
hvergi betur.
Þú skammaðir mig og bræð-
ur mína aldrei en þegar við
vorum óþekk opnaðir þú upp á
háloft og talaðir við Pálínu. Þú
sagðir að hún myndi taka okk-
ur upp á loft ef við yrðum ekki
stillt. Við vorum ekki lengi að
hætta fíflalátunum.
Þú komst oft og gistir hjá
okkur í Sílakvíslinni og svo
fluttum við til þín þegar við
vorum að bíða eftir nýja húsinu
okkar og svo bjóst þú hjá okk-
ur í eitt ár eftir að þú seldir
húsið og áður en þú fluttir á
Grund. Það styrkti sambandið
okkar, það var svo gott að hafa
þig hjá okkur, þegar það var
eitthvað gat maður alltaf treyst
á þig, elsku amma mín.
Ég byrjaði að vinna á Grund
í sumar- og hlutastarfi með
skóla þegar ég var 15 ára göm-
ul og vann á deildinni sem þú
Vigdís
Ámundadóttir
✝
Útför elskulegrar eiginkonu minnar,
SÓLVEIGAR ÁRNADÓTTUR,
Gullsmára 9,
Kópavogi,
fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi
þriðjudaginn 9. desember kl. 11.00.
Stefán Þórhallsson og fjölskylda.
✝
Faðir okkar,
BJÖRN JÓNATAN EMILSSON
arkitekt
og byggingatæknifræðingur,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
miðvikudaginn 10. desember og hefst
athöfnin klukkan 11.00.
Andrea Dögg Björnsdóttir,
Emil Björnsson,
Birgir Örn Björnsson,
Katrín Björnsdóttir,
Einar Björnsson.
Elskulegur eiginmaður minn og ástríkur
faðir okkar,
HILMIR HÖGNASON,
rafvirkjameistari og rithöfundur,
lést í Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í
Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 5.
desember.
Útför auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
.
Alda Björnsdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐNÝ JÓSTEINSDÓTTIR,
Grundargarði 1,
Húsavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
hinn 27. nóvember síðastliðinn. Útför hefur farið fram.
.
Þorgrímur Sigurjónsson,
synir, barnabörn og aðrir ástvinir