Morgunblaðið - 08.12.2014, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 08.12.2014, Qupperneq 25
áttir heima á. Það var svo gott að sjá þig á hverjum degi. Það fyrsta sem ég gerði þeg- ar ég kom í vinnuna var að koma til þín, til að fá hlýtt faðmlag, kyssa þig og spjalla og það sama gerði ég þegar ég fór heim. Eftir að ég hætti að vinna á Grund fengum við fráhvarfs- einkenni frá hvor annarri. Ef ég kom ekki í 5-7 daga þá fékk ég alltaf að heyra hvað það væri langt síðan ég kom og þegar ég sagði þér hvenær ég kom síðast þá sagðirðu að það væri langt á okkar mælikvarða sem var rétt. Þegar sagt var við þig hversu sérstakt samband við ættum og hversu gott ömmu- barn ég væri var ég ekki lengi að svara að það væri betra að eiga svona góða ömmu. Elsku amma mín, mér þykir svo vænt um þig og mun varð- veita allar minningarnar sem við áttum saman. Guð geymi þig, elsku besta, og takk fyrir allt það dýrmæta sem þú gafst mér. Þín Karen. Elskulega amma mín, Vigdís Ámundadóttir, er fallin frá eft- ir langa og viðburðaríka ævi. Hún var mikil félagsvera hún amma. Eftir að hún fór á dval- arheimilið Grund var það ein- skær heppni ef maður náði á hana í herberginu sínu þar sem hún var ósjaldan á fleygiferð um Grund við að stunda fé- lagslífið og lét hún sig varla vanta í það sem í boði var. Það var góð tilfinning að vita af henni hafa nóg að gera. Henni leiddist ekki á meðan og alltaf tók hún á móti manni með brosinu sínu bjarta, sátt við líf- ið og tilveruna. Henni ömmu Dísu þótti vænt um fólkið sitt og ekkert gladdi hana meira en að fá af- komendurna í heimsókn í smá spjall um lífið og tilveruna. Hún var alla tíð einstaklega barngóð og hafa börnin í fjöl- skyldunni alltaf laðast að ömmu Dísu sem alltaf átti faðmlag til að gefa. Við börnin og barnabörnin þeirra Dísu og Guðmundar vorum svo heppin að njóta margra góða samverustunda með þeim og hvert öðru á Skriðustekknum. Þar var oft margt um manninn og mikið fjör. Sumrin voru einstaklega skemmtileg þar sem garðurinn sem í minningunni var risastór var vel nýttur í sólböð, fót- bolta, eina krónu og aðra skemmtilega leiki. Það var ekki síst í boltaleiknum yfir sem reyndi á einstaka þolinmæði ömmu. Hringurinn í kringum húsið var hlaupinn trekk í trekk og blómabeðin tröðkuð niður. En einhvern veginn komumst við upp með það þar sem amma naut þess í botn að hafa fólkið sitt hjá sér, glöð, hlæjandi og saman. Samheldni fjölskyldunnar var henni mik- ilvæg og tókst henni vel að halda utan um hópinn sinn. Eftir að ég flutti með fjöl- skyldu minni til Danmerkur ár- ið 2001 hitti ég ömmu sjaldnar en ég hefði viljað. Eitt af því erfiðasta við að búa erlendis er að vera fjarri fjölskyldu og vin- um. Það var því einstaklega ánægjulegt þegar amma ásamt fræknu fylgdarliði kom að heimsækja okkur til Danmerk- ur. Hún lét aldurinn ekki stoppa sig og áttum við ynd- islegar stundir saman í Dan- mörku og Þýskalandi. Minningarnar eru ótal marg- ar sem spretta fram þegar að kveðjustundinni kemur. Mér er ofarlega í huga einlægt þakk- læti og hlýhugur vegna þeirrar gleði og ástar sem amma hefur alla tíð umvafið mig. Einstök samheldni minnar yndislegu fjölskyldu er henni og afa Guð- mundi að þakka og er hún ómetanleg. Það er alltaf sárt og erfitt að kveðja gott fólk sem hefur skipað svo stóran sess í lífi manns, en um leið hlýnar manni yfir dásamlegum minningum sem hafa átt stóran þátt í að móta okkur sem þeirra njótum. Minningin um yndislega konu lifir. Konu sem var góð og kærleiksrík, skemmtileg, úrræðagóð og dugleg. Konu sem kenndi mér svo margt. Takk fyrir samveruna, elsku amma, og í huga mínum ferð þú á vit nýrra ævintýra með afa Guðmund og Sævar, son þinn, í fararbroddi þér við hlið. Vigdís Sæunn Ingólfs- dóttir og fjölskylda. Í dag kveðjum við ömmu Dísu eða ömmu á Skriðó eins og hún var oftast kölluð. Það er margt sem rifjast upp á stundum sem þessum. Falleg- ar, góðar og skemmtilegar minningarnar streyma um hug- ann. Amma á Skriðó var stór hluti af lífi okkar og fjölskyld- unnar allrar. Það var ósjaldan í okkar æsku að öll stórfjöl- skyldan streymdi niður á Skriðustekk á blíðviðrisdögum og átti saman góðar stundir í garðinum. Við krakkarnir sótt- um mikið til ömmu sem gaf okkur Cocoa Puffs og bakaði fyrir okkur kleinur sem vakti mikla gleði, enda voru klein- urnar hennar ömmu þær bestu í heimi. Það var oft mikið sem gekk á á Skriðustekknum, við krakkarnir brölluðum ýmislegt en það var sama hvað við gerð- um af okkur amma trúði alltaf bara því besta upp á okkur og þar af leiðandi komumst við upp með margt. Amma prjónaði lopapeysur af miklum krafti sem við nut- um öll góðs af í fjölskyldunni. Stundum fengum við að hjálpa ömmu við að vinda lopann og sagði hún okkur þá sögur á meðan. Pálína á loftinu spilaði líka stórt hlutverk á Skrið- ustekknum, en allir báru mikla virðingu fyrir henni. Amma Dísa var kjarnorku- kona, jákvæð, einstaklega góð, hjartahlý, traust og með góða nærveru. Eiginlega besta amma í heimi finnst okkur. Andlegur og líkamlegur styrk- ur var eitt sem einkenndi ömmu, það var sama hvað gekk á í hennar lífi hún tók öllu með styrk, jafnaðargeði og já- kvæðni. Það var einmitt þessi styrkur og traust sem við fund- um alltaf fyrir þegar við hittum hana. Það var alltaf gaman að koma til ömmu hvort sem var í sunnudagslærið, til að spila Kana eða fá hana til að spá í bolla fyrir sig. Amma var mjög glaðlynd, glettin og skemmti- leg kona og var alltaf mikið spjallað og hlegið þegar við hittumst. Hún var mikill mann- þekkjari og komst oft að ýms- um ósögðum hlutum þegar hún var að lesa í bollann. Þegar við hugsum til ömmu sjáum við hana alltaf fyrir okkur þegar hún hristist öll af hlátri. Við munum sakna þeirra stunda sem við áttum þegar við heimsóttum ömmu löngu á Grund, amma var alltaf svo kát og glöð að sjá okkur og krakk- ana. Við spjölluðum mikið sam- an um alla heima og geima, yndislegar stundir. Elsku amma, takk fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum fengið að njóta með þér. Hvíl í friði. Margrét og Ásta Friðriksdóttir. Jæja, þá er hún farin frá okkur, forseti föðurfjölskyld- unnar, hún Dísa amma mín. Það er óhætt að segja að hún hafi átt langa ævi og lifað tím- ana tvenna. Fædd árið 1925, ein af 13 börnum. Mér verður stundum hugsað til þess að ef hjón myndu eignast 13 börn í dag þá væru þau talin rugluð. Að þau gætu ekki framfleytt fjölskyldu sinni. En svona hef- ur þetta þróast þar sem ver- aldleg gæði eru mæld í pen- ingum en ekki börnum. Sjálfsagt hafa þrengslin verið mikil hjá foreldrum ömmu og börnin send í vist til að létta róðurinn en svona var þetta og enginn talinn ruglaður. Verald- leg gæði voru mæld í því að eiga í sig og á. Dísa amma bjó lengi við þröngan kost og að- stæður sem ekki þýddi að bjóða núverandi mannverum á Íslandi. En ég held að hún hafi átt góða ævi því hún kynntist honum Guðmundi afa mínum og eignaðist með honum sex börn. Börn sem nú eru farin að komast á ellilífeyri. Hlunnindi sem forfeður hennar gátu ekki leyft sér. Frá því að ég man eftir mér átti hún heima á Skriðustekk 15 í litlu einbýlis- húsi sem alltaf var höll í henn- ar augum. Sjálfur átti ég líka heima í Breiðholtinu og við fór- um reglulega í heimsókn til ömmu, afa og Sævars. Þangað þótti okkur alltaf gaman að koma og maður beið eftir að afi birtist og benti manni, með litla puttanum, að koma með sér inn í herbergið og kíkja á það allra heilagasta í einum fataskápnum. Þar var nefnilega lakkrísinn geymdur. Lengst vann amma á elliheimilinu Grund og svo þegar hún hætti að vinna þar flutti hún þangað sem vistmaður og hélt áfram að vinna þar. Ég held nefnilega að hún hafi aldrei talið sig vera vistmann á Grund heldur eina af stelpunum sem þar raun- verulega vinna við það góða starf sem felst í því að gera vist gamla fólksins bærilegt. Það er náttúrlega frábært að geta búið á stað þar sem maður eignast góða vini til að verja með sér ellidögunum en jafn- framt er það erfitt að þurfa að upplifa það í sífellu að þessir góðu vinir manns deyja frá manni. Amma átti marga slíka vini. Það er synd að segja frá því að þótt ég hafi þekkt hana Dísu ömmu í öll þessi ár veit ég samt svo lítið um hana. Átti hún sér raunverulega áhuga- mál eða var áhugamálið það að sinna fjölskyldunni. Spila við hana, elda ofan í hana og prjóna á hana lopapeysu? Þegar ég hugsa til baka er mér minnisstæðast tvennt um þessa merkilegu konu. Hið fyrra, þreytuleg kona sitjandi við eldhúsborðið með kaffiboll- an sinn að reykja. Reyking- arnar voru líklega eina nautnin sem hún leyfði sér í lífinu. Hið seinna er hún Pálína. Helvítið hún Pálína. Pínkulítil, en ógn- vekjandi skass sem bjó í loft- ræstistokknum í litla húsinu og var notuð sem grýla á okkur börnin til að þagga niður í okk- ur ef lætin voru orðin of mikil. En nú ertu farin frá okkur. Farin á fund eiginmanns þíns og sonar sem alltaf voru þér svo kærir. Gerðu það fyrir okk- ur að bera þeim kveðjur frá okkur og segðu þeim svolítið frá okkur. Og ekki gleyma að segja þeim frá nýjustu með- limum fjölskyldunnar sem þeir aldrei náðu að kynnast. Takk fyrir samfylgdina. Arnar Aðalsteinsson. Nú er hún Dísa frænka mín búin að kveðja okkur, sú síð- asta sem lifði af tólf systkinum föður míns. Vegna þess sækja að manni minningar um þau systkini föður míns sem ég kynntist, þetta var gott og traust fólk. Tíðarandinn var nokkuð annar á sjöunda áratugnum en í dag, farið var í sunnudags- heimsóknir án þess að gera boð á undan sér, þetta voru góðar stundir og minningarnar eru ljúfar. Reglulega var farið norður í heimsóknir, þá var byrjað í Borgarnesi hjá Emil og Tótu, síðan farið að Þver- holtum til Sigga og Sjafnar. Næst voru Magga og Bjarni á Hvammstanga, Jón og Naný í Bjarghúsum, Auðbjörg og Sig- fús á Blönduósi, Rögnvaldur og Sigrún í Vatnahverfi og síðast Sigga og Garðar á Sauðár- króki. Hérna í Reykjavík var rúnturinn Hulda og Sigurjón á Laugarásveginum, Óli og Nunna, Dísa og Mundi í Neðri- Dal við Suðurlandsveg. Reynd- ar kallaði pabbi Neðri-Dal aldrei annað en Ólafsvelli. Sunnudagsheimsóknirnar að Neðri-Dal þar sem Dísa og Mundi bjuggu á neðri hæðinni eru sterkar í minningunni. Þegar búið var að heilsa upp á geiturnar hans Óla var ég yf- irleitt fljótur niður til Dísu að hitta krakkana og fá Spur eða Sinalco. Það var nefnilega al- veg klárt að Dísa átti alltaf eitthvað gott handa litla frænda sínum. Mundi hennar keyrði jú flottasta trukkinn hjá Ölgerðinni og Addi sonur hennar var líka á svona trukk sem var fullur af ropvatni. Þetta var nánast himnaríki! Dísa frænka átti líka að mér fannst langfallegustu frænku mína í henni Grétu og þá ljúf- ustu í Dagnýju. Gunni og Sæv- ar voru miklir töffarar sem sögðu stóreygum litlum frænda ótrúlegar sögur og við Ásta vorum góðir vinir enda nánast jafngömul. Það var alltaf æv- intýri að fara í þessar heim- sóknir og ekki síður gaman að heimsækja Dísu eftir að þau Mundi fluttu í nýja húsið á Skriðustekknum. Síðustu árin endurnýjuðum við Dísa frænka kynnin er hún og mamma voru saman á Grund. Þar var hún frænka mín hrókur alls fagnaðar, alltaf að segja mér frá skemmtunum og uppákomum sem boðið var upp á og kvartaði stundum við mig að henni gengi illa að draga mömmu með sér á skemmtanirnar á elliheimilinu! Mamma var ekki alveg sami stuðboltinn og hún! Ég kveð hana frænku mína, ég á ekkert nema ljúfar minningar um hana, hún var einstaklega lífs- glöð, jákvæð og skemmtileg manneskja sem ég þakka fyrir að hafa kynnst. Hilmar Böðvarsson. Fyrir um áratug fengum við Rannveig kona mín Tryggva- dóttir inni á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund við Hringbraut. Þar tókust góð kynni með okkur og Vigdísi Ámundadóttur, sem styrktust, þegar okkur var úthlutað sæti við sama borð í matsal Grund- ar. Það þekktist fyrrum á Ís- landi, að menn tryggðu, meðan aldur og heilsa leyfði, afkomu sína í ellinni hjá góðu fólki með vinnu eða fjármunum. Þetta hét „að gefa próventu sína“. Að vissu leyti átti þetta við um Vigdísi Ámundadóttur. Hún átti að baki gifturíkan starfs- feril á Grund áður en hún sett- ist hér að, var því vel kunnug mörgum hinum eldri úr starfs- liðinu. Vigdís tók virkan þátt í ýmsu félagslífi hér á Grund. Hún var til dæmis í hópi stofn- enda nýlegs „Grundarkórs,“ sem skemmti okkur heima- mönnum og sótti auk þess heim systurstofnun Grundar í Hveragerði, Ás. Ég kveð góða vinkonu með söknuði og tel mér leyfast að flytja ættingjum Vigdísar Ámundadóttur og öðrum góð- um vinum hennar innilegar samúðarkveðjur frá öllum, sem kynntust henni hér á Grund. Örnólfur Thorlacius. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 Góður hjóla- félagi, Unnar J. Kristjánsson er fallinn frá. Hann varð bráðkvaddur 9. nóvember. Að leiðarlokum reikar hugur okkar samferða- manna Unnars í Postulum, bif- hjólasamtökum Suðurlands, aftur þennan áratug sem við áttum saman á mótorhjólum. Þegar við gengum í mótor- hjólaklúbbinn voru Postular að slíta barnsskónum. Þegar Unnar fór að hjóla með Post- ulunum tókum við strax eftir að þarna fór heilsteyptur mað- ur sem aldrei steig á annarra strá. Unnar var líka alltaf í góðu skapi og honum fylgdi góðlátleg stríðni. Alltaf tók hann vinsamlega á móti nýjum meðlimum og gerði sér far um að allir fyndu sig velkomna. Hann vildi ekki að neinn stæði álengdar og þyrði ekki að slást í hópinn. Unnar sagði brand- ara af mikilli innlifun og ákafa. Sum okkar náðu ekki alltaf brandaranum í fyrstu, þá komu útskýringarnar og að endanum frasinn hans og ein- kenni, „Þú veist, þú skilur“. Hann hafði gaman af að spjalla við okkur hina hjólar- ana um heima og geima og ekki síst um hjólin og búnað þeirra. Unnar lifði sig inn í hjólamennskuna og samsamaði sig við „orginalinn“ eins og hann hefur birst í mörgum bíómyndum um frelsið sem fylgir því að ferðast um á mót- orhjóli og láta goluna leika um sig meðan brunað er eftir mal- bikinu. Hann vildi því ekki rúðu eða vindhlífar á sitt hjól en ef í ferðalag var farið voru leðurtöskur aftan við hnakkinn Unnar Jón Kristjánsson ✝ Unnar JónKristjánsson fæddist 12. maí 1966. Hann lést 9. nóvember 2014. Út- för Unnars var gerð 21. nóvember. og pjönkur jafnvel bundnar á stýri og undir framljós. Við Postular af höfuðborgarsvæð- inu höfum safnast saman við Rauða- vatn áður en við höldum til móts við félagana á Suðurlandi og ávallt ef Unnar var á sama tíma á leið heim úr vinnu og ók framhjá okkur kastaði hann á hópinn kveðju og dreif sig síð- an heim, austur í Hveragerði. Hann var svo mættur á Sel- foss á svipuðum tíma og við hin. Unnar varð mjög ham- ingjusamur þegar hann náði Guðnýju sinni á hjól og í fé- lagsskap Postula. Postular hafa líka notið þess því að þau hafa bæði verið í stjórn sam- takanna, Guðný formaður í tvö ár og Unnar stjórnarmaður síðastliðin ár. Postular hafa hjólað með börn á völdum hátíðum á Suð- urlandi ásamt því að heim- sækja Sólheima á hverju ári og hjóla þar með heimilisfólk og gesti þeirra. Unnar fann sig vel í þessum keyrslum og lagði sig fram um að mæta í þær. Ekki leiddist honum heldur að mæta með Postulum og samgleðjast hópi fatlaðra er dveljast hvert sumar í or- lofsbúðum á Laugarvatni. Í hjólaferðum Postula um landið naut Unnar sín vel og var í essinu sínu. Samferða- menn hans minnast þess hve hann var hugulsamur við alla þegar eitthvað bjátaði á og var fyrstur til þegar einhverrar aðstoðar var þörf. Hafi hann þakkir fyrir það. Eiginkonu, börnum, barna- barni, móður, sem nú sér á eftir sínu þriðja barni, og fjöl- skyldunni allri sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hanna #142 og Þórarinn #140. Þá er löngu lífshlaupi Sillýj- ar móðursystur minnar lokið. Ég man fyrst eftir henni í Hjarðarholti, en þar bjó hún hjá foreldrum sínum, er ég flutti þangað. Fljótlega bætt- ist Gunna við. Hjarðarholt var gamall bóndabær í Langholts- hverfinu sem þá var úthverfi í borginni. Kúabú og kjúklinga- rækt var á jörðinni. Á hverjum morgni fengum við spenvolga mjólk, sem sótt var í lítinn skúr rétt hjá. Sillý vann við að sauma skó, en eftir að Gunna fæddist fékk hún saumavél heim. Afi sótti og fór með efnið til baka. Í Hjarðarholti bjuggum við í nokkur ár, þá keypti afi parhús við A-götu í Blesugróf sem hét Gilhagi. Sillý og amma sáu saman um heimilis- haldið, en amma dó í Gilhaga og eftir það sá Sillý ein um Sigurrós R. Jónsdóttir ✝ Sigurrós R.Jónsdóttir fæddist 16. júlí 1924 á Suðureyri í Tálknafirði. Hún lést á Skjóli í Reykjavík 8. nóv- ember síðastliðinn. Útför Sig- urrósar fór fram frá Langholts- kirkju 18. nóv- ember 2014. heimilishaldið. Síðan fluttu afi, Sillý og Gunna á Sundlaugarveg, og þaðan fóru Sillý og Gunna á síld á Seyðisfjörð. Þar fann Sillý mannsefni sitt, hann Eyva, og úr varð farsælt hjónaband í yfir fimmtíu ár. Þau bjuggu lengst af á Langholts- vegi 168, þar fæddust Dóra og Kata. Ég minnist sérstaklega Hjarðarholtsáranna. Fékk ég alltaf uppáhaldsbækurnar mínar í afmælis- og jólagjöf frá Sillý. Hún bauð mér í leikhús, og man ég sérstak- lega eftir Deleríum Búbonis sem sýnt var í Iðnó. Mörg seinni ár hef ég feng- ið hveitikökur frá henni fyrir jólin. Ég þakka Sillý frænku fyrir ánægjulega samfylgd í yfir sextíu ár. Ég hitti hana síðast þremur vikur fyrir andlátið. Var hún orðin þreytt og sátt við að yfirgefa jarðlífið og hitta systur sínar og aðra ættingja og vini á efri hæðum. Ég votta Eyva, dætr- um hennar og öðrum ættingj- um samúð mína. Megi Sillý frænka hvíla í friði. Hafliði (Halli).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.