Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 27

Morgunblaðið - 08.12.2014, Síða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 gaman af. Já, ég kynntist Siggu minni sumarið 1975 þegar ég var 11 ára en þá gerðist hún ráðs- kona hjá Gústa afa á Stað enda nokkur ár frá því að Jófríður amma dó. Ég man vel þennan fyrsta dag sem hún og sonur hennar, Dói (Magnús), sem þá var rétt 10 ára, komu heim á Stað. Afi bað mig að sjóða ýsu og hafa tilbúna þegar hann væri bú- inn að sækja þau í flug til Ísa- fjarðar. Ég var mjög spennt að hitta þessa nýju ráðskonu og son hennar og fannst þetta hlutverk mitt að sjóða ýsu vera mjög merkilegt. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum þegar þau komu enda urðum við Dói strax góðir vinir og mikill kærleikur á milli mín og Siggu. Svo fóru þau suð- ur um haustið og ég var ekki viss um að sjá þau aftur, enda átti Sigga stóra fjölskyldu í Kópa- vogi, en börnin hennar eru 6 í allt og Dói yngstur þeirra. Mig minnir að ég hafi verið 12 eða 13 ára þegar hún kemur aft- ur vestur og þá er gamla húsið á Stað brunnið til kaldra kola og afi fluttur í nýja prestssetrið, sem enginn prestur bjó í. Ég hélt að hún væri að koma í heimsókn, ég man hvað ég var feimin og hissa þegar ég frétti að hún væri orðin kærastan hans. Það að afi ætti kærustu fannst mér mjög skrítið enda að mínu mati orðinn talsvert gamall þó unglegur væri og hress. Á þessum árum var Þorvaldur frændi fluttur með nýju konuna sína, Rósu, á Stað og fljótlega voru synirnir tveir og man ég alltaf hvað Sigga var góð við þá. Því miður dó afi alltof snemma en hann varð bráðkvaddur á balli á Suðureyri 4. des. 1983 sem er sami árstími og Sigga okkar kveður nú. Þó svo að það séu 31 ár síðan afi dó sleit hún aldrei sambandi við okkur og bjó á Stað með Þorvaldi og Rósu mörg ár eftir hans dag og hjálpaði til við bústörfin og heimilið enda heim- ilið barnmargt. Hún hafði mikla ánægju af fjárbúskap og fjár- glögg mjög. Svo kom að því að hún flutti aftur suður í Kópavog- inn og keypti hús með syni sín- um Dóa og Þórunni konu hans. En alltaf hélt hún áfram að koma vestur og hjálpa til á meðan heilsan leyfði og var ljúft að fá hana til sín í heimsókn. Einnig var alltaf gott að heimsækja hana í Kópavoginn, hún var allt- af svo indæl og hress og stutt í húmorinn. En því miður var orð- ið of langt síðan ég náði að heim- sækja hana en sem betur fer þá hittum við stórfjölskyldan frá Stað hana í sumar í Bjarkalundi þegar mamma hélt upp á 75 ára afmælið sitt. Alveg ómetanlegt var að fá að eiga góða samveru- stund með elsku Siggu minni, svo kátri og hressri. Teknar voru myndir af henni með börnum Gústa rétt áður en ég knúsaði hana og kvaddi en ekki grunaði mig þá að þetta yrði í síðasta skipti sem ég hitti elsku Siggu ömmu mína sem ég elska svo heitt. Ég veit að Gústi afi mun taka vel á móti henni og henni mun líða vel. Guð blessi minn- ingu Siggu minnar og styrki börn hennar og afkomendur í sorginni. Við munum sakna hennar sárt, börnin hennar frá Stað, afkomendur Gústa. Hvíldu í friði, Sigga mín. Þín Jóna Margrét. Elsku Sigga okkar, við vorum lánsöm að fá þig inn í stórfjöl- skylduna á sínum tíma því þú hefur verið okkur mikil gæfa og gleði alla tíð. Þú hefur verið okkur amma og langamma barnanna okkar , vin- kona og félagi allt frá því að þú komst til Gústa afa á Stað sem ráðskona á sínum tíma. Þú varðst honum mikill gleðigjafi og reyndist okkur öllum yndislega amma. Við kveðjum þig með miklum söknuði en minningarnar um þig munu ávallt fylgja okkur og þakklæti fyrir það hvað þú reyndist okkur öllum vel. Öllum afkomendum þínum færum við innilegar samúðarkveðjur. Þú komst með birtu í bæinn inn Og breyttir hryggð í vinsemd trygga. Veittir kraft og von um sinn, varðst strax okkar góða Sigga. Nú lífi þínu er lokið hér og landið sumars strýkur vanga. Af hjarta viljum við þakka þér þína hjálp um daga langa. (Þóra Þórðardóttir) Fyrir hönd afkomenda Þóru og Valgeirs í Brekkukoti á Suð- ureyri, Lilja Rafney Magnúsdóttir. Mig langar að minnast kærrar vinkonu með nokkrum orðum. Ég átti því láni að fagna að kynnast henni Siggu fyrir um 25 árum þegar ég kom á minn fyrsta miðilsfund hjá henni og með tímanum urðum við góðar vinkonur. Ég hef ekki áður fund- ið svona mikla sorg í mínu hjarta eins og ég fann þegar hringt var í mig og mér sagt að Sigga væri komin á spítala og væri mikið veik, mér fannst koma brestur í mína kjölfestu við þessi tíðindi. Hún Sigga var einstök sál og elskuð af öllum sem kynntust henni enda var gestagangur mik- ill á hennar heimili. Ég heyrði hana aldrei segja hnjóðsyrði um nokkra manneskju, það mættu margir taka það til eftirbreytni. Hún var sú sem hlustaði á aðra og það fór aldrei lengra, en hún var ekki að ræða um sig og sín málefni nema maður spyrði hana. Þegar maður spurði um hennar líðan þá var svarið oftast, „æ ég er hálflöt í dag“ þó svo að hún væri slæm af verkjum. Hún tók hag fjölskyldunnar og ann- arra samferðamanna fram yfir sinn hag og var alltaf að prjóna á fólkið sitt. Við hjónin eigum eftir að sakna þess að fara í kaffisopa til hennar eða fá hana með okkur í bústaðinn okkar þar sem við gát- um setið tvær og púslað langt fram á nótt eða bara spjallað saman. Missir fjölskyldunnar er mikill en við vitum að hún er komin heim í Sumarlandið og líður vel og textinn í kvæði Tómasar Guð- mundssonar, Hótel jörð, passar vel við hennar lífssýn. Þótt augum ég beini út í ómælisgeim, ertu samt nálæg mér. Því stjarnanna blik og birtan frá þeim ber mér glampa frá þér. (Hala Satavahana) Með hjartans þökk fyrir allt, kæra vinkona. Ebba Unnur og Jónas Helgi. Sigríður hafði í áratugi borið uppi starfið hjá Sálarrannsókna- félagi Reykjavíkur sem transmi- ðill, þegar við hjónin kynntumst henni sumarið 1998 nánast fyrir tilviljun og fengum fyrsta miðils- fundinn. Á næstu 16 árum sátum við með henni 52 fundi, þar sem fjöldi framliðins fólks kom fram, 40 látnir ættingjar og vinir og nokkrir þjóðkunnir menn, þar af 18 prestar og 2 biskupar og 9 systkini konu minnar og sonur okkar, sem lézt árið 2002 og lýstu því, hvernig var að deyja, hvað við tók og sögðu frá hinum nýju heimkynnum. Og stjórnendur Sigríðar að handan, þeir Einar Loftsson og Lúðvík Norðdahl, lýstu þessu betur en ég hef áður séð. Fram- lífið væri líkamlegt líf á hnetti og til miðilsfundanna færu menn sálförum og skildu líkama sína eftir sofandi. Þetta væri sama fyrirbærið og alþekkt væri á jörðinni. Þessi nýi fróðleikur varð kveikjan að því að ég gaf þetta út í bókunum Til æðri heima 2004 og Sumarlandinu 2010. Án Sig- ríðar hefðu þessar bækur varla orðið til. Og síðasta fundinn hélt hún fyrir okkur 7. október. Þegar leiðir okkar Sigríðar skiljast nú um hríð, er mér efst í huga mikið þakklæti til hennar fyrir vináttu og ljúf kynni og mikinn fróðleik um þann heim, sem okkar allra bíður. Ég óska henni blessunar í hinum nýju heimkynnum í Sumarlandinu. Guðmundur Kristinsson. Sigríður ólst upp í fögrum fjallahring í Fíflholtum á Mýr- um, hjá foreldrum sínum og Þóru móðursystur, með systrum sínum og bróður. Sigga var bóndadóttir, „en mamma var bóndinn“ eins og Sigga sagði og Þóra hugsaði um börnin og heimilið. Sigga var send í skóla til Reykjavíkur til föðursystur sinn- ar, Guðnýjar. Skólinn var við Stýrimannastíg og var Sigga lægst í bekknum um haustið þegar hún kom, en hæst um vor- ið. Hún fór ung í Húsmæðraskól- ann á Varmalandi og margt það- an tileinkaði hún sér alla ævi. Lífið hélt áfram og hún giftist og eignaðist sex börn og bjó lengst af í Kópavogi. Maðurinn hennar tók hana með sér á fund hjá Nýalssinnum og þar kemur í ljós að hún hefur miðilshæfileika og fær þjálfun þar. Sigga var góður miðill og allt- af komu læknar í miðilssam- bandið til að hjálpa fólki heilsu- farslega. Margt fólk hafði samband við Siggu og „bað fyrir nöfn“ sem nefnd voru svo á næsta miðilsfundi og fóru einnig í bænabókina hennar, sem lá á altarinu úr kirkjunni í Hjörsey. Hjónabandinu lauk og Sigga flutti að Stað í Súgandafirði til að búa með bóndanum þar, Þórði Ágústi Ólafssyni. Hann var ástin í lífi hennar. Henni líkaði líka vel að vera komin aftur í sveitina og ekki spillti berjalandið með að- albláberjum, sem eru „einu ber- in“ að mati Vestfirðinga og Strandamanna. Gústi var eldri en hún og var spurður hvort hann væri ekki hræddur um hana fyrir yngri mönnum. „Nei,“ sagði Gústi, „en ég reyni ekki að keppa við rollurnar.“ Sambandið entist ekki lengi því Gústi lést eftir nokkurra ára sambúð. Hún flutti aftur í Kópavoginn að Hlégerði og seinna að Digra- nesheiði þar sem hún keypti hús með syni sínum og tengdadóttur. Það er stór ættbogi kominn út af Siggu og síðan bættust við af- komendur Gústa.Tengslin þar virðust ekki minni en hjá hennar eigin fjölskyldu, svo það var margt fólk í kringum Siggu, fyrir utan alla sem höfðu samband við hana vegna andlegu málanna. Sigga var ekki bara góður miðill hendur líka góð vinkona. Hún var ljúf og trygg, skemmti- leg og fróð. Undanfarin ár höfum við farið í mörg ferðalög innan- lands og hún vissi mikið um land- ið, staðhætti, nöfn á fjöllum og hún þekkti jafnvel til bæja. Það var alltaf gaman að ferðast með henni hvort sem var um Suður- land og gist í Hörgslandi austan við Kirkjubæjarklaustur, Snæ- fellsnes eða suðvesturhornið. Ekki ná gleyma Strandaferðun- um að tína ber í nágenni Hólma- víkur og gist í sumarbústað og seinna á Kirkjubóli, alltaf í bændagistingu þar sem við tók- um með sængurnar okkar og elduðum eða ég eldaði og Sigga talaði. Hún kenndi mér að tína bláber með tínu án þess að skemma lyngið, náttúran er heil- ög. Vinátta kvenna felur ekki í sér spennuna sem er á milli karls og konu. Vinátta Siggu var alltaf jöfn, áreiðanleg og það fylgdi henni öryggistilfinning. Okkur varð aldrei sundurorða. Góð vin- átta er gulls ígildi. Röddin er hljóðnuð en minn- ingin er sterk um góða vinkonu sem á sér ekki marga líka. Ég votta öllum aðstandendum Sigríðar Jónsdóttur samúð mína. Elísabet Jónsdóttir. Meira: mbl.is/minningar ✝ Daníel GunnarSigurðsson fæddist í Bakkaseli í Hrútafirði 1. apríl 1941. Hann lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 25. nóv- ember 2014. Foreldrar hans voru Sigurður Lýðsson, bóndi og trésmiður frá Bakkaseli, f. 7. nóvember 1908, d. 4. júní 1972, og kona hans Guðný Margrét Jóhannesdóttir, húsfreyja og klæðskeri frá Skál- holtsvík í Hrútafirði, f. 12. júní 1903, d. 3. mars 1979. Daníel ólst arströnd. Þau skildu eftir nokk- urra ára sambúð. Árið 1972 hóf hann sambúð með Magneu Kristínu Friðbjörnsdóttur frá Vopnafirði, f. 24. október 1934. Þau bjuggu á Háteigsveginum allt þar til Magnea andaðist 20. mars 2004. Árið 2005 hóf hann sambúð með Elsu Margréti Gísladóttur frá Svalhöfða í Lax- árdal, f. 2. október 1945, fyrst á Álfhólsvegi og síðar á Nýbýla- vegi 104 í Kópavogi. Þau giftust 8. nóvember 2014. Fyrri maður Elsu var Guðjón Ingvar Ólafs- son, f. 18. júlí 1949, d. 21. febr- úar 1998. Síðustu fjögur árin dvaldi Daníel á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Daníel starfaði lengst af sem atvinnubílstjóri, þar af í tæp 50 ár sem leigubíl- stjóri hjá BSR. Daníel verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, 8. desember 2014, og hefst athöfnin kl. 15. upp í Bakkaseli ásamt þremur eldri systrum sínum, þeim Ingibjörgu El- ínborgu, f. 6. maí 1933, d. 3. apríl 2008, Sigurrósu Jó- hönnu, f. 17. desem- ber 1935, og Lilju, f. 26. júlí 1937. Daníel fluttist til Reykjavíkur árið 1959 með for- eldrum sínum og bjó með þeim, fyrst á Laugavegi og síðar á Há- teigsvegi 13. Árið 1964 giftist hann Önnu Margréti Gunnlaugsdóttur, f. 4. apríl 1944, frá Ytra-Leiti á Skóg- Við fráfall Daníels er góður drengur genginn. Við fyrrver- andi vinnufélagar hans á BSR viljum með fáum orðum minn- ast þessa góða drengs sem Daníel var. Sem leigubifreiða- stjóri var hann til fyrirmyndar eins og í svo mörgu öðru. Þeir eru margir bílarnir sem Daníel átti um ævina og lagði hann ávallt upp úr því að þeir væru hreinir og vel bónaðir enda báru þeir af á stöðinni. Hjálp- semi Daníels var einstök og mátti hann ekkert aumt sjá. Ef bíll bilaði hjá einhverjum félaga hans og bjarga þurfti því með hraði þá var hann ávallt tilbú- inn að rétta hjálparhönd enda handlaginn með eindæmum. Eins leituðu forráðamenn BSR oft til hans ef eitthvað þurfti að laga innan stöðvarinnar. Daníel var mikið náttúrubarn og naut sín vel úti í náttúrunni, að fara og renna fyrir silung eða lax var líf hans og yndi og því kynntumst við gömlu félagar hans. Oft gekk mikið á við veið- arnar og má nefna eitt dæmi þar sem hann var búinn að setja í lax en erfitt að landa honum þar sem hann stóð. Til þess að geta landað honum á öruggan hátt stökk Daníel fram af klettanös með þeim afleið- ingum að hann fótbraut sig – en laxinum landaði hann. Í Hrúta- firði smíðaði hann sér sumarhús fyrir allmörgum árum. Þeir sem þangað hafa komið sjá að ekki hefur verið kastað til höndunum enda sést á handverkinu að þar fór maður sem vandaði til verka. Þetta var hans unaðs- reitur enda dvaldi hann þar að jafnaði frá því snemma að vori og langt fram á haust. Þegar við félagarnir áttum leið um Hrútafjörðinn og sáum að flaggað var við bústaðinn var að sjálfsögðu rennt upp úr í kaffi og meðlæti enda skorti ekki veitingar á þeim bæ. Daníel vann í allmörg ár nær eingöngu á næturnar en hætti því fyrir nokkrum árum og vann þá ein- göngu á daginn. Með þessari breytingu fór hann að nýta tíma sinn betur, meðal annars fór hann að ferðast til útlanda sem hann hafði ekki gert áður enda naut hann þessara ferðalaga mikið. Við félagarnir viljum þakka Daníel fyrir þau ár sem við fengum að vera með honum og vottum eiginkonu og öðrum ættingum okkar innilegustu samúð. Ármann Gunnarsson, Ástgeir Þorsteinsson, Helgi Jónsson. Dani bróðir hennar mömmu er dáinn. Dani skipaði stórt hlutverk í fjölskyldu okkar alla tíð. Þegar ég var lítil voru það Dani og Anna. Mér þótti óskap- lega mikið til þeirra koma og beið spennt í hvert skipti sem von var á þeim. Minnist þess þegar ég þurfti að dvelja á spít- ala í Reykjavík og pabbi og mamma urðu að fara heim – þá hlupu Dani og Anna í skarðið og sáu um að heimsækja mig. Man enn tilhlökkunina. Síðar urðu það Dani og Magga. Dani og Magga eyddu með okkur jólum, fóru með okkur í ferðalög og voru fyrst og fremst góðir vinir og félagar pabba og mömmu. Missir þeirra var mikill þegar Magga féll frá. Mamma sagði mér margar sögur af Dana frá því hann var lítill í Bakkaseli. Hann var fjör- kálfur mikill og gustaði af hon- um. Var eflaust ekki alltaf auð- velt að vera eldri systir hans og hafa hemil á honum. Ófáar sögurnar voru sagðar af bílferðum hans í Hrútafjörð- inn þegar vegirnir voru ekki eins og þeir eru núna. Um tíma var það honum mikið kappsmál að komast leiðina á sem styst- um tíma og í minninu er 2½ klst. tíminn sem einhver bíl- ferðin tók hann. Það þótti mikið afrek. Hraðakstur eltist þó fljótt af honum. Sögur af veiði- ferðum hans voru jafnframt fyrirferðarmiklar en Dani var ástríðufullur veiðimaður og kom ósjaldan færandi hendi með lax á Mela. Dani var leigubílstjóri í Reykjavík svo lengi sem ég man og keyrði alltaf með núm- erið R-1111 hjá BSR. Fyrst og síðast verður þó Dana minnst fyrir einstaka vinnusemi og natni við hvaðeina sem hann kom nálægt. Dani reisti sumarbústað í gamla kartöflugarðinum hennar mömmu við Ormsá í Hrútafirði. Aldrei kom maður þangað öðru- vísi en þar væri verið að gera eitthvað. Mála, dytta að, smíða eða hvað annað sem þurfti að sinna. Sumarbústaðurinn bar honum glæsilegt vitni langt að. Dani keypti íbúðina sem afi og amma áttu heima í við Há- teigsveginn og þar var heimili hans og Möggu alla tíð. Í vor sl. var þessi íbúð til sölu og ég mátti til með að fara og skoða hana. Það var ótrúlegt að koma þangað. Íbúðin, og það sem henni fylgdi, bar natni og um- hyggju Dana fagurt vitni. Upp- runaleg eldhúsinnrétting sem var þegar afi og amma bjuggu var þar enn eins og ný. Og ég hef ekki í annan tíma séð jafn vel frágenginn kjallara í þess- um bæjarhluta Reykjavíkur. Allt málað – allt skínandi vel frágengið. Það var enginn svik- inn af því að kaupa eitthvað sem Dani hafði einhvern tíma átt. Dani missti Möggu en ekki löngu síðar varð hann þeirrar gleði aðnjótandi að verða ást- fanginn að nýju. Dani og Elsa hófu samband. Það var yndis- legt að sjá þau saman – eins og ástfangna unglinga og maður samgladdist þeim innilega. Þau fóru saman til útlanda og svo virtist sem Dani hefði eignast enn eitt líf. Á afmælisdaginn sinn þegar hann varð 69 ára fékk hann heilablæðingu og gekk ekki heill til skógar eftir það. Þetta varð öllum sem að honum stóðu mikið áfall. Nú fær hann hvíld. Elsku Elsa, pabbi og mamma, Rósa, aðrir vinir og vandamenn – innilegar samúð- arkveðjur. Signý Sigurðardóttir. Hver nema Dani hefði getað notað Lödu Sport árgerð 1979 til ársins 1995 og alltaf látið hana líta út eins og nýja? Bíll- inn virtist hreinlega ekkert eld- ast hjá honum og var alltaf eins og nýr úr kassanum. Mér skilst líka að bíllinn hafi nánast verið tekinn í sundur á hverju ári, all- ur smurður og gert við eða skipt um það sem eitthvað var farið að láta á sjá. Það lék allt í höndunum á Dana, hann var sjálfmenntaður þúsundþjala- smiður og hirðusamur með af- brigðum. Sumarbústaðurinn við Ormsána bar þessum eiginleik- um vel söguna. Þar var alltaf allt nýsmíðað, nýuppgert, ný- málað, nýklippt eða nýslegið. Hann gat meira að segja rækt- að skóg í Hrútafirði! Dani var mikill veiðimaður. Hann var keppnismaður í veiði og vildi veiða mest. Ég varð þess reyndar ekki aðnjótandi sjálfur að veiða með honum en drakk í mig veiðisögur hans og af honum. Ég man sérstaklega eftir að hafa heyrt af honum stökkva fram af klettum til að ná að landa fiski. Hann fót- brotnaði en náði fiskinum. Sennilega hefur honum þótt það vel þess virði. Dani og Magga voru nánast hluti af fjölskyldu okkar yngri systkinanna í uppvextinum. Þau komu með okkur í ferðalög, eyddu stundum jólunum heima og við fengum að gista hjá þeim á Háteigsveginum þegar við fórum í bæinn. Það var alltaf svolítið ævintýri að koma til þeirra í höfuðborgina og gista í litla kjallaraherberginu. Ekki síst var það vegna þess að mað- ur þurfti bara að klifra yfir girðinguna í bakgarðinum til að komast á leikvöllinn. Þegar maður stækkaði og hugrekkið jókst var jafnvel hægt að ganga hringinn í kringum leikvöllinn og koma við í leiktækjasal á leiðinni. Fá svo mjólk og klein- ur hjá Möggu þegar heim var komið eftir ævintýrið. Það var alltaf tekið vel á móti okkur á Háteigsveginum og aldrei minnist ég Dana öðru vísi en léttlynds og glaðs. Jafnvel eftir áfallið fékk hann sem bet- ur fer að halda áfram að vera gamli góði Dani að einhverju leyti. Maður þekkti hjá honum hjartahlýjuna, húmorinn, létt- lyndið og brosið, þó að margt annað væri farið. Hann kvartaði aldrei. Nú er hann dáinn eftir erfið veikindi. Ég færi Elsu, mömmu og pabba, Rósu og öðr- um ættingjum og ástvinum hjartanlegar samúðarkveðjur. Eiríkur Sigurðsson. Daníel Gunnar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.