Morgunblaðið - 08.12.2014, Side 32

Morgunblaðið - 08.12.2014, Side 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ættir ekki að eiga samskipti við stórar stofnanir eða yfirvöld í dag. Liðsmenn þínir þarfnast sérstakrar umhyggju og leið- beiningar til að halda í við þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þolir ekki að láta ráðskast með þig en ert til í að stýra öðrum hvenær sem er. Samspil þitt við aðra, vini eða félaga, leiðir til umtalsverðs árangurs. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur kannski velt því fyrir þér hvers vegna ótilgreint atvik gærdagsins hef- ur ekki bitnað á þér. Sláðu á létta strengi til að laga andrúmsloftið. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er nauðsynlegt að haga svo orð- um sínum og gjörðum að enginn misskiln- ingur komi upp og varpi skugga á sam- bandið. Vegurinn til árangurs er beinn og breiður. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér hættir til þess að sjá hlutina í svart- hvítu. Hamingja er að hafa ást á því sem maður gerir. Dagurinn í dag hentar líklega ekki fyrir smávægilegar ráðagerðir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Með hjálp góðs vinar muntu finna réttu leiðina til að tjá skoðanir þínar. Með alla þessa orku að vopni gerirðu breytingar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hlúðu vel að makanum þessa dagana og þú færð það margfalt til baka. Náðu sjálfs- stjórn. Hver dagur ýtir undir keppnisskapið í þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhvern tímann var sköpunar- þráin þín kæfð af jarðbundinni manneskju sem skildi þig ekki. Reyndu að sýna sann- girni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn í dag hentar mjög vel til að skemmta sér, daðra og glensa. Haltu þínu striki og þá mun allt fara vel. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þar sem sólin verður í hádeg- isstað í merki þínu næstu vikurnar munu aðrir veita þér talsverða athygli á meðan. Varastu að láta tilfinningarnar hlaupa með þig í gönur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þetta er góður dagur til að ræða sameiginlega ábyrgð og skuldbindingar. Vel- vild einhvers utanaðkomandi veitir þér tæki- færi til að eiga góðar stundir með ástvinum þínum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver nákominn er að reyna að fela galla sína fyrir þér. Taktu af skarið í ótil- greindu sambandi og mundu að nöldur er ekki það sama og aðgerðir. Mikið er ort og sagt um ÓlöfuNordal, nýjan ráðherra. Karl- inn á Laugaveginum vék sér að mér: Mælti Eygló: „Hið óvænta kemur óvænt!“ – Hún taldi’ upp að þremur: „Því undireins skildi ég að auðvitað vildi ég Ólöfu – öllum fremur!“ Ólafur Stefánsson orti: Býsn er hvað Bjarni er slyngur, boðskapur hans er svona: Lausnin er lögfræðingur sem líka er afbragðskona. Davíð Hjálmar Haraldsson lítur þannig á málið: Þó að leitað hefði hann það hafði engu skilað: Inná þingi aðeins fann ónýtt lið og bilað. Magnús Ólafsson frá Sveins- stöðum vísar til þess að Sigurður, afi Ólafar, sé fæddur á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal og segir: Hjá Ólöfu held ég ljósið logi, lífsins kraft og elju finn. Enda er hennar ættarbogi með öflug tengsl við Vatnsdalinn. Árbók Þingeyinga kom rétt í þessu inn um lúguna. Þar segir Stef- án Yngvi Finnbogason frá „Þing- eyska vísnakvartettinum“, sem náði miklum vinsældum og fór víða. Helgi Hálfdanarson kynnti þátttak- endur og las upp spurningar og þeir svöruðu í bundnu máli eða köstuðu vísum hver á annan. Einhverju sinni spurði Helgi: „Hver er hugmynd þín um hina fullkomnu eiginkonu?“ Steingrímur Baldvinsson í Nesi svaraði: Í tali skýr, í tryggðum föst, með tígulegan og hreinan svip, stöðug í lífsins ströngu röst, sterkt og glæsilegt móðurskip. Egill Jónasson, Húsavík: Konur eru erfið gáta okkur mönnum hér og þar. Og ekki batnar ef þær láta eins og þær séu fullkomnar. Karl Sigtryggsson, Húsavík: Ungi herra í hjónabandi, heyrðu nú mitt svar: Konur eru ómissandi en aldrei fullkomnar. Baldur Baldvinsson, Ófeigs- stöðum: Hún sé lagleg, hagmælt, ljós og kát og hjónabandsins reyni að forðast víti, sé mér bara einum eftirlát en Egil, Karl og Steingrím fyrirlíti. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nýr ráðherra og þingeyskir hagyrðingar Í klípu „KÆRASTAN MÍN VILL SÆTTAST VIÐ MIG. HVERJU MÆLIRÐU MEÐ?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SKAL FIKRA MIG UPP HANDLEGGINN, OG ÞÚ LÆTUR MIG VITA ÞEGAR ÞÚ FINNUR EITTHVAÐ TIL.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... björtu hliðarnar. OG ÞANNIG HEFST HELGIN VOFFVOFFVOFF VOFFVOFFVOFF TÍMINN ER ÚTI, VERÐ AÐ FARA! HVERS VEGNA GET ÉG EKKI VERIÐ MEÐ ÞEGAR ÞÚ RÆÐST Á ENGLAND, PABBI? ÞVÍ AÐ ENGIN DÓTTIR MÍN MUN VERÐA STRÍÐSMAÐUR VÍKINGA!! ÉG VIL EKKI VERA VÍKINGA- STRÍÐSMAÐUR... ... ÉG VIL VERA VÍKINGA- NEYTANDI! ...SETTU MIG BARA ÚR Í LONDON! Í nánast hverri stórfjölskyldu á Ís- landi stendur fólk andspænis ögr- andi viðfangsefni, stríði sem ein- hverra hluta vegna fer ekki hátt. Margir halda sjálfsagt að Víkverji dagsins ætli hér að ræða um hrika- leg mál eins og þegar ungt fólk missir fótanna og leiðist út í neyslu vímuefna með þeim mikla sársauka sem slíkt veldur ættmennum öllum. Og hér verður ekki gert að umfjöll- unarefni stríð ungs fólks í blóma lífsins; að eignast húsnæði, sem er hægara sagt en gert eins og kaupin gerast á eyrinni nú um stundir. x x x Þegar árin færast yfir dala heilsa og kraftar. Óminnishegrinn fer að sækja á eða fólk verður ósjálf- bjarga að öðru leyti og kemst ekki ferða sinna. Við slíkar aðstæður kemur oft til kasta ættingja að veita aðstoð og stuðning í heim- aranni, sem gjarnan þarf að vera talsvert meiri en velferðarþjónusta sveitarfélaga veitir. Eru jafnvel dæmi um að skyldu sinnar vegna minnki fólk við sig vinnu til að geta annast öldruð ættmenni, því oft eru langir biðlistar eftir plássi á hjúkrunarheimilum þar sem fólk er tekið inn samkvæmt vistunarmati og svonefndri hjúkrunarþörf. x x x Úr fjölskyldu sinni þekkir Vík- verji að veruleg barátta og alls konar ströggl fylgdi því að koma tveimur öfum og einni ömmu á hjúkrunarheimili, hvar fólkið átti góða daga á lokasprettinum. Fékk góða umönnun og fallega hjálp sem ber að þakka fyrir. En að ætt- menni aldraðra, foreldrar fatlaðra barna og fleiri í jafnsettri stöðu þurfi að olnboga sig áfram með þeim hætti sem hér er lýst er fá- ránlegt. x x x En hví er staðan sú að aldraðir, sjúkir, fatlaðir og aðrir fá ekki þjónustu nema með eftirgangs- munum? Vilja til úrbóta skortir ekki, en þar sem fólk þrotið kröft- um storkar engum fjárhagslegum hagsmunum yfirstétta er auðvelt fyrir stjórnvöld að gera sem minnst í von um að sorgarsögurnar liggi áfram í þagnargildi. víkverji@mbl.is Víkverji Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleði- gnótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. (Sálmarnir 16:11) 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.