Morgunblaðið - 08.12.2014, Side 34

Morgunblaðið - 08.12.2014, Side 34
VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Breski sakamálahöfundurinn Pet- er James var meðal gesta á glæpasagnahátíðinni Iceland Noir sem haldin var í síðasta mánuði. James er einn frægasti glæpa- sagnahöfundur heims og hefur hlotið ýmis konar verðlaun og við- urkenningar fyrir verk sín. Nýj- asta bók hans, Want You Dead, er ofarlega á metsölulista í Bretlandi þessa dagana. Þegar blaðamaður hitti James fór hann ekki leynt með aðdáun sína á Íslandi og naut dvalarinnar greinilega, en hann segir að með komunni til Íslands hafi gamall draumur ræst. „Ég hef alltaf verið mikill glæpasagnaunnandi og fyrir fjörutíu árum las ég bók Des- monds Bagley, Running Blind, og þar var eltingaleikur um Ísland og dásamlegar lýsingar á landslagi urðu til þess að mig langaði til Ís- lands. Þetta er fyrsta ferð mín til Íslands og ástæðan fyrir því að ég kom núna er að ég hitti Ragnar Jónasson í fyrra á glæpasagnahá- tíð í Ameríku og hann spurði hvort ég vildi mæta á glæpsag- nahátíð á Íslandi. Ég sagði sam- stundis: Já! Ég hef sannarlega notið dval- arinnar. Í lífinu gerir maður sér oft háar hugmyndir um eitthvað og verður síðan fyrir vonbrigðum. En Ísland hefur farið fram úr björtustu vonum mínum. Ég fékk besta indverska mat sem ég hef nokkru sinni borðað á Austur- Indíafélaginu, ég fór Gullna hring- inn og sá stórbrotið landslag. Ég var með íslenskan bílstjóra, fyrr- verandi lögreglumann, og spurði hann hvernig þið Íslendingar tækjust á við vetrarmyrkrið. Hann sagði: Ef það er ljós innra með manni þá er alltaf bjart í kringum mann.“ Samtöl við glæpamenn Þú hefur notið gríðarlegrar vel- gengni sem glæpasagnahöfundur. Af hverju nýturðu þess að skrifa glæpasögur? „Þetta er áhugaverð spurning og svarið er að ég nýt þess að skrifa um glæpi vegna þess að í glæpasögum birtist mannlegt líf í öllum sínum myndum. Lengi var litið á glæpasögur sem óæðri bók- menntir. Ég spurði eitt sinn nefndarmann í Booker Prize- dómnefndinni af hverju glæpasaga hefði aldrei komist á tilnefning- arlistann. Hann sagði að það myndi frjósa í helvíti áður en það gerðist. Ég sagði: „Nú, þú hefðir þá ekki tilnefnt Shakespeare eða Charles Dickens?“ Shakespeare skrifaði leikrit af því að á hans tíma var skáldsagan ekki komin til sögunnar. Fáir voru læsir og fæst- ir höfðu efni á að kaupa bækur og til að ná til fólks skrifuðu menn leikrit. Ef Shakspeare væri að skrifa í dag væri hann skáldsagna- höfundur og skrifaði um glæpi, en þeir koma ítrekað fyrir í verkum hans. Það sama má segja um Charles Dickens, glæpir eru áber- andi í verkum hans.“ Stundarðu einhverja heimilda- vinnu í sambandi við glæpasagna- skrif þín? „Já, það geri ég svo sannarlega. Árið 1981 kom fyrsta bókin mín út, njósnasagan Dead Letter Drop, alls ekki frábær bók. Ég var nýgiftur og það var brotist inn í húsið okkar. Lögregluþjónn kom á vettvang og við hjónin ving- uðumst við hann. Hann var giftur lögreglukonu og við hjónin vorum oft í boðum hjá þeim og þar hitti ég fleiri lögreglumenn sem feng- ust við alls kyns störf innan lög- reglunnar. Mér fannst vinna þeirra spennandi og heillandi. Enginn sér meira af lífi fólks en lögreglan. Ég geri þó nokkuð af því að slást í för með lög- reglumönnum við vinnu þeirra og kynnist þannig störfum þeirra og heimi. Þetta nýtist mér í skrifum mínum. Í bókum mínum skrifa ég út frá sjónarhorni lögreglunnar og ill- mennisins og reyni að skilja af hverju einstaklingur gerir það sem hann gerir. Ég stunda mikla rannsóknarvinnu og verð oft furðu lostinn vegna þess sem ég sé og heyri. Ég geri nokkuð af því að halda erindi í fangelsum og það gefur mér tækifæri til að hitta fanga. Fyrir einu og hálfu ári hitti ég kvenfanga. Hún sagði mér að hún ætti eftir að sitja inni í níu og hálft ár og það væri ekki sann- gjarnt. Hún sagði: „Það er kona í London sem gerði nákvæmlega það sama og ég og fékk ekki næstum því jafn harðan dóm.“ „Af hverju situr þú inni?“ spurði ég. Hún sagði: „Tengdamóðir mín fór á spítala og allir áttu von á því að hún myndi deyja þar. Svo ég hreinsaði bankareikninginn henn- ar en gamla herfan dó ekki heldur kom heim. Ég vissi að hún myndi komast að því hvað ég hafði gert svo ég varð að eitra fyrir hana. Þá áttaði ég mig á því að maðurinn minn myndi komast að því svo ég varð líka að eitra fyrir hann. Það er ekki sanngjarnt að ég hafi fengið miklu lengri dóm en konan í London.“ Þegar mér var fylgt út spurði ég lögreglumanninn: „Gerði hún þetta raunverulega?“ Hann sagði: „Já, maðurinn hennar var þrjá mánuði á gjörgæslu og er með varanlegar heilaskemmdir og hún er öskureið út af því að hafa fengið langan fangelsisdóm!“ Ég talaði við mann sem gerðist atvinnuþjófur Hann var 42 ára gamall en leit út fyrir að vera sex- tugur, fólk eldist hratt í fangelsi. Hann spurði: „Hvernig get ég að- stoðað þig, félagi?„ Ég svaraði: „Segðu mér sögu þína, hvernig þú gerðist atvinnuþjófur.“ Hann sagðist hafa alist upp í fátækt í Brighton. „Þegar ég var fimmtán ára rændi ég hús nágranna og var dæmdur í tveggja ára vist á upp- tökuheimili. Þegar ég var laus þaðan áttaði ég mig á því að ég fengi sömu refsingu hvort sem ég rændi hús þeirra fátæku eða þeirra ríku. Svo ég sneri mér að því að stela úr húsum í fínni hverfum. Ég er ekki mjög góður í þessu og er oft gripinn. Ég brýst inn, skil eftir opnar bakdyr eða opna bakglugga þannig að ég geti lagt á flótta ef lögreglan eða eig- andinn skyldi birtast. Ég braust einu sinni inn í fínt hús og eigand- inn kom heim. Ég ætlaði að forða mér út um bakgluggann en áttaði mig ekki á því að þar beint fyrir neðan var sundlaug og lenti í henni.“ „Áttu þér draum?“ spurði ég. „Já, ég vildi gifta mig aftur og eignast barn, góðan bíl og fallegt hús en það mun ekki gerast.“ „Af hverju ekki, þú ert bara 42 ára?“ „Já, en ég hef framið 176 rán og enginn mun láta mig fá vinnu,“ svaraði hann og bætti við: „Svo kann ég vel við mig hérna. Það er  Hinn heimsfrægi breski sakamálahöfundur Peter James ræðir um glæpasagnagerð og segir frá samtölum sínum við glæpamenn Finnst ég alltaf verða að hæ 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 2014 Árin segja sitt1979-2014 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sýnum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. )553 1620 Verið velkominn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.