Morgunblaðið - 08.12.2014, Side 40
MÁNUDAGUR 8. DESEMBER 342. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Cosby hafi nauðgað tólf …
2. Gerviþarfir ráða kaupunum
3. Kynlífsatriði Aniston klippt út
4. Missti meydóminn með …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Café Lingua býður upp á jólaveislu
og hefst hún kl. 17.30 í Borgartúni 1 í
dag. Veislan er í samstarfi við tungu-
málaskólann Dósaverksmiðjuna. Vís-
iskórinn, sönghópur fiskvinnslufólks
úr Grindavík, syngur jólalög á ís-
lensku og pólsku, Raddbandafélag
Reykjavíkur verður með léttan jóla-
helgileik og fjöltyngdi leikhópurinn
Baunadósin treður upp.
Café Lingua með jóla-
veislu í Borgartúni
Bókaútgáfa
Chicago-háskóla
hefur ákveðið að
gefa út bókina
Hans Jónatan,
maðurinn sem
stal sjálfum sér
eftir Gísla Páls-
son, prófessor í
mannfræði við
Háskóla Íslands, undir heitinu The
Man Who Stole Himself.
Bók Gísla gefin út
í Bandaríkjunum
Sigrún Hjálmtýsdóttir eða Diddú
heldur ásamt blásarasextett jóla-
tónleika 18. árið í röð í Mosfellskirkju
í Mosfellsdal á morgun og hefjast
þeir kl. 20. Á dag-
skránni verða
meðal annars
norræn jólalög,
ítalskar barokk-
aríur, gamall ís-
lenskur sálmur,
verk eftir Mozart
og fleira.
Jólatónleikar Diddúar
í Mosfellskirkju
Á þriðjudag Hvöss suðaustanátt og slydda eða snjókoma NA-til í
fyrstu, annars suðvestan 5-13 og él. Léttir til á NA- og A-landi síð-
degis. Vaxandi norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í suðaustan 10-18 m/s með snjó-
komu SV- og V-lands seinnipartinn og minnkandi frost, 20-28 seint
í kvöld fyrst SV-til og snjókoma eða slydda, en síðan NA-til í nótt.
VEÐUR
Það skýrist í dag hversu
alvarleg meiðsli landsliðs-
mannsins Kolbeins Sig-
þórssonar eru en hann
varð fyrir meiðslum í leik
með Ajax á laugardags-
kvöldið skömmu eftir að
hann hafði komið liði
sínu í forystu. Kol-
beinn meiddist illa á
ökkla eftir tæklingu
varnarmanns Willem
og fer í myndatöku í
dag. »1
Meiðsli Kolbeins
koma í ljós í dag
„Það er ljóst að við fáum erfiðan and-
stæðing en við ættum alveg að eiga
möguleika. Það er mikilvægt að leik-
menn noti tímann fram í júní til að
æfa og vinna í sínum
hlutum,“ sagði Ágúst
Jóhannsson, þjálfari
kvennalandsliðsins, við
Morgunblaðið
eftir sigurinn
gegn Make-
dóníu.
»2
Ljóst að við fáum erf-
iðan andstæðing
Jacky Pellerin, landsliðsþjálfari Ís-
lands í sundi, var ánægður með
frammistöðu áttmenninganna sem
tóku þátt í heimsmeistaramótinu í
sundi í 25 metra laug sem lauk í Doha
í Katar í gær. Á lokadeginum setti
Hrafnhildur Lúthersdóttir nýtt glæsi-
legt Íslandsmet í 200 metra bringu-
sundi en Íslandsmetin urðu alls fimm
á mótinu. »8
Ánægður með árang-
urinn á HM í Doha
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
„Ég er búin að vera að djamma svo
mikið og drekka mjöð,“ hreytti
Grýla út úr sér þegar hún kom ask-
vaðandi inn í Þjóðminjasafnið í gær.
Eiginmaður hennar, Leppalúði,
hafði leitað hennar dögum saman og
fékk þarna skýringu á hvarfi eig-
inkonu sinnar. Hún hafði verið að
djamma.
Í gær fór fram jólaskemmtun á
safninu þar sem hjónin ófrýnilegu
komu fram ásamt söngkonunni Jó-
hönnu Guðrúnu. Spilaði kærasti Jó-
hönnu, Davíð Sigurgeirsson, undir
sönginn á gítar. Fjölmörg vinsæl
jólalög voru sungin við góðar und-
irtektir barna í salnum. Jólaandi
sveif yfir vötnum og mátti ýmist sjá
bros eða skelfingarsvip á andlitum
þegar Grýla steig á svið.
Söngur ómaði um safnið
Grýla var uppgefin þegar hún
mætti á svæðið, enda sagði hún
djammið hafa tekið mikið á. Henni
fannst það því viðeigandi að Jóhanna
Guðrún tæki Baggalúts-lagið
„Mamma þarf að djamma“, sem hún
gerði frægt ásamt sveitinni á síðasta
ári.
„Ég er líka mamma og ég þarf líka
að djamma,“ sagði Grýla áður en Jó-
hanna Guðrún tók áskoruninni og
söng lagið við mikinn fögnuð. Skipti
hún orðinu „mamma“ út fyrir nafn
Grýlu og ómaði því: „Grýla, Grýla
þarf að djamma“ um safnið.
Þá lýsti Grýla því yfir að hún ætl-
aði að feta í fótspor Jóhönnu Guð-
rúnar og taka þátt í Eurovision-
söngvakeppninni á næsta ári.
„Ég er búin að vera að velta þessu
fyrir mér og ég held ég slái bara til.
Ég mun þá syngja lagið „Grýla heit-
ir grettin mær“ og held það muni
ganga mjög vel,“ sagði hún og gaf
áhorfendum tóndæmi við misgóðar
undirtektir.
Sveinarnir mæta á safnið
Löng hefð er fyrir því að Grýla og
fjölskylda komi í Þjóðminjasafnið
fyrir jólin. Jólaskemmtun Þjóð-
minjasafnsins í gær var upphitun
fyrir komu jólasveinanna. Sá fyrsti,
Stekkjarstaur, kemur til byggða 12.
desember og mun koma við í Þjóð-
minjasafninu þann dag klukkan 11. Í
kjölfarið koma bræður hans hver af
öðrum en þeir heimsækja Þjóð-
minjasafnið klukkan 11 alla daga til
jóla eftir að hafa um nóttina dreift
góðgæti eða kartöflum í skó
barnanna. Ljóst er að Grýla er að
færa sig upp á skaftið, en hún rak
Leppalúða á endanum heim með
orðunum: „Farðu! Ég þarf að
djamma aðeins meira.“
Grýla, Grýla þarf að djamma
Jólaskemmtun
haldin í Þjóð-
minjasafninu
Morgunblaðið/Kristinn
Djammari Grýla var ansi hress þrátt fyrir að vera uppgefin eftir of mikið djamm að eigin sögn. Hún lék á als oddi
og ýmist gladdi eða hræddi börnin í Þjóðminjasafninu í gær, þar sem árleg jólaskemmtun fór fram.
Morgunblaðið/Kristinn
Ástrík Hjónin Leppalúði og Grýla eru ansi ófrýnileg í útliti. Þau eru for-
eldrar íslensku jólasveinanna þrettán sem flestir ættu að kannast við.