Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 16

Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 16
 16 ský Heima alls staðar „Ég hef búið á ýmsum stöðum og lengst í Noregi, eða í um tíu ár allt í allt. Það er kannski visst rótleysi og ævintýramennska í mér, en ég held að það sé ekki endilega neikvæður eiginleiki. Ég hef átt heima á ýmsum stöðum í lífinu og ég er þakklátur foreldrum mínum fyrir að hafa farið í nám til útlanda. Mér finnst ég geta búið og verið heima hvar sem er. Ég tala norsku eins og innfæddur og fór í háskóla í Ósló. Þar stúderaði ég eitthvað sem kallaðist Vestur-Evrópufræði því ég var alls ekki búinn að ákveða hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Í skólanum var leiklistarhópur á vegum lögfræðideildarinnar og vinur minn skráði mig í hann á fölskum forsendum. Þetta var mjög skemmtilegt, ég eignaðist fullt af góðum vinum, tók þátt í þrem sýningum í stúdent- aleikhúsinu með hópnum og reyndi bara að hafa hægt um mig þegar umræðurnar fóru að snúast um lögfræði!“ Vesturport verður til „Ég er ekki úr leiklistarfjölskyldu þótt mamma hafi gaman af leiklist. Ég var að æfa fimleika og fylgdist ekkert með því sem var að gerast í leikhúsum. Ekki neitt,“ segir Gísli Örn. „Eina tilhugsun mín um leiklist í æsku var einhvern tíma á æfingu þar sem ég hugsaði að það væri synd að vera búinn að eyða öllum þessum árum í fimleika og geta ekkert notað það vegna þess að það er engin atvinnumennska í fimleikum fyrir Íslendinga. Þá hvarfl- aði að mér að það væri kannski hægt að nota fimleikana í leiklist. En svo pældi ég ekkert meira í því. Þegar ég kom heim til Íslands eftir að hafa hætt í Háskólanum í Ósló var ég með ýmsar viðskiptahug- myndir, m.a. um útgáfu á ókeypis dagblöðum og setti í gang ókeypis auglýsingapóstkort sem var dreift um kaffihús borgarinnar. Á sama tíma var verið að halda inntökupróf í Leiklistarskólann og þar sem ég var nýbúinn að vera í stúdentaleikhúsinu í Ósló fór ég í prófið, aðallega til að þurfa ekki að sjá eftir því að hafa ekki reynt. Það varð mér svolítið áfall að ég skyldi ná, – inntökunefndin spurði hvað ég myndi gera ef ég kæmist ekki inn í skólann en ég hafði meiri áhyggjur af því hvað ég myndi gera ef ég kæmist inn í hann! Ég fór mjög tvístígandi inn í skólann. Fyrsta árið var mjög skrýtið og ég man varla eftir því. Við Björn Hlynur munum t.d. ekki eftir hvor öðrum fyrsta árið. Samt vorum við bara átta í bekknum. En smátt og smátt rættist úr náminu og við tengdumst þarna nokkur blóðböndum sem munu vonandi haldast út lífið. Ég áttaði mig smátt og smátt á því að leiklist er eins og hvert annað fag. Hlutirnir lærast og það liggja þúsundir ára að baki faginu. Ég mótaði skoðanir mínar á leiklisti í skólanum og kynntist mörgum sem höfðu svipaðar skoðanir og ég. Við vorum fjögur í bekknum ég, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Víkingur Kristjánsson, sem höfðum afger- andi svipaðar skoðanir á leikhúsinu. Við fundum snemma þörfina fyrir að halda áfram að vinna saman utan skólans. Eins og góðum námsmönnum sæmir þótti mér og Birni Hlyni leikhúsið ótrúlega SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 16 28.9.2006 10:54:34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.