Ský - 01.10.2006, Side 39

Ský - 01.10.2006, Side 39
Smásaga Þegar ég sit í garðinum mínum og horfi á býflugurnar svífa frá einu blómi til annars, læt ég þessa málsgrein síast í kollinum á mér. Þá verður eftirfarandi málsgrein til: I feel pretty Oh so pretty I feel pretty, and witty, and bright. Kundera var bara of orðmargur. Stundum er delete-takkinn besti vinur manns. Ritstífla: Kjaftæði Ritstífla er orðskrípi sem er búið til af væluskjóðum sem vantar afsökun til þess að drekka brennivín.1 Auðvitað getur rithöfundur verið fastur í farinu í smátíma en þegar það hendir alvöru rithöfund, segjum til dæmis einhvern Sókrates eða einhvern Þorgrím Þráins- son, þá ræður hann sér leigupenna og segir sögu sína. Hin leiðin er að láta einhvern segja mér sögu sína og þá fæ ég allan heiðurinn. En það er til önnur brella sem ég nota þegar ég stoppa andartak. Hún er nánast pottþétt og mér er ánægja að því að segja öðrum frá henni. Maður fer í útgefna skáldsögu og finnur setningu sem manni finnst frábær. Svo setur maður hana í sitt handrit. Yfirleitt leiðir sú setning mann að annarri og fljótlega eru manns eigin hugmyndir byrjaðar að flæða. Ef ekki þá getur maður notað næstu setningu úr skáldsögunni. Það er óhætt að nota þrjár setningar úr verkum annars höfundar, nema hann sé vinur manns, þá bara tvær. Líkurnar á því að einhver átti sig á því eru mjög litlar og jafnvel þó að það gerist þurfa fæstir að sitja inni. Sýnikennsla: Alvöru skrif Það er létt að tala um að skrifa og enn auðveldara í framkvæmd. Sjáið bara: „Kallið mig Ishmael. Það var kalt, ískalt hér á fjallinu í Kilimanj- aroville. Ég heyrði í klukku. Hún glumdi. Ég vissi líka nákvæmlega hverjum hún glumdi. Hún glumdi mér, Ishmael Twist. [Athugasemd höfundar: Nú er ég fastur. Ég geng að rós og lít inn í hjarta hennar.] Rétt er það, Ishmael Twist.“ Þetta er dæmi um það sem ég kalla „hreinræktuð“ ritstörf en það þýðir að það er ekki hægt að breyta þessu í kvikmyndahandrit. Hreinræktuð ritstörf eru þakklátust vegna þess að þeim fylgir rödd sem segir í sífellu: „Hvers vegna er ég að skrifa þetta?“ Þá og aðeins þá getur rithöfundurinn vonast eftir sínum stærsta sigri: Rödd lesandans sem bætir við: „Hvers vegna er ég að lesa þetta?“ 1(Þessi setning er skrifuð af Steve Martin, höfð eftir Cindy Adams). Copyright © 1996 Steve Martin. Sagan birtist upphaflega í The New Yorker í Bandaríkjunum. sky , SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 39 28.9.2006 10:55:50

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.