Ský - 01.10.2006, Side 51
ský 51
Fólk
Háhýsaborgir og
Borgarfjörður eystri
Magni steig í hvert sinn á svið með fádæma
yfirvegun og skilaði sínu á hreint magn-
aðan hátt þar sem hann þandi oft á tíðum
raddböndin til hins ýtrasta og hreif jafnt
áhorfendur í salnum með sér, sem og þá
sem heima sátu. Þegar á leið þáttinn og
aðeins tvær vikur voru í að Lukas Rossi
hneppti hnossið mátti sjá á slóð inni á
heimasíðu þáttarins, www.rockstar.msn.
com, grínaktuga uppsetningu með myndum
af uppvaxtarstöðum þeirra fimm sem eftir
voru. Toby er frá stórborginni Melbourne í
Ástralíu, Dilana ólst upp í Jóhannesarborg í
Suður-Afríku, Lukas er frá milljónaborginni
Toronto í Kanada og Storm frá háhýsa-
borginni Portland í Oregonfylki í Banda-
ríkjunum. Magni rak hins vegar lestina á
myndalistanum þar sem samlíking á hans
heimaslóðum á Borgarfirði eystri, og hinna
keppendanna þótti í meira lagi fyndin og
óréttmæt. Grínast var með það að aðeins um
20 hús væru á Borgarfirði eystri fyrir utan
kirkjuna og bankann. Það hefur sannast að
stærðin skiptir ekki máli því Magni lenti í
fjórða sæti af þeim 15 sem valdir voru til
þátttöku í þættinum. Kannski er það einmitt
dulúðin og fámennið á Borgarfirði eystri
sem hefur þau áhrif að margir hæfileikaríkir
Íslendingar hafa alið þar manninn líkt og
Magni, meistari Kjarval og Steinn Ármann
Magnússon leikari svo fáir séu nefndir.
Álfaborgir og vættasögur
Á vetrum hafa samgöngur frá Borgarfirði
eystri oft verið erfiðar vegna veðurs og á
árum áður má segja að íbúar þar hafi á
stundum einangrast frá umheiminum þegar
veðráttan var hvað stormasömust. Helstu
atvinnuvegir er sauðfjárbúskapur, smábáta-
útgerð og fiskvinnsla. Undanfarinn áratug
hefur fólksfækkun orðið töluverð á staðnum
og þá sérstaklega meðal yngra fólks. Sauð-
fjárbúskapur foreldra Magna hefur ekki
verið nóg til að halda í drenginn á heima-
slóðum því frá barnsaldri hefur tónlist átt
hug hans allan og stefndi Magni fljótt hátt
þegar kom að tónlistarsköpun.
Jóhannes Kjarval, einn mesti málari landsins.
Það sem einkennir Borgarfjörð eystri fyrir utan náttúrufegurðina er þessi sterka álfatrú
sem gengur mann fram af manni og kynslóð fram af kynslóð. Hún á engan sinn líka og hafa
skemmtilegar og oft á tíðum óraunverulegar álfa- og vættasögur tengst staðnum svo lengi
sem elstu menn muna. Þaðan eru margar frægar sögur sprottnar en til dæmis átti hin kunna
þjóðsaga Móðir mín í kví kví að eiga sér stað í Loðmundarfirði. Ekki er ofsögum sagt að það
sé ein þekktasta þjóð- eða jafnvel draugasaga hérlendis.
Í útjaðri þorpsins er sérstæð hamraborg sem nefnist Álfaborg en þar er talið að álfadrottn-
ing Íslands búi og er borgin friðlýst. Ár hvert um verslunarmannahelgi er álfatrúnni svo ríku-
lega haldið við þegar þorpsbúar og aðkomumenn gleðjast saman á hátíðinni Álfaborgarséns.
SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 51 28.9.2006 10:58:07