Ský - 01.10.2006, Side 48

Ský - 01.10.2006, Side 48
 48 ský Kvikmyndahátíð Það er heldur betur bjart framundan hjá áhugamönnum um kvikmyndir því Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hófst 28. september nk. og stendur í ellefu daga. Á dagskránni eru hátt í 80 myndir alls staðar að úr heiminum. Við vekjum sérstaka athygli á því að myndirnar eru bara sýndar tvisvar eða þrisvar sinnum áður en þær halda áfram för sinni um heiminn og því um að gera að grípa gæsina meðan hún gefst. Fæstar myndanna verða fáanlegar á myndbandi, svo hér er í raun um að ræða einstakan viðburð. Hátíðin hefst með miklum bravúr – en á opnunarkvöldinu 28. september verða öll götuljós á höfuðborgarsvæðinu slökkt. Þegar ljósin slokkna koma stjörnurnar í ljós, en fjöldi borgarbúa fer á mis við sjónarspil himinsins sökum ljósmengunar. Með því að slökkva ljósin og bjóða Reykvíkingum að horfa til himins vonast aðstandendur hátíðarinnar til að við uppgötvum fegurðina sem býr fyrir ofan okkur. Til að vel takist upp hvetjum við alla til að slökkva ljósin heima fyrir. Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur mun síðan lýsa stjörnuhimninum í beinni útsendingu á Rás 2. Aðaláherslan er þó á ljósgeislana sem skera myrkur kvikmyndasalarins. Dagskrá hátíð- arinnar er gríðarlega þétt og að sama skapi vönduð og því fer valkvíðinn að gera vart við sig! Þess vegna höfum við fínkembt dagskrána og valið nokkra áhugaverða titla úr. Skjaldbökurnar fljúga á ný Kvikmyndin Skjaldbökur geta flogið (Turtles Can Fly) var sýnd á Alþjóðlegri kvikmynda- hátíð í fyrra. Myndin var ein sú vinsælasta á hátíðinni og þótti svo góð að leikstjórinn Bahman Ghobadi er einn þriggja leikstjóra í flokknum Þrisvar þrír í ár. Þar eru sýndar „Red Road“ eftir Andreu Arnold. þrjár kvikmyndir eftir unga og efnilega leikstjóra. Auk Skjaldbökur geta flogið verða myndirnar Tími drukknu hestanna (A Time for Drunken Horses) og nýjasta mynd leikstjórans Hálft tungl (Half Moon) sýndar, en sú síðarnefnda var frumsýnd um miðjan september á kvikmyndahá- tíðinni í Toronto. Ghobadi er Kúrdi, en Kúrdar eru líklega stærsta landlausa þjóð í heimi. Þeir búa á landamærum Íran og Írak og hafa oftar en ekki verið kúgaðir af valdhöfum hverju sinni. Ghobadi hefur lýst því yfir að markmið sitt sé að skapa kúrdíska kvikmyndahefð. Fyrir námsþyrsta Til landsins kemur fjöldi gesta í tilefni af hátíðinni. Margir þeirra munu standa að svo- nefndum „masterklössum“ þar sem þeir ræða um aðferðir sínar og listsköpun. Heiðursgestur hátíðarinnar, Aleksandr Sokurov, mun t.a.m. fjalla um stafræna myndmiðla í hátíðarsal Háskólans 7. október, auk þess að veita sérstökum heiðursverðlaunum viðtöku. Nýjasta mynd Sokurovs, Sorgarljóð lífsins (Elegy and Life) er enn í framleiðslu, en Íslendingum gefst tækifæri til að sjá grófklippta útgáfu af myndinni. Þá verður myndin Rússneska örkin m.a. sýnd á hátíðinni, en hún samanstendur af einu rúmlega 90 mínútna óklipptu skoti. Atom Egoyan, Goran Paskaljevic og Amnon Buchbinder munu einnig halda „masterklass,“ – sá síðastnefndi mun fjalla sérstaklega um handritagerð. Benni Hemm Hemm semur við Fjalla-Eyvind Hljómsveitin Benni Hemm Hemm hefur heldur betur verið að gera það gott upp á síð- kastið. Sveitin var valin „bjartasta vonin“ á íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra og frum- burður sveitarinnar hefur síðan komið út í Japan, Evrópu og Bandaríkjunum. Önnur plata Benna Hemm Hemm er væntanleg fyrir jólin. Á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík mun Benni flytja frumsamda tónlist við kvikmyndina Fjalla-Eyvindur (Berg-Ejvind och hans hustru). Myndin er eftir „föður sænskrar kvikmyndagerðar“ - Victor Sjöström - og er byggð á frægu leikriti Jóhanns Sigurjónssonar. Í myndinni, eins og leikritinu, er fjallað um forboðnar ástir Fjalla-Eyvindar og Höllu. Tónleikarnir verða tvennir og fara fram í Tjarnarbíói 4. og 5. október. Alþjóðlegur vinkill Ofangreindir viðburðir og kvikmyndir eru ekki nema brot af þeirri gríðarlega metnaðarfullu dagskrá sem Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur fyrir. Hátíðin ætlar sér ekkert minna en að verða stærsta og virtasta kvikmyndahátíð á Norðurlöndunum. Lofsamlegar umsagnir birtust í erlendum fjölmiðlum eftir hátíð síðastliðins árs og í ár er von á fjölmiðlum frá fjölda fag- og lífstílstímarita og dagblaða. Þá er von á fjölda erlendra ferðamanna til lands- ins í leit að frábærum kvikmyndum í bland við íslenska náttúru. Kvikmyndahátíðin festi nýverið kaup á sýningarvél sem verður komið fyrir í Tjarnarbíói. Húsið verður tekið í gegn á næsta ári og í framhaldinu verður komið á fót aðstöðu til óháðra kvikmyndasýninga til framtíðar. Vinsældir Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík hafa sýnt að hér á landi er markaður fyrir „öðruvísi“ myndir og vonandi munu Íslendingar njóta þess að kynnast alþjóðlegri kvikmyndagerð á heimsmælikvarða. Tækifærin verða í það minnsta næg í lok mánaðarins! sky, ELLEFU DAGA ALSÆLA SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 48 28.9.2006 10:57:54

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.