Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 10

Ský - 01.10.2006, Blaðsíða 10
 10 ský Tónleikar Texti: Erla Gunnarsdóttir Myndir: Árni Torfason Tónleikarnir voru þeir fjórðu sem Cave hefur haldið hérlendis og af álaginu að dæma, sem varð þegar sala á tónleikana hófst, á hann marga dygga aðdáendur hérlendis. Það seldist upp á aðeins örfáum mínútum og á tímabili hrundi meira að segja miðasölukerfið vegna atgangs. Kátt í Höllinni Það er ekki nema rúmt ár síðan Cave kom hingað til lands en þá var hann viðstaddur frum- sýningu á uppfærslu leikhópsins Vesturports á Woyzeck en Cave samdi tónlist fyrir verkið. Ef marka má ummæli hans á tónleikunum nú í Laugardalshöll er hann enn einn af þeim frægu úti í heimi sem heillast hefur af landi og þjóð og hyggst koma hingað fljótlega aftur með fjölskyldu sína. Að þessu sinni var boðið upp á sitjandi tónleika í troðfullri Laugardalshöllinni og athygli vakti að engin upphitunarhljómsveit hóf kvöldskemmtunina. Eftir örlitla bið brutust út mikil fagnaðarlæti þegar meistarinn steig á sviðið, að vanda svartklæddur í hvítri skyrtu og hneigði sig ákaft til áheyrenda. Það var ekki að sökum að spyrja; þegar Cave settist við pían- óið og kveikti sér í sígarettu hóf hljómsveitin kröftugan flutning sinn á nýlegu lagi, Abattoir Blues, og í framhaldinu kom Red Right Hand þar sem allt ætlaði um koll að keyra og hinn stórbrotni fiðluleikari Warren Ellis sendi hvorki meira né minna en einn hljóðnema tromm- uleikarans í flugferð um sviðið. Þegar kom að laginu Babe You Turn Me On tileinkaði Cave það konu sinni sem átti afmæli þennan dag en eftir flutning á næsta lagi, Weeping Song, stóðu áhorfendur upp af hrifningu og klöppuðu honum og hljómsveitinni lof í lófa. Cave og félagar fóru vítt og breitt í flutningi sínum og tóku jafnt nýlegar ballöður sem eldri. Ódauðleg lög eins og Henry Lee, Mercy Seat, God Is In The House og Stagger Lee vöktu mikla hrifningu áhorfenda sem kunnu vel að meta lagavalið. Reyndar hvatti Cave, í upphafi KOSTULEGUR Þann 16. september síðastliðinn steig Nick Cave á stokk á sviði Laugardalshallar ásamt hljómsveit sinni The Bad Seeds. Aðdáendur hans urðu ekki fyrir von- brigðum frekar en fyrri daginn, enda spilaði meistarinn marga af sínum bestu slögurum þar sem hljóðfærin voru oft á tíðum þanin til hins ýtrasta. CAVE • Nicholas Edward Cave fæddist 22. september árið 1957. • Hann ólst upp í Viktoríu- fylki í Ástralíu. • Stuttu eftir 21 árs afmæli Nicks lést faðir hans í bílslysi sem hafði mikil áhrif á hann. • Árið 1989 kom út fyrsta skáldsaga Caves, And the Ass Saw the Angel. • Eitt af lögum Caves, Red Right Hand, hefur verið notað í nokkrum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum eins og The X-Files, Dumb & Dumber, Scream og Hellboy. • Cave hefur staðfest að ör sem hann er með á vinstri kinninni sé eftir hnífsslags- mál við fyrrum kærustu hans, Anitu Lane. • Það lag sem einkennir Cave einna helst er The Mercy Seat en hann hefur spilað það á nánast öllum tón- leikum sínum frá árinu 1988 og gerði það einnig nú í Laugardalshöllinni. SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 10 28.9.2006 10:54:09
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.