Ský - 01.10.2006, Side 59
ský 59
Tónlist
erum við strax búnir að ganga í gegnum
þær margar.“Hvernig mynduð þið lýsa tón-
list Jakobínarínu? „Rokk með smápönki
og gleði. Sumt lög sem allir geta hlustað á
og sumt lög sem fáir geta hlustað á því þau
eru kannski of hörð, sérstaklega fyrir lengra
komna í lífinu.“ Hvað hefur verið það skemmti-
legasta á ferlinum enn sem komið er? Heimir: „Það er
að fara út að spila. Ég hef aldrei áður farið til útlanda, það
eina sem ég hef farið er eitthvað með hljómsveitinni og mér finnst
það bara það skemmtilegasta. Og ég held að strákarnir séu mér bara
alveg sammála!“ Ágúst: „Sumir tónleikar finnst mér standa upp úr
öllu þessu og gleymast aldrei! Sem dæmi má nefna þá dansaði ég svo
mikið á einum tónleikum að buxurnar mínar rifnuðu frá klofi til
táar! Svo spilaði Hallberg einu sinni svo fast á strengina að gítarinn
var allur í blóði!“
Eru með sama upptökustjóra og Sigur Rós
Hvað er eftir? Þið eruð í upptökum fyrir plötu, var mér sagt? Gunnar:
„Já, við erum búnir að vera að taka upp á fullu, en erum í upptök-
upásu núna, eigum eftir að fínpússa lögin betur. Ken Thomas tekur
okkur upp, en hann tekur allt upp með Sigur Rós. Hann á líka fjöl-
skyldu í London og við tökum tillit til þess.“ Hvers konar lög eru á
þeirri plötu?
Sigurður: „Það eru bara frekar stutt og laggóð lög, með miklum
pælingum. Einnig munum við fá kór til að syngja inn á þetta og eins
strengjaleikara.“
Hvert sækið þið fyrirmyndir ykkar; bæði í tónlist og í einkalífi?-
Björgvin: „Við eigum okkur engar sérstakar fyrirmyndir.“ „Ein
og ein stjarna öðru hverju en eitthvað sem tollir ekki lengi, cool-ið
stoppar svo stutt.“ Ágúst: „Gillzenegger er cool!“ Heimir: „Ég elska
alla sem voru í The Unicorns og núna hlusta ég mest á Islands.“
Þið hituðuð upp fyrir White Stripes. Það hlýtur að teljast mikillheiður
og viðurkenning fyrir tiltölulega nýja hljómsveit? Heimir: „Já, það var
gaman að fá að spila á svona stórum stað. Fyrir tónleikana vorum
við bara í búningsherberginu að chilla og borða snakk og nammi,
fengum líka kók og Magic, svo fóru sumir í sturtu, en White Stripes
mættu bara akkúrat þegar þeir áttu að spila, við sáum þá í raun aldrei
nema á sviðinu. Svo var eitt reyndar sem mér fannst svolítið asna-
legt; það þurfti að slökkva öll ljósin þegar White Stripes voru að fara
að koma, veit ekki af hverju. Virkar á mig eins og stjörnustælar …“
.Hverjir eru eftirlætistónlistarmenn og/eða hljómsveitir ykkar? Heimir:
„Eftirlætistónlistarmaðurinn minn þessa stundina er hann Jeff Lynne
(ELO), og auðvitað The Unicorns.“ Hallberg: „My bloody valent-
ine“ .Sigurður: „Uppáhaldstónlistarmaður
er Lilly Allen, uppáhaldshljómsveitin þessa
stundina er Klaxoons.“ Björgvin: „Tapes n
Tapes er mitt band.“ Gunnar: „The New
Pornographers hefur lengi verið uppáhalds-
hljómsveitin mín.“ Ágúst: „Uppáhaldshljóm-
sveitin mín er Sigur Rós.“ Hvað langar ykkur til
að starfa við ef þið komið ekki til með að starfaí tónlist
í framtíðinni? Heimir: „Ég væri til í að starfa við að hljóð-
setja teiknimyndir.“ Björgvin: „Ég væri alveg til í að vera rafvirki
eins og pabbi minn.“ Ágúst:„Bara vinna á leikskóla …“ Hallberg:
„Humm ... Ég væri bara til í að vinna á einhverjum bar niðrí bæ.“
Sigurður: „Ég myndi helst vilja verða lögmaður.“
Hafa vinir og fjölskylda stutt við bakið á ykkur? „Já, svo sannarlega
og eiga þau þakkir skildar fyrir það! Svo eigum við líka góða vini
sem hlaupa stundum í skarðið hjá okkur þegar einhver kemst ekki að
spila á tónleikum.Einu sinni þurfti hann Ágúst að skríða upp á fjall
með afa sínum, svo vinur minn spilaði bara með okkur í Ópinu.“
Þegar viðtalið er tekið eru hljómsveitarmeðlimir á leið til Bret-
lands til tónleikahalds.Hvað ætlið þið að gera í Bretlandi? Hvernig
kom það til? „Það á eiginlega allt rætur til Airwaves að rekja. Þar
sáu margir „big shots“ okkur frá mörgum stöðum í heiminum, en
aðallega í Bretlandi. Til dæmis umboðsfyrirtækið okkar sem starfar
einnig fyrir Sigur Rós, svo að við verðum í smá radio-session (upp-
tökum) þarna og spilum út um allt Bretland með hljómsveitinni
Love is all. Þetta er eitthvað sem umbarnir eru búnir að redda. Við
verðum úti í mánuð og á fullu allan tíman. Eins og staðan er í dag
kemur diskurinn út í ársbyrjun 2007.“ sky,
SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 59 28.9.2006 10:59:02