Ský - 01.10.2006, Side 44
Í nýju hverfi í landi Leirvogstungu Í Mosfellsbæ mun rísa 400 íbúða byggð á næstu fjórum árum og þegar eru hafnar framkvæmdir við
fyrsta áfanga sem er næstur miðkjarna Mosfellsbæjar. Í þessum áfanga
verða 15 einnar hæðar og 30 tveggja hæða einbýlishús, 33 íbúðir í
tveggja hæða raðhúsum og 24 íbúðir í tveggja hæða keðjuhúsum.
Flestar lóðir í fyrsta áfanga eru seldar en í vetur verða boðnar út lóðir
í öðrum áfanga framkvæmdanna. Reiknað er með að fyrstu íbúarnir
flytji í hús sín síðla næsta sumar eða næsta haust.
Það er arkitektinn Gylfi Guðjónsson og félagar hans sem hafa skipu-
lagt Leirvogstunguna en byggingasvæðið er á milli Köldukvíslar og
Leirvogsár. Einbýlishúsalóðirnar eru að jafnaði 850 til 1200 fermetrar
og eru seldar á 9,5-13,5 milljónir króna. Flest húsin munu standa í
nokkrum halla þannig að útsýni verður úr þeim út á sjóinn.
Bjarni Sveinbjörn Guðmundsson í Leirvogstungu:
Fólk á að eiga val og
geta búið í gisinni
byggð
„Mín sýn í skipulagsmálum er að menn eigi að geta haft val um það
hvar þeir vilji búa og ekki eigi að steypa alla byggð í sama mótið,“
segir Bjarni Sveinbjörn Guðmundsson í Leirvogstungu í Mosfellsbæ.
Bjarni Sveinbjörn er fimmti ættliður ábúenda í Leirvogstungu en þar
settist ættfaðir hans að árið 1870.
Þegar Bjarni Sveinbjörn sá að menn voru farnir að líta Leirvogstungu-
landið hýru auga í þeim tilgangi að reisa þar þétta íbúðabyggð ákvað
hann að verða fyrri til, keypti landið ásamt eiginkonu sinni, Katrínu
Sif Ragnarsdóttur og nú hefur fyrirtæki þeirra, Leirvogstunga ehf.
látið skipuleggja 44,2 hektara íbúðasvæði undir 400 íbúðir.
„Okkur féll ekki stefnan sem tekin hefur verið í byggingarmálum
nágrannasveitarfélaganna, þar sem öll hverfi eru eins. Hér ætlum
við okkur að reisa byggð sem verður gisnari en gengur og gerist.
Hér verða til dæmis aðeins níu íbúðir á hektara, samanborið við
30 íbúðir á hektara í Úlfarsfellslandinu og viðmið Reykjavíkur sem
er 27 íbúðir á hektara. Áður hafði Vegagerðin gert vegaáætlun sem
miðaðist við að hér yrði ríflega 3200 manna byggð en við gerum
aðeins ráð fyrir 1300 manna byggð.“
Bjarni Sveinbjörn er þeirrar skoðunar að fólk eigi að hafa val um
það hvar og hvernig það býr. Þeir sem vilji búa í þéttri miðborg eigi
að geta gert það en aðrir geti kosið sér hverfi sem gefi þeim tæki-
færi til að njóta útivistar og tómstunda á borð við hestamennsku og
golf, en það verður einmitt mjög auðvelt í Leirvogstunguhverfinu.
Bjarni Sveinbjörn Guðmundsson er fimmti ættliðurinn í Leirvogstungu. Hér er horft yfir væntanlegt byggingarland og út á voginn.
Afi Bjarna, einn
fimm ættliða í
Leirvogstungu, á
hestinum Krapa.
Fyrstu íbúarnir í Leirvogs -
tunguhverfi flytja inn að ári
SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 44 28.9.2006 10:57:35