Ský - 01.10.2006, Side 54

Ský - 01.10.2006, Side 54
 54 ský Fólk Ágústa Eva Erlendsdóttir leikkona „Ég kem nú frekar köld inn í Borgarfjörð eystri því ég hef bara komið einu sinni þangað. Það var í fyrrasumar þegar ég fór á ættarmót þar. Föðuramma mín, Laufey Jakobsdóttir, ólst upp á Snotrunesi og þannig er mín tenging við staðinn. Mér fannst mjög gaman að koma þangað og staðurinn er mjög fallegur. Það var sérstök stemning á Borgarfirði og fólkið hefur trú á álfum og jurtalækningum og ýmsu svo mér fannst svolítill hippaandi í loftinu.“ Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnumaður „Ég er ættaður frá Borgarfirði í móðurætt en bræður mínir, þeir Andrés og Ólafur, eru báðir fæddir á Snotrunesi en ég í Vestmannaeyjum. Ég á nokkrar góðar minningar þaðan úr bernsku en eftir að ég varð fullorðinn reyni ég að fara austur að minnsta kosti einu sinni á ári til að hitta frændfólkið mitt og til að afstressa mig í svolítinn tíma. Ég held að fegurðin á Borgarfirði til sjávar og fjalla eigi sér engan líka á Íslandi ef undanskildar eru Vestmanna- eyjar.“ Ásgrímur Ingi Arngrímsson, fréttamaður RÚV á Austurlandi og náfrændi Magna, er fæddur og uppalinn á Borgarfirði eystri og er til að mynda for- maður Ungmennafélags Borgarfjarðar. „Foreldrar mínir og þrjú systkini og fjölskyldur þeirra búa á Borgarfirði. Ég á auk þess margt frændfólk þar og fjölmarga vini. Lögheimili mitt er á Borgarfirði þótt ég vinni á Egilsstöðum og ég er alltaf þar á sumrin eins mikið og ég get. Það var mjög gott að alast upp þar. Það var ekki mikil mötun á afþreyingu og þess vegna vöndust flestir krakkar því að þurfa að finna upp á einhverju sjálf. Ég sé það á mjög mörgum sem ég ólst upp með að þetta hefur kennt þeim ákveðið frumkvæði og þetta fólk er óhrætt við að ráðast í stór verkefni,“ segir Ásgrímur Ingi og bætir við: „Það sem gerir staðinn svo sérstakan er sambland af þessari fallegu náttúru og svo mannlífinu. Borgfirðingar eru sérstakur þjóðflokkur. Þeir hafa flestir húmor fyrir sjálfum sér og öðrum. Það er til dæmis vinsæl íþrótt að herma eftir Borgfirðingum, ekki aðeins meðal heimamanna heldur þekki ég fólk um allt land sem gerir það.“ Af þessari samantekt má draga þá ályktun að sú orka og sá mikilfengleiki sem nátt- úran gefur af sér eigi þó nokkurn þátt í að hafa mótað þá fjölmörgu hæfileikaríku og þekktu Íslendinga sem Borgarfjörður eystri hefur getið af sér. Ekki er heldur ólíklegt að ljóminn, hugmyndaflugið og hið dulræna sem fylgir álfatrúnni og -sögunum hafi lagt sitt af mörkum til að veita fólki innblástur til skapandi verka. Ljóst er einnig að velgengni Borgfirðinga heima jafnt sem að heiman mun sífellt vekja meiri áhuga á staðnum og laða til sín fólk hvaðanæva. Silvía Nótt varð alræmd. Kannski verður Ágústa Eva heimsfræg. Ásgeir Sigurvinsson er einn besti knattspyrnumaður landsins fyrr og síðar. sky , SK<00DD> 4.tbl 2006.indd 54 28.9.2006 10:58:36

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.